Anton Sveinn með þriðja Íslandsmetið sitt á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júlí 2019 06:00 Anton Sveinn McKee er að bæta Íslandsmetin sín á HM. Mynd/SSÍ/Simone Castrovillari Anton Sveinn McKee og Snæfríður Sól Jórunnardóttir kepptu í nótt á heimsmeistaramótinu í 50 metra laug í Gwangju í Kína. Hvorugt þeirra komst áfram en Anton Sveinn bætti Íslandsmetið. Anton Sveinn McKee hafði sett tvö Íslandsmet fyrr á mótinu, í 50 og 100 metra bringusundi, og nú bætti hann annað þeirra. Anton Sveinn bætti Íslandsmetið í 50 metra bringusundi um tuttugu hundraðshluta úr sekúndu þegar hann kom í mark á 27,46 sekúndum. Anton endaði í 20. sæti í undanrásunum en hefði þurft að synda á 27,33 sekúndum til að komast í milliriðla. „Sundið hans Antons Sveins hér í morgun var taktfast og hann náði að nýta sundtökin vel. Hann fer nú að undirbúa sig fyrir 200 metra bringusundið á fimmtudag og segir að það sé jákvætt að finna hraðan og kraftinn sem hann hefur. Nú sé að nýta það sem best fyrir 200 metrana,“ segir í fréttatilkynningu frá Sundsambandi Íslands. Það gekk ekki eins vel hjá Snæfríði Sól Jórunnardóttur sem var mjög langt frá sínu besta í 200 metra skriðsundi. Þetta var henna fyrsta sund á HM og kannski voru taugarnar eitthvað að trufla hana. Snæfríður Sól synti á 2:07,43 mín. en Íslandsmetið hennar er 2:01,82 mín. frá því í Danmörku fyrir ári síðan. Hún endaði í 41. sæti í undanrásunum en það þurfti að synda á 1:59.18 mín. til að komast í milliriðla. „Snæfríður átti ágæta byrjun og eftir 100 metra var tíminn hennar 58,34, en í síðasta legg sundsins dró heldur af henni, hún missti hraðann og taktinn í sundinu, þannig að hún er um 9 sekúndum hægari á síðari hlutanum en þeim fyrri,“ segir í fréttatilkynningu frá Sundsambandi Íslands. Athygli vakti að hún var ekki tilbúin að gefa fréttaritara Sundsamband Íslands stuttu viðtal um sundið. „Snæfríður vildi fá tækifæri til að ræða við þjálfarana og átta sig á því hvað hefði farið úrskeiðis áður en hún tjáði sig um sundið, en hún hefur þegar hafði undirbúning fyrir 100 metra skriðsund sem hún syndir n.k. fimmtudag,“ segir í fyrrnefndri fréttatilkynningu.Snæfríður Sól Jórunnardóttir átti ekki góðan dag.Mynd/SSÍ/Simone Castrovillari Sund Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
Anton Sveinn McKee og Snæfríður Sól Jórunnardóttir kepptu í nótt á heimsmeistaramótinu í 50 metra laug í Gwangju í Kína. Hvorugt þeirra komst áfram en Anton Sveinn bætti Íslandsmetið. Anton Sveinn McKee hafði sett tvö Íslandsmet fyrr á mótinu, í 50 og 100 metra bringusundi, og nú bætti hann annað þeirra. Anton Sveinn bætti Íslandsmetið í 50 metra bringusundi um tuttugu hundraðshluta úr sekúndu þegar hann kom í mark á 27,46 sekúndum. Anton endaði í 20. sæti í undanrásunum en hefði þurft að synda á 27,33 sekúndum til að komast í milliriðla. „Sundið hans Antons Sveins hér í morgun var taktfast og hann náði að nýta sundtökin vel. Hann fer nú að undirbúa sig fyrir 200 metra bringusundið á fimmtudag og segir að það sé jákvætt að finna hraðan og kraftinn sem hann hefur. Nú sé að nýta það sem best fyrir 200 metrana,“ segir í fréttatilkynningu frá Sundsambandi Íslands. Það gekk ekki eins vel hjá Snæfríði Sól Jórunnardóttur sem var mjög langt frá sínu besta í 200 metra skriðsundi. Þetta var henna fyrsta sund á HM og kannski voru taugarnar eitthvað að trufla hana. Snæfríður Sól synti á 2:07,43 mín. en Íslandsmetið hennar er 2:01,82 mín. frá því í Danmörku fyrir ári síðan. Hún endaði í 41. sæti í undanrásunum en það þurfti að synda á 1:59.18 mín. til að komast í milliriðla. „Snæfríður átti ágæta byrjun og eftir 100 metra var tíminn hennar 58,34, en í síðasta legg sundsins dró heldur af henni, hún missti hraðann og taktinn í sundinu, þannig að hún er um 9 sekúndum hægari á síðari hlutanum en þeim fyrri,“ segir í fréttatilkynningu frá Sundsambandi Íslands. Athygli vakti að hún var ekki tilbúin að gefa fréttaritara Sundsamband Íslands stuttu viðtal um sundið. „Snæfríður vildi fá tækifæri til að ræða við þjálfarana og átta sig á því hvað hefði farið úrskeiðis áður en hún tjáði sig um sundið, en hún hefur þegar hafði undirbúning fyrir 100 metra skriðsund sem hún syndir n.k. fimmtudag,“ segir í fyrrnefndri fréttatilkynningu.Snæfríður Sól Jórunnardóttir átti ekki góðan dag.Mynd/SSÍ/Simone Castrovillari
Sund Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira