Tveir hjólreiðamenn reknir úr Tour de France Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2019 08:00 Luke Rowe, til hægri, var rekinn út keppninni í gær. EPA/MARCO BERTORELLO Frakklandshjólreiðarnar, Tour de France, eru nú í fullum gangi en sautjándi keppnisdagurinn fór fram í gær. Tveir keppendur geta þó farið að pakka saman þótt enn séu fjórar sérleiðir eftir. Forráðamenn Tour de France ákváðu nefnilega að reka tvo hjólreiðamenn úr Tour de France í gær fyrir slagsmál á þessari umræddu sautjándu sérleið. Þetta eru Bretinn Luke Rowe og Þjóðverjinn Tony Martin en þeim lenti saman undir lok leiðarinnar. Þeir Lowe og Martin sáust hrinda hvorum öðrum undir lokin á þessari 200 kílómetra sautjándu leið. Rowe talaði um að þeir hafi bara við að berjast um stöðu og að þeir höfðu tekist í hendur eftir keppni dagsins. Það dugði þó ekki til að losna við þessa hörðu refsingu enda hafa báðir lokið sautján keppnisdögum af 21. Liðssamvinnan skiptir máli í Tour de France og því bitnar fjarvera þeirra ekki aðeins á þeim sjálfum heldur einnig á liði þeirra. Luke Rowe er sem dæmi liðsfélagi Geraint Thomas hjá Ineos-liðinu en Thomas vann Frakklandshjólreiðarnar í fyrra. Tony Martin er liðsfélagi Steven Kruijswijk hjá Jumbo-Visma liðinu. Geraint Thomas missti líka liðsfélaga í fyrra en Gianni Moscon dæmdur úr leik í Tour de France 2018 fyrir kýla keppinaut. Liðin þeirra Luke Rowe og Tony Martin hafa áfrýjað þessum dómi sem mörgum þykir vera mjög harður. Luke Rowe og Tony Martin eru samt búnir að leysa sína mál og þeir birtu sameiginlega afsökunarbeiðni sem má sjá hér fyrir neðan. Frakkinn Julian Alaphilippe er í forystu eftir sautján keppnisdaga en í öðru sæti er Geraint Thomas. Þriðji er síðan Steven Kruijswijk. Alaphilippe tók forystuna á áttunda degi og hefur haldið henni síðan. Hjólreiðar Frakklandshjólreiðarnar Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Sjá meira
Frakklandshjólreiðarnar, Tour de France, eru nú í fullum gangi en sautjándi keppnisdagurinn fór fram í gær. Tveir keppendur geta þó farið að pakka saman þótt enn séu fjórar sérleiðir eftir. Forráðamenn Tour de France ákváðu nefnilega að reka tvo hjólreiðamenn úr Tour de France í gær fyrir slagsmál á þessari umræddu sautjándu sérleið. Þetta eru Bretinn Luke Rowe og Þjóðverjinn Tony Martin en þeim lenti saman undir lok leiðarinnar. Þeir Lowe og Martin sáust hrinda hvorum öðrum undir lokin á þessari 200 kílómetra sautjándu leið. Rowe talaði um að þeir hafi bara við að berjast um stöðu og að þeir höfðu tekist í hendur eftir keppni dagsins. Það dugði þó ekki til að losna við þessa hörðu refsingu enda hafa báðir lokið sautján keppnisdögum af 21. Liðssamvinnan skiptir máli í Tour de France og því bitnar fjarvera þeirra ekki aðeins á þeim sjálfum heldur einnig á liði þeirra. Luke Rowe er sem dæmi liðsfélagi Geraint Thomas hjá Ineos-liðinu en Thomas vann Frakklandshjólreiðarnar í fyrra. Tony Martin er liðsfélagi Steven Kruijswijk hjá Jumbo-Visma liðinu. Geraint Thomas missti líka liðsfélaga í fyrra en Gianni Moscon dæmdur úr leik í Tour de France 2018 fyrir kýla keppinaut. Liðin þeirra Luke Rowe og Tony Martin hafa áfrýjað þessum dómi sem mörgum þykir vera mjög harður. Luke Rowe og Tony Martin eru samt búnir að leysa sína mál og þeir birtu sameiginlega afsökunarbeiðni sem má sjá hér fyrir neðan. Frakkinn Julian Alaphilippe er í forystu eftir sautján keppnisdaga en í öðru sæti er Geraint Thomas. Þriðji er síðan Steven Kruijswijk. Alaphilippe tók forystuna á áttunda degi og hefur haldið henni síðan.
Hjólreiðar Frakklandshjólreiðarnar Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Sjá meira