Erlent

Sextán landgönguliðar handteknir sakaðir um aðild að smygli á fólki

Eiður Þór Árnason skrifar
Við rannsókn á smyglinu komu fram upplýsingar sem bentu til aðildar nokkurra landgönguliða að ólöglegum fíkniefnabrotum.
Við rannsókn á smyglinu komu fram upplýsingar sem bentu til aðildar nokkurra landgönguliða að ólöglegum fíkniefnabrotum. Vísir/AP
Sextán bandarískir landgönguliðar voru handteknir í Suður-Kaliforníu í dag, sakaðir um aðild að smyglun á fólki og fíkniefnabrotum.

Embættismenn innan bandaríska hersins greindu frá því að þeir hafi verið handteknir í Pendleton herstöðinni í Suður-Kaliforníu og að ásakanirnar séu byggðar á upplýsingum fengnum úr fyrri rannsókn sem skoðaði smygl á fólki.

Minnst átta aðrir landgönguliðar eru einnig sagðir hafa verið yfirheyrðir vegna mögulegrar þátttöku sinnar í hinum meintu eiturlyfjabrotum.

Þau brot eru ekki sögð tengjast smyglun á fíkniefnum yfir landamærin við Mexíkó.

Tveir aðrir landgönguliðar voru settir í gæsluvarðhald þann þriðja júlí síðastliðinn, sakaðir um að hafa hjálpað til við að smygla óskráðum innflytjendum yfir syðri landamæri Bandaríkjanna yfir til San Diego í Kaliforníu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×