Vogafjós orðið tvítugt Benedikt Bóas skrifar 9. ágúst 2019 07:30 Efri röð f.v.: Einar og Hallgrímur Leifssynir, Skarphéðinn Reynir og Arnþrúður Anna Jónsbörn. Neðri röð f.v.: Gunnhildur Stefánsdóttir, Leifur Hallgrímsson, Jón Reynir Sigurjónsson og Ólöf Hallgrímsdóttir. Fyrirsætan á borðinu heitir Kveikur. Mynd/BB Tuttugu ár eru síðan Vogafjós opnaði fyrst dyr sínar fyrir gestum og gangandi. Veitingastaðurinn er rómaður, kýrnar skemmtilegar fyrir krakkana og útsýnið af pallinum engu líkt. Það er vissulega gaman að koma og skoða eina fegurstu sveit landsins og gott að smakka á því sem Vogafjós hefur upp á að bjóða. Ólöf Hallgrímsdóttir, einn eigenda Vogafjóss, segir að þetta verkefni hafi aðeins undið upp á sig á jákvæðan máta. „Þetta var hugsað sem frekar rólegt og eitthvað kósí til að byrja með. Einhvers konar hliðarverkefni en auðvitað reyndi maður að vanda sig og gera vel það sem maður var að gera,“ segir hún. Á afmælishelgi Vogafjóss var slegið upp veislu. Fyrst komu Hera og Bjössi Thor gítarleikari og tóku lagið um leið og nýbygging Vogafjóss var tekin í notkun. Á laugardeginum var opið hús þar sem múgur og margmenni mætti til að gleðjast með og hljómsveitin Hver tók síðan lagið um kvöldið. Boðið var upp á alls konar kræsingar úr eldhúsinu og kokteilar og annað flæddi frá barnum. Vogabú hefur verið í eigu sömu fjölskyldu í yfir hundrað ár. Kýr og kindur voru uppistaðan til að byrja með, ásamt nokkrum hænum, tveimur hestum og hundi. Árið 1999 var nýtt fjós byggt og eru nú um 40 nautgripir í fjósinu. Kaffihúsið Vogafjós var svo byggt innan við fjósið. Þar fást ljúffengar heimagerðar veitingar en einnig er hægt að sjá kýrnar mjólkaðar og jafnvel bragða á glænýrri mjólk beint af spena. Mjólkað er tvisvar á dag, klukkan 7.30 á morgnana og 17.30. „Við höfum gert þetta hægt og bítandi. Erum búin að byggja við þrisvar og stækka á þessum 20 árum. En það hefur alltaf verið tekið í skrefum og ekkert óðagot,“ segir hún. Ólöf segir að hún horfi björtum augum á næstu 20 ár. Þau fyrri hafi verið það skemmtileg að það sé ekki nein ástæða til annars. „Ég held að við værum ekki í þessu ennþá ef okkur fyndist þetta ekki ennþá spennandi og skemmtilegt. Þetta er auðvitað gríðarlega mikil vinna og það þarf að leggja mikið á sig. Það eru engin sumarfrí í ferðaþjónustunni. En þetta er eitthvað sem maður velur sér og fer í þennan gír. Ég lít ekkert endilega á þetta eins og ég sé alltaf í vinnu, þetta er það fjölbreytt þó auðvitað sé það misskemmtilegt sem maður er að fást við, en oftast er það nú eitthvað skemmtilegt sem maður er að fást við.“ Birtist í Fréttablaðinu Skútustaðahreppur Tímamót Veitingastaðir Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira
Tuttugu ár eru síðan Vogafjós opnaði fyrst dyr sínar fyrir gestum og gangandi. Veitingastaðurinn er rómaður, kýrnar skemmtilegar fyrir krakkana og útsýnið af pallinum engu líkt. Það er vissulega gaman að koma og skoða eina fegurstu sveit landsins og gott að smakka á því sem Vogafjós hefur upp á að bjóða. Ólöf Hallgrímsdóttir, einn eigenda Vogafjóss, segir að þetta verkefni hafi aðeins undið upp á sig á jákvæðan máta. „Þetta var hugsað sem frekar rólegt og eitthvað kósí til að byrja með. Einhvers konar hliðarverkefni en auðvitað reyndi maður að vanda sig og gera vel það sem maður var að gera,“ segir hún. Á afmælishelgi Vogafjóss var slegið upp veislu. Fyrst komu Hera og Bjössi Thor gítarleikari og tóku lagið um leið og nýbygging Vogafjóss var tekin í notkun. Á laugardeginum var opið hús þar sem múgur og margmenni mætti til að gleðjast með og hljómsveitin Hver tók síðan lagið um kvöldið. Boðið var upp á alls konar kræsingar úr eldhúsinu og kokteilar og annað flæddi frá barnum. Vogabú hefur verið í eigu sömu fjölskyldu í yfir hundrað ár. Kýr og kindur voru uppistaðan til að byrja með, ásamt nokkrum hænum, tveimur hestum og hundi. Árið 1999 var nýtt fjós byggt og eru nú um 40 nautgripir í fjósinu. Kaffihúsið Vogafjós var svo byggt innan við fjósið. Þar fást ljúffengar heimagerðar veitingar en einnig er hægt að sjá kýrnar mjólkaðar og jafnvel bragða á glænýrri mjólk beint af spena. Mjólkað er tvisvar á dag, klukkan 7.30 á morgnana og 17.30. „Við höfum gert þetta hægt og bítandi. Erum búin að byggja við þrisvar og stækka á þessum 20 árum. En það hefur alltaf verið tekið í skrefum og ekkert óðagot,“ segir hún. Ólöf segir að hún horfi björtum augum á næstu 20 ár. Þau fyrri hafi verið það skemmtileg að það sé ekki nein ástæða til annars. „Ég held að við værum ekki í þessu ennþá ef okkur fyndist þetta ekki ennþá spennandi og skemmtilegt. Þetta er auðvitað gríðarlega mikil vinna og það þarf að leggja mikið á sig. Það eru engin sumarfrí í ferðaþjónustunni. En þetta er eitthvað sem maður velur sér og fer í þennan gír. Ég lít ekkert endilega á þetta eins og ég sé alltaf í vinnu, þetta er það fjölbreytt þó auðvitað sé það misskemmtilegt sem maður er að fást við, en oftast er það nú eitthvað skemmtilegt sem maður er að fást við.“
Birtist í Fréttablaðinu Skútustaðahreppur Tímamót Veitingastaðir Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira