Fjölskylda sem missti barn fyrir borð hyggst lögsækja rekstraraðila skipsins Eiður Þór Árnason skrifar 24. júlí 2019 21:05 Skemmtiferðaskipið sem um ræðir er það stærsta í heimi. Vísir/AP Bandarísk fjölskylda sem missti dóttur sína þegar hún féll fyrir borð á skemmtiferðaskipi í byrjun júlí, hyggst lögsækja rekstraraðila þess vegna slyssins. Þetta kom fram í viðtali fjölskyldunnar við bandarísku sjónvarpsstöðina NBC. Chloe Wiegand, sem var átján mánaða gömul þegar slysið átti sér stað, féll út um opinn glugga á skemmtiferðaskipinu Freedom of the Seas og lét lífið í kjölfarið. Skipið sem er gert út af fyrirtækinu Royal Caribbean Cruises, var við höfn í Púertó Ríkó þegar slysið átti sér stað. Fjölskyldan sem er frá Indiana í Bandaríkjunum, segist ætla að lögsækja fyrirtækið á þeim grundvelli að öryggi um borð hafi verið ófullnægjandi. Michael Winkleman, lögmaður fjölskyldunnar, hefur véfengt lögregluskýrsluna sem lögreglan í Puerto Rico vann í kjölfar slyssins en þar kemur fram að afi stelpunnar hafi misst hana út um gluggann á skipinu á meðan það var við höfn. Lögmaðurinn heldur þess í stað fram að Chloe hafi verið á leiksvæði ætlað börnum þegar hún hafi beðið afa sinn um að lyfta sér upp á handrið svo hún gæti bankað á einn gluggann. Stóð hún þar að hans sögn þegar hún datt skyndilega út um gluggann sem reyndist vera opinn. Móðir barnsins sagði í viðtali við NBC sjónvarpsstöðina að rekstraraðili skemmtiferðaskipsins hefði getað gert „milljón hluti“ til þess að koma í veg fyrir dauða dóttur sinnar og að óskiljanlegt væri hvers vegna glugginn hafi verið opinn án þess að hafa skerm til að koma í veg fyrir slíkt óhapp. Að þeirra sögn tjáði fyrirtækið Royal Caribbean Cruises þeim að glugginn hafi verið opinn í þeim tilgangi að loftræsta rýmið. Bandaríkin Púertó Ríkó Tengdar fréttir Skyggnst inn í Drottninguna við Skarfabakka Farþegaskipið Queen Mary 2 lagðist að bryggju við Skarfabakka í Reykjavík í morgun. 19. júlí 2019 22:12 Fimm slasaðir eftir að skemmtiferðaskip lenti á fljótabát Vélarbilun olli því að ekki var hægt að draga úr hraða skipsins er það sigldi í gegn um skipaskurð í Feneyjum. 2. júní 2019 12:31 Telja skemmtiferðaskipin á réttri leið í mengunarmálum Hafnarstjórar Faxaflóahafna og Akureyrarhafnar eru sammála því að langt sé í að stærstu skemmtiferðaskipin geti tengst rafmagni í höfnum landsins sem myndi draga úr loftmengun. Fyrst þurfi að byggja upp innviði sem dugi minni skipunum. Komum skemmtiferðaskipa hefur fjölgað mikið á undanförnum árum. 20. júlí 2019 07:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Fleiri fréttir Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Sjá meira
Bandarísk fjölskylda sem missti dóttur sína þegar hún féll fyrir borð á skemmtiferðaskipi í byrjun júlí, hyggst lögsækja rekstraraðila þess vegna slyssins. Þetta kom fram í viðtali fjölskyldunnar við bandarísku sjónvarpsstöðina NBC. Chloe Wiegand, sem var átján mánaða gömul þegar slysið átti sér stað, féll út um opinn glugga á skemmtiferðaskipinu Freedom of the Seas og lét lífið í kjölfarið. Skipið sem er gert út af fyrirtækinu Royal Caribbean Cruises, var við höfn í Púertó Ríkó þegar slysið átti sér stað. Fjölskyldan sem er frá Indiana í Bandaríkjunum, segist ætla að lögsækja fyrirtækið á þeim grundvelli að öryggi um borð hafi verið ófullnægjandi. Michael Winkleman, lögmaður fjölskyldunnar, hefur véfengt lögregluskýrsluna sem lögreglan í Puerto Rico vann í kjölfar slyssins en þar kemur fram að afi stelpunnar hafi misst hana út um gluggann á skipinu á meðan það var við höfn. Lögmaðurinn heldur þess í stað fram að Chloe hafi verið á leiksvæði ætlað börnum þegar hún hafi beðið afa sinn um að lyfta sér upp á handrið svo hún gæti bankað á einn gluggann. Stóð hún þar að hans sögn þegar hún datt skyndilega út um gluggann sem reyndist vera opinn. Móðir barnsins sagði í viðtali við NBC sjónvarpsstöðina að rekstraraðili skemmtiferðaskipsins hefði getað gert „milljón hluti“ til þess að koma í veg fyrir dauða dóttur sinnar og að óskiljanlegt væri hvers vegna glugginn hafi verið opinn án þess að hafa skerm til að koma í veg fyrir slíkt óhapp. Að þeirra sögn tjáði fyrirtækið Royal Caribbean Cruises þeim að glugginn hafi verið opinn í þeim tilgangi að loftræsta rýmið.
Bandaríkin Púertó Ríkó Tengdar fréttir Skyggnst inn í Drottninguna við Skarfabakka Farþegaskipið Queen Mary 2 lagðist að bryggju við Skarfabakka í Reykjavík í morgun. 19. júlí 2019 22:12 Fimm slasaðir eftir að skemmtiferðaskip lenti á fljótabát Vélarbilun olli því að ekki var hægt að draga úr hraða skipsins er það sigldi í gegn um skipaskurð í Feneyjum. 2. júní 2019 12:31 Telja skemmtiferðaskipin á réttri leið í mengunarmálum Hafnarstjórar Faxaflóahafna og Akureyrarhafnar eru sammála því að langt sé í að stærstu skemmtiferðaskipin geti tengst rafmagni í höfnum landsins sem myndi draga úr loftmengun. Fyrst þurfi að byggja upp innviði sem dugi minni skipunum. Komum skemmtiferðaskipa hefur fjölgað mikið á undanförnum árum. 20. júlí 2019 07:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Fleiri fréttir Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Sjá meira
Skyggnst inn í Drottninguna við Skarfabakka Farþegaskipið Queen Mary 2 lagðist að bryggju við Skarfabakka í Reykjavík í morgun. 19. júlí 2019 22:12
Fimm slasaðir eftir að skemmtiferðaskip lenti á fljótabát Vélarbilun olli því að ekki var hægt að draga úr hraða skipsins er það sigldi í gegn um skipaskurð í Feneyjum. 2. júní 2019 12:31
Telja skemmtiferðaskipin á réttri leið í mengunarmálum Hafnarstjórar Faxaflóahafna og Akureyrarhafnar eru sammála því að langt sé í að stærstu skemmtiferðaskipin geti tengst rafmagni í höfnum landsins sem myndi draga úr loftmengun. Fyrst þurfi að byggja upp innviði sem dugi minni skipunum. Komum skemmtiferðaskipa hefur fjölgað mikið á undanförnum árum. 20. júlí 2019 07:15