Innlent

Hafa fengið upplýsingar um árás á Íslending í Frakklandi

Kjartan Kjartansson skrifar
Árásin er sögð hafa átt sér stað í Marseille.
Árásin er sögð hafa átt sér stað í Marseille. Vísir/Getty
Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hefur verið í sambandi við íslenskan mann sem varð fyrir líkamsárás í Frakklandi í síðasta mánuði. Upplýsingafulltrúi ráðuneytisins staðfestir að því sé kunnugt um málið en tjáir sig ekki um efnisatriði mála sem það sinnir.

DV hefur fullyrt að árásin hafi átt sér stað í borginni Marseille á Suður-Frakklandi. Maðurinn, sem sé sextugur, hafi verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Lögreglan þar hafi málið til rannsóknar.

Árásarmaðurinn er óþekktur en Mbl.is segir hann ekki íslenskan. Árásin hafi verið alvarleg og átt sér stað undir lok júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×