Margrét fékk krabbamein en náði samt að klára FECC fyrst íslenskra kvenna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2019 12:00 Margrét Sturlaugsdóttir þegar hún var að þjálfa Breiðablik. Hún varð að hætta með liðið vegna veikinda sinna. Vísir/Daníel Þór Körfuboltaþjálfararnir Margrét Sturlaugsdóttir og Sævaldur Bjarnason útskrifuðust um helgina úr FECC skóla FIBA í Tel Aviv í Ísrael og bættust þar með í hóp útvalda íslenskra körfuboltaþjálfara sem hafa klárað þetta nám. Margrét og Sævaldur eru númer sjö og átta í röðinni en hinir sem hafa klárað skólann eru Einar Árni Jóhannsson, Ingi Þór Steinþórsson, Hjalti Þór Vilhjálmsson, Ágúst Björgvinsson, Lárus Jónsson og Hallgrímur Brynjólfsson. Margrét er því fyrsta íslenska konan sem nær að klára þetta próf en það er evrópskt réttindanám í þjálfun körfubolta með áherslu á uppbyggingu afreksmanna/kvenna í körfubolta og kallast FECC eða FIBA Europe coaching certificate. Þetta var tveggja ára nám, þrjár sumarannir með krefjandi heimaverkefnum og heimildaritgerðum. Farið var á þrjú evrópumót A-deildar fylgst með og lært af þeim bestu. Þar með er ekki öll sagan sögð því Margrét Sturlaugsdóttir sýndi mikinn styrk og mikla þrautseigju í miðju náminu. Hún fékk krabbamein en hélst samt ótrauð áfram og kláraði prófið sem er eftirtektarverður árangur. „Hvað mig varðar þá var náttúrulega óheppilegt að greinast með krabbamein stuttu eftir fyrstu lotu en ég ákvað strax að nota það ekki sem neina afsökun þó að það hafi oft verið eilítið flókið en ég þurfti ég að fara til Riga á annarri önn hárlaus og frekar illa útlítandi, en með samþykki um að vera með sérvalið sjúkrahús sem ég gæti leitað ef eitthvað kæmi upp á. Það kom ekki til greina að að nýta ekki plássið fyrst ég varð fyrir valinu,“ sagði Margrét í viðtali við karfan.is. Lovísa Falsdóttir, dóttir Margrétar, sagði frá afrekum móður sinnar á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan.Mamma (@mstkef) útskrifaðist í dag úr FECC (FIBA Europe Coaching Certificate) náminu fyrst íslenskra kvenna. Hefur verið í þessu síðustu þrjú sumur, fékk krabbamein á meðan en rúllaði því líka upp. Mesti meistari sem fyrirfinnst, ég mun aldrei hætta að monta mig af þér pic.twitter.com/4QJHCYRNzn — Lovísa (@LovisaFals) July 21, 2019„Það er gaman að vera fyrsta íslenska konan sem sækir þessa gráðu en við vorum 11 kvenmenn af 66 sem hófu námið og þar af útskrifuðust 8 konur sem eru að þjálfa víðs vegar um Evrópu,“ bætti Margrét við. En hvernig ætlar Margrét að nýta námið. „Ég er er strax farin að huga að næsta skrefi en reyndar ekki búin að ákveða neitt. Það væri gaman að fara í að fræða aðra þjálfara eða jafnvel meira nám.. vantar fyrsta doktorinn í körfuboltafræðum á Íslandi nei segi svona… Ætli maður fari ekki að stússast eitthvað í körfubolta,“ sagði Margrét í viðtalinu við karfan.is. Það má finna viðtal karfan.is við Margréti og Sævald með því að smella hér. Falur Harðarson, eiginmaður Margrétar, er líka mjög ánægður með sína konu eins og sjá má hér fyrir neðan. Hann má líka vera það. Körfubolti Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Í beinni: England - Írland | Heimir gæti gert enskum grikk Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Sjá meira
Körfuboltaþjálfararnir Margrét Sturlaugsdóttir og Sævaldur Bjarnason útskrifuðust um helgina úr FECC skóla FIBA í Tel Aviv í Ísrael og bættust þar með í hóp útvalda íslenskra körfuboltaþjálfara sem hafa klárað þetta nám. Margrét og Sævaldur eru númer sjö og átta í röðinni en hinir sem hafa klárað skólann eru Einar Árni Jóhannsson, Ingi Þór Steinþórsson, Hjalti Þór Vilhjálmsson, Ágúst Björgvinsson, Lárus Jónsson og Hallgrímur Brynjólfsson. Margrét er því fyrsta íslenska konan sem nær að klára þetta próf en það er evrópskt réttindanám í þjálfun körfubolta með áherslu á uppbyggingu afreksmanna/kvenna í körfubolta og kallast FECC eða FIBA Europe coaching certificate. Þetta var tveggja ára nám, þrjár sumarannir með krefjandi heimaverkefnum og heimildaritgerðum. Farið var á þrjú evrópumót A-deildar fylgst með og lært af þeim bestu. Þar með er ekki öll sagan sögð því Margrét Sturlaugsdóttir sýndi mikinn styrk og mikla þrautseigju í miðju náminu. Hún fékk krabbamein en hélst samt ótrauð áfram og kláraði prófið sem er eftirtektarverður árangur. „Hvað mig varðar þá var náttúrulega óheppilegt að greinast með krabbamein stuttu eftir fyrstu lotu en ég ákvað strax að nota það ekki sem neina afsökun þó að það hafi oft verið eilítið flókið en ég þurfti ég að fara til Riga á annarri önn hárlaus og frekar illa útlítandi, en með samþykki um að vera með sérvalið sjúkrahús sem ég gæti leitað ef eitthvað kæmi upp á. Það kom ekki til greina að að nýta ekki plássið fyrst ég varð fyrir valinu,“ sagði Margrét í viðtali við karfan.is. Lovísa Falsdóttir, dóttir Margrétar, sagði frá afrekum móður sinnar á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan.Mamma (@mstkef) útskrifaðist í dag úr FECC (FIBA Europe Coaching Certificate) náminu fyrst íslenskra kvenna. Hefur verið í þessu síðustu þrjú sumur, fékk krabbamein á meðan en rúllaði því líka upp. Mesti meistari sem fyrirfinnst, ég mun aldrei hætta að monta mig af þér pic.twitter.com/4QJHCYRNzn — Lovísa (@LovisaFals) July 21, 2019„Það er gaman að vera fyrsta íslenska konan sem sækir þessa gráðu en við vorum 11 kvenmenn af 66 sem hófu námið og þar af útskrifuðust 8 konur sem eru að þjálfa víðs vegar um Evrópu,“ bætti Margrét við. En hvernig ætlar Margrét að nýta námið. „Ég er er strax farin að huga að næsta skrefi en reyndar ekki búin að ákveða neitt. Það væri gaman að fara í að fræða aðra þjálfara eða jafnvel meira nám.. vantar fyrsta doktorinn í körfuboltafræðum á Íslandi nei segi svona… Ætli maður fari ekki að stússast eitthvað í körfubolta,“ sagði Margrét í viðtalinu við karfan.is. Það má finna viðtal karfan.is við Margréti og Sævald með því að smella hér. Falur Harðarson, eiginmaður Margrétar, er líka mjög ánægður með sína konu eins og sjá má hér fyrir neðan. Hann má líka vera það.
Körfubolti Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Í beinni: England - Írland | Heimir gæti gert enskum grikk Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Sjá meira