Erlent

Táningar ákærðir fyrir hatursglæp vegna árásar á par í strætó

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Chris og Melania Geymonat birtu þessa mynd af sér eftir árásina í maí.
Chris og Melania Geymonat birtu þessa mynd af sér eftir árásina í maí. Mynd/Facebook
Fjórir táningar á aldrinum 15 til 17 ára hafa verið ákærðir fyrir hatursglæp í tengslum við líkamsárás á samkynhneigt par í strætisvagni í Lundúnum í maí síðastliðnum.

Parið, þær Melania Geymonat frá Úrúgvæ og Bandaríkjakonan Chris, voru á leið heim til sín í Camden í norðurhluta Lundúna að næturlagi þegar ráðist var á þær. Málið vakti heimsathygli en parið birti myndir af áverkum sínum á Facebook á sínum tíma.

Þá lýstu þær því að drengirnir hefðu skipað þeim að kyssast en þær neitað og þeir í kjölfarið gengið í skrokk á þeim og rænt þær.

Einn unglinganna einnig ákærður fyrir þjófnað og annar ákærður fyrir að hafa haft kannabis í fórum sínum. Drengirnir koma fyrir dómara í Lundúnum þann 21. ágúst næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×