Erlent

Kona sprengdi sig upp við sjúkrahús í Pakistan

Kjartan Kjartansson skrifar
Starfsmenn sjúkrahússins skoða sig um þar sem kona sprengdi sig í loft upp í dag.
Starfsmenn sjúkrahússins skoða sig um þar sem kona sprengdi sig í loft upp í dag. Vísir/AP
Sjö manns létust og þrjátíu til viðbótar særðust þegar kona sprengdi sjálfa sig í loft upp við sjúkrahús í Pakistan í dag. Sprengingin varð þegar sjúkraflutningamenn komu með fórnarlömb skotárásar á lögreglumenn á sjúkrahúsið.

Yfirvöld telja að um skipulagt hryðjuverk talibana hafi verið að ræða. Fyrst hófu byssumenn á bifhjóli skothríð á lögreglumenn í íbúðarhverfi í borginni Dera Ismail Khan og felldu tvo þeirra. Konan sprengdi sig svo í loft upp við inngang sjúkrahússins þangað sem lögreglumenn sem særðust voru fluttir.

Fjórir lögreglumenn og þrír óbreyttir borgarar sem voru að heimsækja ástvini létust í sjálfsmorðssprengingunni. Átta lögreglumenn eru sagðir á meðal þeirra særðu en margir þeirra eru þungt haldnir.

Bráðamóttaka sjúkrahússins skemmdist í sprengingunni og þurfti að loka henni. Fórnarlömbin voru þá flutt á hersjúkrahús, að sögn AP-fréttastofunnar.

Talibanar hafa lýst ábyrgð á ódæðinu en þeir hafa staðið fyrir fjölda slíkra árása í landinu í vel á annan áratug. Sjaldgæft er að konur fremji sjálfsmorðsárásir sem þessar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×