Eldflaugatilraunir Norður-Kóreu halda áfram í kjölfar hernaðaræfinga Suður-Kóreu og Bandaríkjanna Sylvía Hall skrifar 9. ágúst 2019 23:32 Norðurkóresku flugskeyti skotið upp. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Getty Suðurkóreski herinn segir Norður-Kóreu hafa skotið tveimur óþekktum flugskeytum út á haf frá austurströnd landsins í kvöld, nærri borginni Hamhung. Að sögn yfirvalda í Suður-Kóreu fylgist herinn náið með aðstæðum og er í viðbragðsstöðu vegna skeytanna. Ekkert lát virðist vera á vopnaprófunum norðurins en í síðustu viku var sambærilegum flugskeytum skotið upp í þrígang. Aðeins fjórir dagar eru liðnir frá síðasta skoti sem líklegt þykir að um hafi verið að ræða tvær stuttdrægar skotflaugar. Talið er að vopnaæfingarnar séu mótsvar yfirvalda í Norður-Kóreu við fyrirhuguðum hernaðaræfingum Suður-Kóreu og Bandaríkjanna sem haldnar eru á ári hverju. Varnarmálaráðherra Suður-Kóreu staðfesti á mánudag að æfingarnar væru hafnar. Yfirvöld í Pyongyang hafa lýst yfir óánægju sinni með hernaðaræfingarnar og sögðu í yfirlýsingu að fyrri flugskeyti hafi verið til þess fallin að vara nágrannaríkið við afleiðingum þess ef ríkið lætur ekki af áætluðum heræfingum og vopnaþróunum.Sjá einnig: Ekkert lát á eldflaugatilraunum Norður-Kóreu Aðeins þrír dagar eru liðnir frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist hafa fengið annan „mjög fallegt bréf“ frá leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong Un. Þann 30. júní síðastliðinn sammældust leiðtogarnir um að endurvekja kjarnorkuafvopnunarviðræður sínar á leiðtogafundi sínum. Trump sjálfur þvertók fyrir á blaðamannafundi í gær að Norður-Kórea væri að prófa sig áfram með kjarnorkuvopn. Flugskeytin væru öll stuttdræg en hann væri þó ekki sáttur við vopnaprófanir Norður-Kóreu en þær brytu ekki í bága við fyrra samkomulag þeirra frá leiðtogafundi í Singapúr. „Foringi Kim vill ekki bregðast mér með því að bregðast trausti mínu, það er of mikið í húfi fyrir Norður-Kóreu – möguleikar þeirra sem lands, undir stjórn Kim Jong Un,“ skrifaði Trump fyrr í mánuðinum á Twitter-síðu sinni. Hann sagði leiðtogann hafa góða og fallega sýn fyrir land sitt sem gæti aðeins orðið að veruleika með hjálp Bandaríkjanna undir sinni stjórn. „Hann mun gera það rétta því hann er of klár til þess að gera það ekki, og hann vill ekki bregðast vini sínum, forseta Trump!“....Chariman Kim has a great and beautiful vision for his country, and only the United States, with me as President, can make that vision come true. He will do the right thing because he is far too smart not to, and he does not want to disappoint his friend, President Trump! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 2, 2019 Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Eldflaugatilraunir Norður-Kóreu ætlaðar til að vara Suður-Kóreu við frekara hernaðarbrölti Eldflaugatilraunir Norður-Kóreu í gær voru ætlaðar til þess að vara nágrannaríkið Suður-Kóreu við afleiðingum þess ef ríkið lætur ekki af áætluðum heræfingum og vopnaþróun. 25. júlí 2019 23:41 Ekkert lát á eldflaugatilraunum Norður-Kóreu Norður-Kórea hefur skotið tveimur skotflaugum sem yfirvöld í Suður Kóreu segja nýja tegund stuttdrægra skotflauga. 2. ágúst 2019 12:45 Norður-Kóreumenn sagðir hafa skotið upp óþekktum skeytum Ekki er liðin vika síðan Norður-Kóreumenn skutu tveimur flugskeytum í Austurhaf til þess að vara nágranna sína í suðri við áframhaldandi hernaðarbrölti. 30. júlí 2019 22:32 Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Erlent Leikaraverkfalli aflýst Innlent Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Erlent Fleiri fréttir Helsti keppinautur Erdogan um forsetastólinn handtekinn í Istanbul Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Ungverska þingið bannar alla Pride viðburði Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Sjá meira
Suðurkóreski herinn segir Norður-Kóreu hafa skotið tveimur óþekktum flugskeytum út á haf frá austurströnd landsins í kvöld, nærri borginni Hamhung. Að sögn yfirvalda í Suður-Kóreu fylgist herinn náið með aðstæðum og er í viðbragðsstöðu vegna skeytanna. Ekkert lát virðist vera á vopnaprófunum norðurins en í síðustu viku var sambærilegum flugskeytum skotið upp í þrígang. Aðeins fjórir dagar eru liðnir frá síðasta skoti sem líklegt þykir að um hafi verið að ræða tvær stuttdrægar skotflaugar. Talið er að vopnaæfingarnar séu mótsvar yfirvalda í Norður-Kóreu við fyrirhuguðum hernaðaræfingum Suður-Kóreu og Bandaríkjanna sem haldnar eru á ári hverju. Varnarmálaráðherra Suður-Kóreu staðfesti á mánudag að æfingarnar væru hafnar. Yfirvöld í Pyongyang hafa lýst yfir óánægju sinni með hernaðaræfingarnar og sögðu í yfirlýsingu að fyrri flugskeyti hafi verið til þess fallin að vara nágrannaríkið við afleiðingum þess ef ríkið lætur ekki af áætluðum heræfingum og vopnaþróunum.Sjá einnig: Ekkert lát á eldflaugatilraunum Norður-Kóreu Aðeins þrír dagar eru liðnir frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist hafa fengið annan „mjög fallegt bréf“ frá leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong Un. Þann 30. júní síðastliðinn sammældust leiðtogarnir um að endurvekja kjarnorkuafvopnunarviðræður sínar á leiðtogafundi sínum. Trump sjálfur þvertók fyrir á blaðamannafundi í gær að Norður-Kórea væri að prófa sig áfram með kjarnorkuvopn. Flugskeytin væru öll stuttdræg en hann væri þó ekki sáttur við vopnaprófanir Norður-Kóreu en þær brytu ekki í bága við fyrra samkomulag þeirra frá leiðtogafundi í Singapúr. „Foringi Kim vill ekki bregðast mér með því að bregðast trausti mínu, það er of mikið í húfi fyrir Norður-Kóreu – möguleikar þeirra sem lands, undir stjórn Kim Jong Un,“ skrifaði Trump fyrr í mánuðinum á Twitter-síðu sinni. Hann sagði leiðtogann hafa góða og fallega sýn fyrir land sitt sem gæti aðeins orðið að veruleika með hjálp Bandaríkjanna undir sinni stjórn. „Hann mun gera það rétta því hann er of klár til þess að gera það ekki, og hann vill ekki bregðast vini sínum, forseta Trump!“....Chariman Kim has a great and beautiful vision for his country, and only the United States, with me as President, can make that vision come true. He will do the right thing because he is far too smart not to, and he does not want to disappoint his friend, President Trump! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 2, 2019
Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Eldflaugatilraunir Norður-Kóreu ætlaðar til að vara Suður-Kóreu við frekara hernaðarbrölti Eldflaugatilraunir Norður-Kóreu í gær voru ætlaðar til þess að vara nágrannaríkið Suður-Kóreu við afleiðingum þess ef ríkið lætur ekki af áætluðum heræfingum og vopnaþróun. 25. júlí 2019 23:41 Ekkert lát á eldflaugatilraunum Norður-Kóreu Norður-Kórea hefur skotið tveimur skotflaugum sem yfirvöld í Suður Kóreu segja nýja tegund stuttdrægra skotflauga. 2. ágúst 2019 12:45 Norður-Kóreumenn sagðir hafa skotið upp óþekktum skeytum Ekki er liðin vika síðan Norður-Kóreumenn skutu tveimur flugskeytum í Austurhaf til þess að vara nágranna sína í suðri við áframhaldandi hernaðarbrölti. 30. júlí 2019 22:32 Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Erlent Leikaraverkfalli aflýst Innlent Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Erlent Fleiri fréttir Helsti keppinautur Erdogan um forsetastólinn handtekinn í Istanbul Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Ungverska þingið bannar alla Pride viðburði Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Sjá meira
Eldflaugatilraunir Norður-Kóreu ætlaðar til að vara Suður-Kóreu við frekara hernaðarbrölti Eldflaugatilraunir Norður-Kóreu í gær voru ætlaðar til þess að vara nágrannaríkið Suður-Kóreu við afleiðingum þess ef ríkið lætur ekki af áætluðum heræfingum og vopnaþróun. 25. júlí 2019 23:41
Ekkert lát á eldflaugatilraunum Norður-Kóreu Norður-Kórea hefur skotið tveimur skotflaugum sem yfirvöld í Suður Kóreu segja nýja tegund stuttdrægra skotflauga. 2. ágúst 2019 12:45
Norður-Kóreumenn sagðir hafa skotið upp óþekktum skeytum Ekki er liðin vika síðan Norður-Kóreumenn skutu tveimur flugskeytum í Austurhaf til þess að vara nágranna sína í suðri við áframhaldandi hernaðarbrölti. 30. júlí 2019 22:32