Vogafjós orðið tvítugt Benedikt Bóas skrifar 9. ágúst 2019 07:30 Efri röð f.v.: Einar og Hallgrímur Leifssynir, Skarphéðinn Reynir og Arnþrúður Anna Jónsbörn. Neðri röð f.v.: Gunnhildur Stefánsdóttir, Leifur Hallgrímsson, Jón Reynir Sigurjónsson og Ólöf Hallgrímsdóttir. Fyrirsætan á borðinu heitir Kveikur. Mynd/BB Tuttugu ár eru síðan Vogafjós opnaði fyrst dyr sínar fyrir gestum og gangandi. Veitingastaðurinn er rómaður, kýrnar skemmtilegar fyrir krakkana og útsýnið af pallinum engu líkt. Það er vissulega gaman að koma og skoða eina fegurstu sveit landsins og gott að smakka á því sem Vogafjós hefur upp á að bjóða. Ólöf Hallgrímsdóttir, einn eigenda Vogafjóss, segir að þetta verkefni hafi aðeins undið upp á sig á jákvæðan máta. „Þetta var hugsað sem frekar rólegt og eitthvað kósí til að byrja með. Einhvers konar hliðarverkefni en auðvitað reyndi maður að vanda sig og gera vel það sem maður var að gera,“ segir hún. Á afmælishelgi Vogafjóss var slegið upp veislu. Fyrst komu Hera og Bjössi Thor gítarleikari og tóku lagið um leið og nýbygging Vogafjóss var tekin í notkun. Á laugardeginum var opið hús þar sem múgur og margmenni mætti til að gleðjast með og hljómsveitin Hver tók síðan lagið um kvöldið. Boðið var upp á alls konar kræsingar úr eldhúsinu og kokteilar og annað flæddi frá barnum. Vogabú hefur verið í eigu sömu fjölskyldu í yfir hundrað ár. Kýr og kindur voru uppistaðan til að byrja með, ásamt nokkrum hænum, tveimur hestum og hundi. Árið 1999 var nýtt fjós byggt og eru nú um 40 nautgripir í fjósinu. Kaffihúsið Vogafjós var svo byggt innan við fjósið. Þar fást ljúffengar heimagerðar veitingar en einnig er hægt að sjá kýrnar mjólkaðar og jafnvel bragða á glænýrri mjólk beint af spena. Mjólkað er tvisvar á dag, klukkan 7.30 á morgnana og 17.30. „Við höfum gert þetta hægt og bítandi. Erum búin að byggja við þrisvar og stækka á þessum 20 árum. En það hefur alltaf verið tekið í skrefum og ekkert óðagot,“ segir hún. Ólöf segir að hún horfi björtum augum á næstu 20 ár. Þau fyrri hafi verið það skemmtileg að það sé ekki nein ástæða til annars. „Ég held að við værum ekki í þessu ennþá ef okkur fyndist þetta ekki ennþá spennandi og skemmtilegt. Þetta er auðvitað gríðarlega mikil vinna og það þarf að leggja mikið á sig. Það eru engin sumarfrí í ferðaþjónustunni. En þetta er eitthvað sem maður velur sér og fer í þennan gír. Ég lít ekkert endilega á þetta eins og ég sé alltaf í vinnu, þetta er það fjölbreytt þó auðvitað sé það misskemmtilegt sem maður er að fást við, en oftast er það nú eitthvað skemmtilegt sem maður er að fást við.“ Birtist í Fréttablaðinu Skútustaðahreppur Tímamót Veitingastaðir Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Tuttugu ár eru síðan Vogafjós opnaði fyrst dyr sínar fyrir gestum og gangandi. Veitingastaðurinn er rómaður, kýrnar skemmtilegar fyrir krakkana og útsýnið af pallinum engu líkt. Það er vissulega gaman að koma og skoða eina fegurstu sveit landsins og gott að smakka á því sem Vogafjós hefur upp á að bjóða. Ólöf Hallgrímsdóttir, einn eigenda Vogafjóss, segir að þetta verkefni hafi aðeins undið upp á sig á jákvæðan máta. „Þetta var hugsað sem frekar rólegt og eitthvað kósí til að byrja með. Einhvers konar hliðarverkefni en auðvitað reyndi maður að vanda sig og gera vel það sem maður var að gera,“ segir hún. Á afmælishelgi Vogafjóss var slegið upp veislu. Fyrst komu Hera og Bjössi Thor gítarleikari og tóku lagið um leið og nýbygging Vogafjóss var tekin í notkun. Á laugardeginum var opið hús þar sem múgur og margmenni mætti til að gleðjast með og hljómsveitin Hver tók síðan lagið um kvöldið. Boðið var upp á alls konar kræsingar úr eldhúsinu og kokteilar og annað flæddi frá barnum. Vogabú hefur verið í eigu sömu fjölskyldu í yfir hundrað ár. Kýr og kindur voru uppistaðan til að byrja með, ásamt nokkrum hænum, tveimur hestum og hundi. Árið 1999 var nýtt fjós byggt og eru nú um 40 nautgripir í fjósinu. Kaffihúsið Vogafjós var svo byggt innan við fjósið. Þar fást ljúffengar heimagerðar veitingar en einnig er hægt að sjá kýrnar mjólkaðar og jafnvel bragða á glænýrri mjólk beint af spena. Mjólkað er tvisvar á dag, klukkan 7.30 á morgnana og 17.30. „Við höfum gert þetta hægt og bítandi. Erum búin að byggja við þrisvar og stækka á þessum 20 árum. En það hefur alltaf verið tekið í skrefum og ekkert óðagot,“ segir hún. Ólöf segir að hún horfi björtum augum á næstu 20 ár. Þau fyrri hafi verið það skemmtileg að það sé ekki nein ástæða til annars. „Ég held að við værum ekki í þessu ennþá ef okkur fyndist þetta ekki ennþá spennandi og skemmtilegt. Þetta er auðvitað gríðarlega mikil vinna og það þarf að leggja mikið á sig. Það eru engin sumarfrí í ferðaþjónustunni. En þetta er eitthvað sem maður velur sér og fer í þennan gír. Ég lít ekkert endilega á þetta eins og ég sé alltaf í vinnu, þetta er það fjölbreytt þó auðvitað sé það misskemmtilegt sem maður er að fást við, en oftast er það nú eitthvað skemmtilegt sem maður er að fást við.“
Birtist í Fréttablaðinu Skútustaðahreppur Tímamót Veitingastaðir Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira