Nýi Herjólfur: Vonandi eru vandamálin frá Jóhann K. Jóhannsson og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 26. júlí 2019 11:05 Frá fyrstu siglingu Nýja Herjólfs í gær. Vísir/Magnús Hlynur Nýi Herjólfur fór í sína fyrstu siglingu á milli lands og Eyja í gærkvöldi. Siglingin á nýja skipinu á að taka skemmri tíma en á því gamla og segir skipstjóri skipsins að farþegar eigi eftir að finna mestan mun á aðbúnaði um borð. Nýi Herjólfur, sem fengið hefur heitið Herjólfur IV, fór í jómfrúarsiglingu sína frá Vestmannaeyjum og til Landeyjahafnar í gærkvöldi. Fimmhundruð farþegar voru um borð, einn þeirra var Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjabæ, sem vonast til að samgöngur á milli lands og Eyja batni til muna.Hvernig gekk þessi fyrsta ferð?„Hún gekk bara frábærlega. Þetta var bara dásamlegt og bara gleðidagur,“ segir Íris.Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, sést hér önnur frá hægri um borð í Herjólfi í gær.Vísir/Magnús HlynurEr þetta flott og fínt skip?„Glæsilegt skip. Alveg frábært aðstaða um borð. fallegir og stórir gluggar sem er gaman að horfa út um, þannig að þetta er alveg yndislegt,“ segir Íris.Hverju mun þetta breyta fyrir ykkur Eyjamenn?„Skipið er hannað fyrir höfnina. Við ætlumst til þess að við getum siglt talsvert meira í þessa höfn en við höfum gert,“ segir Íris. Guðbjartur Ellert Jónsson framkvæmdastjóri Herjólfs segir að nú þegar skipið sé komið í notkun sé vandamál sem upp hafa komið vonandi fyrir bí. „Öllum nýjum skipum fylgja einhverjir „eftirkvillar“ og við erum bara að leysa úr þeim hægt og rólega og ekkert til þess að hafa áhyggjur af. Að setja nýtt skip í rekstur er töluverður pakki og það er búið að taka langan tíma og þjóðin öll veit hvernig málin voru með þetta skip hér,“ segir Guðbjartur.Ívar Torfason skipstjóri Herjólfs sagði Eyjamenn hafa beðið lengi eftir skipinu.Vísir/magnús hlynurSkipið mun sigla sjö ferðir á dag, alla daga ársins. Hámarksfarþegafjöldi er 540 og skipið getur tekið 75 bíla, sem eru 30% fleiri bílar en gamli Herjólfur gat tekið. Ívar Torfason skipstjóri Herjólfs sagði við tímamótin í gær að farþegar skipsins eigi eftir að finna mikinn mun á aðbúnaði. „Við erum búin að bíða lengi eftir skipinu og fólk virðist vera mjög ánægt með nýja fyrirkomulagið og nýja skipið. Þetta er bara skref inn í nútímann, skref inn í nútímann,“ segir Ívar.Eruð þið klárir fyrir Þjóðhátíð?„Við erum klárir fyrir Þjóðhátíð. Við erum að byrja í dag og við munum halda áfram.“ Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Nýi Herjólfur gallaður og þarf í slipp Nýi Herjólfur þarf að fara í slipp á Akureyri í haust eftir að í ljós kom að galli er í stöðugleikaugga skipsins. 19. júlí 2019 13:30 Þurfa að breyta bryggjum fyrir 100 milljónir vegna nýja Herjólfs Ráðist í framkvæmdir í haust. 25. júlí 2019 15:50 Hafnarmannvirkin í Landeyjahöfn og Eyjum enn til skoðunar vegna nýs Herjólfs Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segist vona að nýr Herjólfur hefji siglingar sem fyrst. 18. júlí 2019 12:37 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Nýi Herjólfur fór í sína fyrstu siglingu á milli lands og Eyja í gærkvöldi. Siglingin á nýja skipinu á að taka skemmri tíma en á því gamla og segir skipstjóri skipsins að farþegar eigi eftir að finna mestan mun á aðbúnaði um borð. Nýi Herjólfur, sem fengið hefur heitið Herjólfur IV, fór í jómfrúarsiglingu sína frá Vestmannaeyjum og til Landeyjahafnar í gærkvöldi. Fimmhundruð farþegar voru um borð, einn þeirra var Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjabæ, sem vonast til að samgöngur á milli lands og Eyja batni til muna.Hvernig gekk þessi fyrsta ferð?„Hún gekk bara frábærlega. Þetta var bara dásamlegt og bara gleðidagur,“ segir Íris.Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, sést hér önnur frá hægri um borð í Herjólfi í gær.Vísir/Magnús HlynurEr þetta flott og fínt skip?„Glæsilegt skip. Alveg frábært aðstaða um borð. fallegir og stórir gluggar sem er gaman að horfa út um, þannig að þetta er alveg yndislegt,“ segir Íris.Hverju mun þetta breyta fyrir ykkur Eyjamenn?„Skipið er hannað fyrir höfnina. Við ætlumst til þess að við getum siglt talsvert meira í þessa höfn en við höfum gert,“ segir Íris. Guðbjartur Ellert Jónsson framkvæmdastjóri Herjólfs segir að nú þegar skipið sé komið í notkun sé vandamál sem upp hafa komið vonandi fyrir bí. „Öllum nýjum skipum fylgja einhverjir „eftirkvillar“ og við erum bara að leysa úr þeim hægt og rólega og ekkert til þess að hafa áhyggjur af. Að setja nýtt skip í rekstur er töluverður pakki og það er búið að taka langan tíma og þjóðin öll veit hvernig málin voru með þetta skip hér,“ segir Guðbjartur.Ívar Torfason skipstjóri Herjólfs sagði Eyjamenn hafa beðið lengi eftir skipinu.Vísir/magnús hlynurSkipið mun sigla sjö ferðir á dag, alla daga ársins. Hámarksfarþegafjöldi er 540 og skipið getur tekið 75 bíla, sem eru 30% fleiri bílar en gamli Herjólfur gat tekið. Ívar Torfason skipstjóri Herjólfs sagði við tímamótin í gær að farþegar skipsins eigi eftir að finna mikinn mun á aðbúnaði. „Við erum búin að bíða lengi eftir skipinu og fólk virðist vera mjög ánægt með nýja fyrirkomulagið og nýja skipið. Þetta er bara skref inn í nútímann, skref inn í nútímann,“ segir Ívar.Eruð þið klárir fyrir Þjóðhátíð?„Við erum klárir fyrir Þjóðhátíð. Við erum að byrja í dag og við munum halda áfram.“
Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Nýi Herjólfur gallaður og þarf í slipp Nýi Herjólfur þarf að fara í slipp á Akureyri í haust eftir að í ljós kom að galli er í stöðugleikaugga skipsins. 19. júlí 2019 13:30 Þurfa að breyta bryggjum fyrir 100 milljónir vegna nýja Herjólfs Ráðist í framkvæmdir í haust. 25. júlí 2019 15:50 Hafnarmannvirkin í Landeyjahöfn og Eyjum enn til skoðunar vegna nýs Herjólfs Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segist vona að nýr Herjólfur hefji siglingar sem fyrst. 18. júlí 2019 12:37 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Nýi Herjólfur gallaður og þarf í slipp Nýi Herjólfur þarf að fara í slipp á Akureyri í haust eftir að í ljós kom að galli er í stöðugleikaugga skipsins. 19. júlí 2019 13:30
Þurfa að breyta bryggjum fyrir 100 milljónir vegna nýja Herjólfs Ráðist í framkvæmdir í haust. 25. júlí 2019 15:50
Hafnarmannvirkin í Landeyjahöfn og Eyjum enn til skoðunar vegna nýs Herjólfs Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segist vona að nýr Herjólfur hefji siglingar sem fyrst. 18. júlí 2019 12:37