Telja loftslagsbreytingar ógna matvælaöryggi og eyða landi Kjartan Kjartansson skrifar 8. ágúst 2019 08:00 Breytt loftslag á lægri breiddargráðum leiðir til minni framleiðni á matvælum eins og maís. Vísir/EPA Landnotkun manna hefur valdið tæpum fjórðungi losunar gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu á fyrstu árum þessarar aldar og loftslagsbreytingar af völdum manna valda aukinni landeyðingu. Í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna kemur fram að loftslagsbreytingar hafi nú þegar áhrif á fæðuöryggi heimsbyggðarinnar. Þrátt fyrir að bruni manna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og jarðgasi sé stærsta uppspretta gróðurhúsalofttegundanna sem nú valda loftslagsbreytingum á jörðinni hefur verulegur hluti kolefnisins sem menn hafa losað út í lofthjúpinn komið frá landnotkun. Í nýrri vísindaskýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sem kom út í dag er dregin upp mynd af því hversu mikið menn hafa breytt landi á jörðinni, þar á meðal landbúnaði og skógarhöggi, loftslagsáhrifum þess og hvernig breytt loftslag mun hafa áhrif á land og nýtingu þess á næstu áratugum. Frá árinu 1961 hafa menn lagt um 5,3 milljónir ferkílómetra lands undir landbúnað sem er sambærilegt við tvo þriðju hluta flatarmáls Ástralíu. Skýrsluhöfundar segja að landnotkun hafi aldrei aukist eins hratt í tugþúsunda ára sögu mannkynsins. Nú er svo komið að 72% íslauss lands verður fyrir áhrifum af völdum manna.Menn hafa gerbreytt stórum hluta jarðarinnar. Stórfellt skógarhögg eins og það sem hér sést á Indónesíu er mikil uppspretta gróðurhúsalofttegunda.Vísir/EPAStóraukin losun frá landbúnaði Þessi breytta landnotkun á verulegan þátt í loftslagsbreytingum af völdum manna. Áætlað er að 24% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á árunum 2003 til 2012 hafi verið tilkomin vegna landnotkunar. Losun á koltvísýringi frá landi, aðallega vegna skógareyðingar, dróst saman snemma á 7. áratugnum en hefur verið stöðug og mikil síðan. Þá hefur orðið 70% aukning í losun metans frá jórtrandi búpeningi frá 1961 og losun á niturdíoxíði með áburðarnotkun hefur meira en tvöfaldast á sama tíma. Skýrsluhöfundar segja að aukin eftirspurn eftir matvælum hafi leitt hratt til ákafari landnýtingar. Samfara fólksfjölgun og neyslubreytingum hafi framleiðsla á jurtatrefjum, matvælum og viði drifið breytingar á landnotkun. Þannig hefur notkun á ólífrænum áburði nífaldast á tæpum sextíu árum og notkun á áveituvatni tvöfaldast. Breytt landnotkun hefur eytt landi og myndað eyðimerkur. Útbreiðsla votlendis hefur minnkað um 70% frá 1970 og þrefalt fleiri jarðarbúar búa á þurrkasvæðum en upp úr miðri síðustu öld.Tíðari og ákafari þurrkar eru einn fylgifiska áframhaldandi hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Þeir hafa áhrif á gróður og matvælaframleiðslu.Vísir/APLoftslagssvæði hliðrast í átt að pólunum Loftslagsbreytingarnar sem breytt landnotkun á þátt í að valda leiða til enn meiri landeyðingar, að mati skýrsluhöfunda IPCC. Ákafari úrkoma og flóð, tíðari og umfangsmeiri þurrkar, aukið álag vegna hita, vinds og ölduróts auk hækkandi sjávarstöðu muni eiga þátt í að ganga á landið. Á heimskautasvæðum er gert ráð fyrir að sífrerinn, þar sem mikið magn kolefnis er bundið, bráðni hratt með áframhaldandi hnattrænni hlýnun og að skógar verði fyrir áföllum vegna meiri þurrka, skógarelda, skordýraplágu og gróðursjúkdóma. Bent er á að hlýnun yfir íslausu landi frá því eftir iðnbyltingu hefur verið 1,41°C að jafnaði, vel yfir 0,87°C hnattrænni hlýnun á tímabilinu. Hlýnunin hafi hliðrað til loftslagssvæðum og gert sem búsvæðabelti útsettari fyrir breytileika í veðri og veðurfari. Almennt hafa loftslagssvæði á jörðinni hliðrast í átt að pólsvæðunum á miðlægum breiddargráðum og ofar í hálendi. Skýrsluhöfundar telja líklegt að sú þróun haldi áfram svo lengi sem hnattræn hlýnun verður ekki stöðvuð. Í hitabeltinu er hlýnunin talin leiða til nýrra og enn heitari loftslagssvæða en nú er.Flóð í Pakistan. Með hækkandi hita er búist við ákafari úrkomu og tíðari flóðum. Bæði flóð og þurrkur stuðla að aukinni eyðingu lands.Vísir/EPAMeiri vöxtur á efri breiddargráðum, minni á þeim lægri Aukið magn kolefnis í lofthjúpnum hefur einnig haft áhrif á vöxt gróðurs á jörðinni. Í skýrslunni segir að aukin ljóstillífun hafi leitt til grænkunar á hnattræna vísu undanfarna þrjá áratugi. Það megi rekja til samverkandi áhrifa breyttrar landnýtingar, til dæmis áveitna, skógarnýtingar auk breytinga á umhverfisþáttum eins og lengri vaxtartíma, aukinnar upptöku koltvísýrings og niturs. Grænkun á heimskautasvæðum er rakin til áburðaráhrifa koltvísýrings og lengri vaxtartíma. Á móti kemur að þurrkar og hitabylgjur hafa leitt til minni grænkunar og ljóstillífunar á öðrum breiddargráðum. Vaxandi styrkur koltvísýrings í lofthjúpnum er sagður hafa aukið vatnsnýtni plantna og framleiðni gróðurs á þurrum svæðum. Heildaráhrif á vöxt ráðist aftur á móti af næringarefnum í jarðvegi og framboði af vatni. Hlýnun, breytingar á úrkomu og vaxandi veðuröfgar telja skýrsluhöfundar ógna fæðuöryggi heimsbyggðarinnar. Hnattræn hlýnun hafi aukið framleiðni landbúnaðarvara á hærri breiddargráðum, þar á meðal á maís, hveiti, sykurrófum og baðmull en dregið úr framleiðslu á lægri breiddargráðum, meðal annars á byggi, maís og hveiti. Högum hnignar, vöxtur minnkar og framleiðni og viðkoma beitadýra versnar, plágur og sjúkdómar verða tíðari og líffræðilegur fjölbreytileiki glatast.Landnotkun enn stærri hluti á Íslandi Athuganir á Íslandi benda til þess að hlutdeild landnotkunar í losun gróðurhúsalofttegunda sé enn hærri hér en að meðaltali í heiminum. Í fyrstu var áætlað að allt að þrír fjórðu hlutar losunar Íslands á gróðurhúsalofttegundum kæmu frá framræstu votlendi. Jón Guðmundsson, lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands, sem hefur unnið að mati á losun frá landi sagði við Vísi í sumar að nákvæmari gögn bentu til þess að nokkuð minna væri um framræst votlendi en talið hefur verið, allt að 700 ferkílómetrum minna. Eftir sem áður sé losun frá framræstu votlendi enn stærsta einstaka uppspretta gróðurhúsalofttegunda á Íslandi, um það bil tveir þriðju hlutar hennar. Landbúnaður Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Skógrækt og landgræðsla Umhverfismál Tengdar fréttir Brýnt að halda hlýnun Jarðar undir 1,5 gráðum Vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál hefur kynnt skýrslu um 1,5 gráðu markmiðið og útlistar hvað þjóðir heims þurfa að gera til að ná því. 8. október 2018 06:30 Minna um framræst votlendi en áður var talið Ný og nákvæmari gögn um framræst votlendi á Íslandi benda til þess að minna sé af því en áður var talið. Því er framræst votlendi minni hluti af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi en reiknað var með. 14. júní 2019 09:00 Landnotkun bænda stærsti sökudólgurinn í kolefnislosun Landnotkun á Norðurlandi vestra losar 90 prósent alls kolefnis sem losnar í landsfjórðungnum. Langstærstur hluti þess er framræsing votlendis. "Sláandi niðurstöður,“ segir Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur. Upplýsingafull 31. maí 2019 08:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira
Landnotkun manna hefur valdið tæpum fjórðungi losunar gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu á fyrstu árum þessarar aldar og loftslagsbreytingar af völdum manna valda aukinni landeyðingu. Í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna kemur fram að loftslagsbreytingar hafi nú þegar áhrif á fæðuöryggi heimsbyggðarinnar. Þrátt fyrir að bruni manna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og jarðgasi sé stærsta uppspretta gróðurhúsalofttegundanna sem nú valda loftslagsbreytingum á jörðinni hefur verulegur hluti kolefnisins sem menn hafa losað út í lofthjúpinn komið frá landnotkun. Í nýrri vísindaskýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sem kom út í dag er dregin upp mynd af því hversu mikið menn hafa breytt landi á jörðinni, þar á meðal landbúnaði og skógarhöggi, loftslagsáhrifum þess og hvernig breytt loftslag mun hafa áhrif á land og nýtingu þess á næstu áratugum. Frá árinu 1961 hafa menn lagt um 5,3 milljónir ferkílómetra lands undir landbúnað sem er sambærilegt við tvo þriðju hluta flatarmáls Ástralíu. Skýrsluhöfundar segja að landnotkun hafi aldrei aukist eins hratt í tugþúsunda ára sögu mannkynsins. Nú er svo komið að 72% íslauss lands verður fyrir áhrifum af völdum manna.Menn hafa gerbreytt stórum hluta jarðarinnar. Stórfellt skógarhögg eins og það sem hér sést á Indónesíu er mikil uppspretta gróðurhúsalofttegunda.Vísir/EPAStóraukin losun frá landbúnaði Þessi breytta landnotkun á verulegan þátt í loftslagsbreytingum af völdum manna. Áætlað er að 24% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á árunum 2003 til 2012 hafi verið tilkomin vegna landnotkunar. Losun á koltvísýringi frá landi, aðallega vegna skógareyðingar, dróst saman snemma á 7. áratugnum en hefur verið stöðug og mikil síðan. Þá hefur orðið 70% aukning í losun metans frá jórtrandi búpeningi frá 1961 og losun á niturdíoxíði með áburðarnotkun hefur meira en tvöfaldast á sama tíma. Skýrsluhöfundar segja að aukin eftirspurn eftir matvælum hafi leitt hratt til ákafari landnýtingar. Samfara fólksfjölgun og neyslubreytingum hafi framleiðsla á jurtatrefjum, matvælum og viði drifið breytingar á landnotkun. Þannig hefur notkun á ólífrænum áburði nífaldast á tæpum sextíu árum og notkun á áveituvatni tvöfaldast. Breytt landnotkun hefur eytt landi og myndað eyðimerkur. Útbreiðsla votlendis hefur minnkað um 70% frá 1970 og þrefalt fleiri jarðarbúar búa á þurrkasvæðum en upp úr miðri síðustu öld.Tíðari og ákafari þurrkar eru einn fylgifiska áframhaldandi hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Þeir hafa áhrif á gróður og matvælaframleiðslu.Vísir/APLoftslagssvæði hliðrast í átt að pólunum Loftslagsbreytingarnar sem breytt landnotkun á þátt í að valda leiða til enn meiri landeyðingar, að mati skýrsluhöfunda IPCC. Ákafari úrkoma og flóð, tíðari og umfangsmeiri þurrkar, aukið álag vegna hita, vinds og ölduróts auk hækkandi sjávarstöðu muni eiga þátt í að ganga á landið. Á heimskautasvæðum er gert ráð fyrir að sífrerinn, þar sem mikið magn kolefnis er bundið, bráðni hratt með áframhaldandi hnattrænni hlýnun og að skógar verði fyrir áföllum vegna meiri þurrka, skógarelda, skordýraplágu og gróðursjúkdóma. Bent er á að hlýnun yfir íslausu landi frá því eftir iðnbyltingu hefur verið 1,41°C að jafnaði, vel yfir 0,87°C hnattrænni hlýnun á tímabilinu. Hlýnunin hafi hliðrað til loftslagssvæðum og gert sem búsvæðabelti útsettari fyrir breytileika í veðri og veðurfari. Almennt hafa loftslagssvæði á jörðinni hliðrast í átt að pólsvæðunum á miðlægum breiddargráðum og ofar í hálendi. Skýrsluhöfundar telja líklegt að sú þróun haldi áfram svo lengi sem hnattræn hlýnun verður ekki stöðvuð. Í hitabeltinu er hlýnunin talin leiða til nýrra og enn heitari loftslagssvæða en nú er.Flóð í Pakistan. Með hækkandi hita er búist við ákafari úrkomu og tíðari flóðum. Bæði flóð og þurrkur stuðla að aukinni eyðingu lands.Vísir/EPAMeiri vöxtur á efri breiddargráðum, minni á þeim lægri Aukið magn kolefnis í lofthjúpnum hefur einnig haft áhrif á vöxt gróðurs á jörðinni. Í skýrslunni segir að aukin ljóstillífun hafi leitt til grænkunar á hnattræna vísu undanfarna þrjá áratugi. Það megi rekja til samverkandi áhrifa breyttrar landnýtingar, til dæmis áveitna, skógarnýtingar auk breytinga á umhverfisþáttum eins og lengri vaxtartíma, aukinnar upptöku koltvísýrings og niturs. Grænkun á heimskautasvæðum er rakin til áburðaráhrifa koltvísýrings og lengri vaxtartíma. Á móti kemur að þurrkar og hitabylgjur hafa leitt til minni grænkunar og ljóstillífunar á öðrum breiddargráðum. Vaxandi styrkur koltvísýrings í lofthjúpnum er sagður hafa aukið vatnsnýtni plantna og framleiðni gróðurs á þurrum svæðum. Heildaráhrif á vöxt ráðist aftur á móti af næringarefnum í jarðvegi og framboði af vatni. Hlýnun, breytingar á úrkomu og vaxandi veðuröfgar telja skýrsluhöfundar ógna fæðuöryggi heimsbyggðarinnar. Hnattræn hlýnun hafi aukið framleiðni landbúnaðarvara á hærri breiddargráðum, þar á meðal á maís, hveiti, sykurrófum og baðmull en dregið úr framleiðslu á lægri breiddargráðum, meðal annars á byggi, maís og hveiti. Högum hnignar, vöxtur minnkar og framleiðni og viðkoma beitadýra versnar, plágur og sjúkdómar verða tíðari og líffræðilegur fjölbreytileiki glatast.Landnotkun enn stærri hluti á Íslandi Athuganir á Íslandi benda til þess að hlutdeild landnotkunar í losun gróðurhúsalofttegunda sé enn hærri hér en að meðaltali í heiminum. Í fyrstu var áætlað að allt að þrír fjórðu hlutar losunar Íslands á gróðurhúsalofttegundum kæmu frá framræstu votlendi. Jón Guðmundsson, lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands, sem hefur unnið að mati á losun frá landi sagði við Vísi í sumar að nákvæmari gögn bentu til þess að nokkuð minna væri um framræst votlendi en talið hefur verið, allt að 700 ferkílómetrum minna. Eftir sem áður sé losun frá framræstu votlendi enn stærsta einstaka uppspretta gróðurhúsalofttegunda á Íslandi, um það bil tveir þriðju hlutar hennar.
Landbúnaður Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Skógrækt og landgræðsla Umhverfismál Tengdar fréttir Brýnt að halda hlýnun Jarðar undir 1,5 gráðum Vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál hefur kynnt skýrslu um 1,5 gráðu markmiðið og útlistar hvað þjóðir heims þurfa að gera til að ná því. 8. október 2018 06:30 Minna um framræst votlendi en áður var talið Ný og nákvæmari gögn um framræst votlendi á Íslandi benda til þess að minna sé af því en áður var talið. Því er framræst votlendi minni hluti af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi en reiknað var með. 14. júní 2019 09:00 Landnotkun bænda stærsti sökudólgurinn í kolefnislosun Landnotkun á Norðurlandi vestra losar 90 prósent alls kolefnis sem losnar í landsfjórðungnum. Langstærstur hluti þess er framræsing votlendis. "Sláandi niðurstöður,“ segir Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur. Upplýsingafull 31. maí 2019 08:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira
Brýnt að halda hlýnun Jarðar undir 1,5 gráðum Vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál hefur kynnt skýrslu um 1,5 gráðu markmiðið og útlistar hvað þjóðir heims þurfa að gera til að ná því. 8. október 2018 06:30
Minna um framræst votlendi en áður var talið Ný og nákvæmari gögn um framræst votlendi á Íslandi benda til þess að minna sé af því en áður var talið. Því er framræst votlendi minni hluti af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi en reiknað var með. 14. júní 2019 09:00
Landnotkun bænda stærsti sökudólgurinn í kolefnislosun Landnotkun á Norðurlandi vestra losar 90 prósent alls kolefnis sem losnar í landsfjórðungnum. Langstærstur hluti þess er framræsing votlendis. "Sláandi niðurstöður,“ segir Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur. Upplýsingafull 31. maí 2019 08:00