Mynd af skælbrosandi Trump með munaðarleysingja vekur reiði Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. ágúst 2019 15:13 Forsetahjónin með hinn tveggja mánaða Paul Anchondo. Foreldrar hans létust bæði í skotárásinni. Twitter/MelaniaTrump Mikil reiði hefur gripið um sig á samfélagsmiðlum eftir að Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, birti mynd á Twitter-reikningi sínum í gær sem sýnir forsetahjónin stilla sér upp með ungbarni sem missti báða foreldra sína í skotárásinni í bandarísku borginni El Paso um helgina. Foreldrar drengsins á myndinni hétu Andre og Jordan Anchondo. Þau voru á meðal þeirra 22 sem byssumaður skaut til bana í Walmart-verslun í El Paso á laugardagsmorgun. Fjölmiðlar vestanhafs greindu frá því að hjónin hefðu látist við að verja son sinn skotum úr byssu árásarmannsins. Myndin er tekin við heimsókn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og áðurnefndrar forsetafrúr, Melaniu, á sjúkrahús í El Paso á miðvikudag, þar sem eftirlifendur skotárásarinnar liggja inni.I met many incredible people in Dayton, Ohio & El Paso, Texas yesterday. Their communities are strong and unbreakable. @potus and I stand with you! pic.twitter.com/SHzV6zcVKR— Melania Trump (@FLOTUS) August 8, 2019 Í frétt breska dagblaðsins Guardian segir að Hvíta húsið hafi sérstaklega óskað eftir því að komið yrði með litla drenginn á sjúkrahúsið meðan á heimsókninni stæði. Föðurbróðir drengsins, sem stendur lengst til vinstri á myndinni, er sagður stuðningsmaður Trumps. Það hafi faðir drengins einnig verið í lifanda lífi. Andstæðingar forsetans hneyksluðust margir á myndbirtingunni, einkum í ljósi þess að Hvíta húsið meinaði blaðamönnum aðgöngu að sjúkrahúsinu svo að heimsóknin yrði ekki aðeins „tækifæri til að stilla sér upp á myndum“.I am genuinely confused and horrified by this image. Am I taking this the wrong way?Why is Trump and Melania posing, GRINNING, and giving a thumbs up with the infant who's parents were murdered by the shooter in El Paso.Seriously… WTH is going on? pic.twitter.com/0YA2hIQeP3— Bryan William Jones (@BWJones) August 9, 2019 This is a photo of Trump grinning while Melania holds a baby orphaned by the shooting. A baby who was taken from home and forced to serve as a prop at a photo-op for the very monster whose hate killed her/his parents.I would need 280,000 characters to say how furious I am. pic.twitter.com/4umSc9BQHu— Greg Pinelo (@gregpinelo) August 9, 2019 Heimsókn Trumps til El Paso var mætt með mikill andstöðu íbúa í El Paso en margir halda því fram að Trump hafi með orðræðu sinni kynt undir hatri í garð innflytjenda, sem árásarmaðurinn vísaði til í stefnuyfirlýsingu sinni. El Paso stendur við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó og er mikil innflytjendaborg. Ekkert þeirra átta fórnarlamba sem enn liggja á spítalanum vildi hitta forsetann þegar hann heimsótti spítalann. Þrjú þeirra voru of veikburða til þess og fimm höfnuðu boðinu. Bandaríkin Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fórnarlömb í El Paso vildu ekki hitta Trump í umdeildri heimsókn Heimsóknir Trumps til El Paso og Dayton í Ohio ollu miklu fjaðrafoki meðal andstæðinga hans. 8. ágúst 2019 12:15 Grobbaði sig af fjölda stuðningsmanna og níddi andstæðing við sjúkrahússstarfsfólk Bandaríkjaforseti montaði sig af aðsókn á baráttufund hans og kallaði pólitískan andstæðing klikkaðan þegar hann hitti heilbrigðisstarfsfólk í El Paso þar sem fjöldamorð var framið um helgina. 8. ágúst 2019 21:47 Trump heimsækir vettvang fjöldamorða, segist sameina þjóðina með orðræðu sinni Forsetanum hefur kennt um að kynda undir kynþátta- og útlendingaandúð sem verði jarðvegur fyrir voðaverk eins og þau sem áttu sér stað í El Paso og Dayton um helgina. 7. ágúst 2019 18:39 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Sjá meira
Mikil reiði hefur gripið um sig á samfélagsmiðlum eftir að Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, birti mynd á Twitter-reikningi sínum í gær sem sýnir forsetahjónin stilla sér upp með ungbarni sem missti báða foreldra sína í skotárásinni í bandarísku borginni El Paso um helgina. Foreldrar drengsins á myndinni hétu Andre og Jordan Anchondo. Þau voru á meðal þeirra 22 sem byssumaður skaut til bana í Walmart-verslun í El Paso á laugardagsmorgun. Fjölmiðlar vestanhafs greindu frá því að hjónin hefðu látist við að verja son sinn skotum úr byssu árásarmannsins. Myndin er tekin við heimsókn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og áðurnefndrar forsetafrúr, Melaniu, á sjúkrahús í El Paso á miðvikudag, þar sem eftirlifendur skotárásarinnar liggja inni.I met many incredible people in Dayton, Ohio & El Paso, Texas yesterday. Their communities are strong and unbreakable. @potus and I stand with you! pic.twitter.com/SHzV6zcVKR— Melania Trump (@FLOTUS) August 8, 2019 Í frétt breska dagblaðsins Guardian segir að Hvíta húsið hafi sérstaklega óskað eftir því að komið yrði með litla drenginn á sjúkrahúsið meðan á heimsókninni stæði. Föðurbróðir drengsins, sem stendur lengst til vinstri á myndinni, er sagður stuðningsmaður Trumps. Það hafi faðir drengins einnig verið í lifanda lífi. Andstæðingar forsetans hneyksluðust margir á myndbirtingunni, einkum í ljósi þess að Hvíta húsið meinaði blaðamönnum aðgöngu að sjúkrahúsinu svo að heimsóknin yrði ekki aðeins „tækifæri til að stilla sér upp á myndum“.I am genuinely confused and horrified by this image. Am I taking this the wrong way?Why is Trump and Melania posing, GRINNING, and giving a thumbs up with the infant who's parents were murdered by the shooter in El Paso.Seriously… WTH is going on? pic.twitter.com/0YA2hIQeP3— Bryan William Jones (@BWJones) August 9, 2019 This is a photo of Trump grinning while Melania holds a baby orphaned by the shooting. A baby who was taken from home and forced to serve as a prop at a photo-op for the very monster whose hate killed her/his parents.I would need 280,000 characters to say how furious I am. pic.twitter.com/4umSc9BQHu— Greg Pinelo (@gregpinelo) August 9, 2019 Heimsókn Trumps til El Paso var mætt með mikill andstöðu íbúa í El Paso en margir halda því fram að Trump hafi með orðræðu sinni kynt undir hatri í garð innflytjenda, sem árásarmaðurinn vísaði til í stefnuyfirlýsingu sinni. El Paso stendur við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó og er mikil innflytjendaborg. Ekkert þeirra átta fórnarlamba sem enn liggja á spítalanum vildi hitta forsetann þegar hann heimsótti spítalann. Þrjú þeirra voru of veikburða til þess og fimm höfnuðu boðinu.
Bandaríkin Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fórnarlömb í El Paso vildu ekki hitta Trump í umdeildri heimsókn Heimsóknir Trumps til El Paso og Dayton í Ohio ollu miklu fjaðrafoki meðal andstæðinga hans. 8. ágúst 2019 12:15 Grobbaði sig af fjölda stuðningsmanna og níddi andstæðing við sjúkrahússstarfsfólk Bandaríkjaforseti montaði sig af aðsókn á baráttufund hans og kallaði pólitískan andstæðing klikkaðan þegar hann hitti heilbrigðisstarfsfólk í El Paso þar sem fjöldamorð var framið um helgina. 8. ágúst 2019 21:47 Trump heimsækir vettvang fjöldamorða, segist sameina þjóðina með orðræðu sinni Forsetanum hefur kennt um að kynda undir kynþátta- og útlendingaandúð sem verði jarðvegur fyrir voðaverk eins og þau sem áttu sér stað í El Paso og Dayton um helgina. 7. ágúst 2019 18:39 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Sjá meira
Fórnarlömb í El Paso vildu ekki hitta Trump í umdeildri heimsókn Heimsóknir Trumps til El Paso og Dayton í Ohio ollu miklu fjaðrafoki meðal andstæðinga hans. 8. ágúst 2019 12:15
Grobbaði sig af fjölda stuðningsmanna og níddi andstæðing við sjúkrahússstarfsfólk Bandaríkjaforseti montaði sig af aðsókn á baráttufund hans og kallaði pólitískan andstæðing klikkaðan þegar hann hitti heilbrigðisstarfsfólk í El Paso þar sem fjöldamorð var framið um helgina. 8. ágúst 2019 21:47
Trump heimsækir vettvang fjöldamorða, segist sameina þjóðina með orðræðu sinni Forsetanum hefur kennt um að kynda undir kynþátta- og útlendingaandúð sem verði jarðvegur fyrir voðaverk eins og þau sem áttu sér stað í El Paso og Dayton um helgina. 7. ágúst 2019 18:39