Hitamet slegið í París og hlýnar enn Kjartan Kjartansson skrifar 25. júlí 2019 12:40 Parísarbúar reyna að kæla sig í gosbrunni við Louvre-safnið. AP/Rafael Yaghobzadeh Yfirvöld í Frakklandi vara við því að enn hlýni þar í veðri í annarri hitabylgjunni sem gengur yfir Evrópu á þessu sumri. Hitamet var slegið í París þegar mælirinn sýndi 40,6°C í gær. Fleiri meti gætu fallið annars staðar í álfunni þegar hitabylgjan nær hámarki sínu. Rautt viðbúnaðarstig er nú í norðanverðu Frakklandi vegna hitans. Spáð er allt að 42-43°C hita þar í dag. Í Belgíu, Þýskalandi og Hollandi gætu hitamet verið slegin í annað skipti á jafnmörgum dögum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þá er spáð allt að 39°C hita á Bretlandi í dag. AP-fréttastofan hefur eftir frönsku veðurstofunni að hitametið í París hafi verið slegið síðdegis í gær. Fyrra met hafði staðið frá árinu 1947. Franskt hitamet var slegið í hitabylgjunni í júní þegar hann mældist 46°C í sunnanverðu landinu. Í Frakklandi hafa yfirvöld hvatt fólk til að forðast ferðalög og að vinna heiman frá sér hafi það tök á því. Barnaheimilum hefur verið lokað vegna hitans. Fimm eru taldir látnir af völdum hitans þar í landi. Í Hollandi drápust hundruð svína þegar loftræsting brást á búa þar og yfirvöld hafa varða við mengunarþoku í borgum. Í norðanverðu Þýskalandi er varað við því að fiskar og skelfiskur gæti drepist þar sem ár og vötn hafa þornað upp. Á Bretlandi er lestum ekið hægar til að forðast að teinarnir láti undan í stækjunni. Hitabylgjur eiga sér stað náttúrulega en hnattræn hlýnun af völdum manna er talin auka líkurnar á þeim og gera þær ákafari. Meginorsök hnattrænnar hlýnunar er losun manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti. Belgía Bretland Frakkland Holland Loftslagsmál Þýskaland Tengdar fréttir Hiti gæti náð 38 stigum í Evrópu þegar hættuleg hitabylgja fer yfir álfuna Talið er að hitabylgjan muni hafa víðtæk áhrif á stóran hluta meginlands Evrópu. 21. júlí 2019 20:15 Orkufyrirtæki gagnrýnt fyrir að hafa vísvitandi slegið út rafmagni í miðri hitabylgju Rafmagnsleysið kemur á sérstaklega óheppilegum tíma þar sem borgin glímir samhliða því við hitabylgju sem hefur leitt til mikillar orkunotkunar. Hitastig í borginni hefur sums staðar farið yfir 32 stig og keppast íbúar við að kæla sig niður. 22. júlí 2019 12:26 Spáir methita víða í Evrópu í annarri hitabylgju sumarsins Rauð viðvörun vegna hita og hættu á kjarreldum er í gildi í nokkrum löndum Evrópu. 24. júlí 2019 07:45 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira
Yfirvöld í Frakklandi vara við því að enn hlýni þar í veðri í annarri hitabylgjunni sem gengur yfir Evrópu á þessu sumri. Hitamet var slegið í París þegar mælirinn sýndi 40,6°C í gær. Fleiri meti gætu fallið annars staðar í álfunni þegar hitabylgjan nær hámarki sínu. Rautt viðbúnaðarstig er nú í norðanverðu Frakklandi vegna hitans. Spáð er allt að 42-43°C hita þar í dag. Í Belgíu, Þýskalandi og Hollandi gætu hitamet verið slegin í annað skipti á jafnmörgum dögum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þá er spáð allt að 39°C hita á Bretlandi í dag. AP-fréttastofan hefur eftir frönsku veðurstofunni að hitametið í París hafi verið slegið síðdegis í gær. Fyrra met hafði staðið frá árinu 1947. Franskt hitamet var slegið í hitabylgjunni í júní þegar hann mældist 46°C í sunnanverðu landinu. Í Frakklandi hafa yfirvöld hvatt fólk til að forðast ferðalög og að vinna heiman frá sér hafi það tök á því. Barnaheimilum hefur verið lokað vegna hitans. Fimm eru taldir látnir af völdum hitans þar í landi. Í Hollandi drápust hundruð svína þegar loftræsting brást á búa þar og yfirvöld hafa varða við mengunarþoku í borgum. Í norðanverðu Þýskalandi er varað við því að fiskar og skelfiskur gæti drepist þar sem ár og vötn hafa þornað upp. Á Bretlandi er lestum ekið hægar til að forðast að teinarnir láti undan í stækjunni. Hitabylgjur eiga sér stað náttúrulega en hnattræn hlýnun af völdum manna er talin auka líkurnar á þeim og gera þær ákafari. Meginorsök hnattrænnar hlýnunar er losun manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti.
Belgía Bretland Frakkland Holland Loftslagsmál Þýskaland Tengdar fréttir Hiti gæti náð 38 stigum í Evrópu þegar hættuleg hitabylgja fer yfir álfuna Talið er að hitabylgjan muni hafa víðtæk áhrif á stóran hluta meginlands Evrópu. 21. júlí 2019 20:15 Orkufyrirtæki gagnrýnt fyrir að hafa vísvitandi slegið út rafmagni í miðri hitabylgju Rafmagnsleysið kemur á sérstaklega óheppilegum tíma þar sem borgin glímir samhliða því við hitabylgju sem hefur leitt til mikillar orkunotkunar. Hitastig í borginni hefur sums staðar farið yfir 32 stig og keppast íbúar við að kæla sig niður. 22. júlí 2019 12:26 Spáir methita víða í Evrópu í annarri hitabylgju sumarsins Rauð viðvörun vegna hita og hættu á kjarreldum er í gildi í nokkrum löndum Evrópu. 24. júlí 2019 07:45 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira
Hiti gæti náð 38 stigum í Evrópu þegar hættuleg hitabylgja fer yfir álfuna Talið er að hitabylgjan muni hafa víðtæk áhrif á stóran hluta meginlands Evrópu. 21. júlí 2019 20:15
Orkufyrirtæki gagnrýnt fyrir að hafa vísvitandi slegið út rafmagni í miðri hitabylgju Rafmagnsleysið kemur á sérstaklega óheppilegum tíma þar sem borgin glímir samhliða því við hitabylgju sem hefur leitt til mikillar orkunotkunar. Hitastig í borginni hefur sums staðar farið yfir 32 stig og keppast íbúar við að kæla sig niður. 22. júlí 2019 12:26
Spáir methita víða í Evrópu í annarri hitabylgju sumarsins Rauð viðvörun vegna hita og hættu á kjarreldum er í gildi í nokkrum löndum Evrópu. 24. júlí 2019 07:45