Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Samúel Karl Ólason skrifar 18. mars 2025 14:38 John „Paddy“ Hemingway lést á heimili sínu í gær. Hann var 105 ára gamall. Talið er að hann sé síðastur „hinna fáu“, flugmanna sem vörðu Bretland gegn þýska fluhernum í orrustunni um Bretland árið 1940. Flugher Bretlands John „Paddy“ Hemingway, sem kallaður hefur verið síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland, er látinn. Hann var 105 ára gamall en þegar hann var 21 árs gamall varði hann Bretlandseyjar í háloftunum gegn þýskum flugmönnum í seinni heimsstyrjöldinni. Hemingway var upprunalega frá Dublin en gekk til liðs við flugher Bretlands sem táningur á árunum fyrir seinni heimsstyrjöldina. Þegar hann var nítján ára gamall flaug hann Hurricane herflugvél yfir Frakklandi og varði síðar breska og franska hermenn á undanhaldi þeirra frá Dunkirk, samkvæmt tilkynningu á vef breska flughersins. Yfir ellefu daga tímabil í maí 1940 skaut flugsveit hans að minnsta kosti níutíu þýskar flugvélar niður yfir Frakklandi. Hemingway flaug Hurricane herflugvél í seinni heimsstyrjöldinni.Flugher Bretlands Orrustan um Bretland stóð yfir í rúma þrjá mánuði og hafa flugmennirnir sem vörðu Bretlandseyjar lengi verið kallaðir „hinir fáu“. Er það tilvísun í ræðu Winstons Churchill um að aldrei í sögunni hefðu svo margir skuldað svo fáum eins mikið. Hemingway var síðasti eftirlifandi flugmaðurinn sem tók þátt í þessum átökum. Í frétt BBC segir að Hemingway hafi fjórum sinnum á ferlinum þurft að yfirgefa flugvél sína, bæði vegna þess að hann var skotinn niður og vegna bilana. Hann var svo árið 1941 heiðraður fyrir þjónustu sína og hugrekki. Þá þurfti hann að ferðast á fund kóngsins til að taka við orðunni en flugvélin sem hann var farþegi í brotlenti við flugtak. Hemingway á árum áður.Flugher Bretlands Bretland Seinni heimsstyrjöldin Andlát Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Fleiri fréttir Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Sjá meira
Hemingway var upprunalega frá Dublin en gekk til liðs við flugher Bretlands sem táningur á árunum fyrir seinni heimsstyrjöldina. Þegar hann var nítján ára gamall flaug hann Hurricane herflugvél yfir Frakklandi og varði síðar breska og franska hermenn á undanhaldi þeirra frá Dunkirk, samkvæmt tilkynningu á vef breska flughersins. Yfir ellefu daga tímabil í maí 1940 skaut flugsveit hans að minnsta kosti níutíu þýskar flugvélar niður yfir Frakklandi. Hemingway flaug Hurricane herflugvél í seinni heimsstyrjöldinni.Flugher Bretlands Orrustan um Bretland stóð yfir í rúma þrjá mánuði og hafa flugmennirnir sem vörðu Bretlandseyjar lengi verið kallaðir „hinir fáu“. Er það tilvísun í ræðu Winstons Churchill um að aldrei í sögunni hefðu svo margir skuldað svo fáum eins mikið. Hemingway var síðasti eftirlifandi flugmaðurinn sem tók þátt í þessum átökum. Í frétt BBC segir að Hemingway hafi fjórum sinnum á ferlinum þurft að yfirgefa flugvél sína, bæði vegna þess að hann var skotinn niður og vegna bilana. Hann var svo árið 1941 heiðraður fyrir þjónustu sína og hugrekki. Þá þurfti hann að ferðast á fund kóngsins til að taka við orðunni en flugvélin sem hann var farþegi í brotlenti við flugtak. Hemingway á árum áður.Flugher Bretlands
Bretland Seinni heimsstyrjöldin Andlát Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Fleiri fréttir Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Sjá meira