Einhverjir erlendir gestir munu missa af Gleðigöngunni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. júlí 2019 18:45 Gleðiganga Hinsegin-daga verður farin viku seinna í ár en venja hefur verið. Ein ástæðan er vegna stórtónleika Ed Sheeran í Laugardalnum og spurning hvort Reykjavíkurborg hefði þolað tvo stórviðburði á einum degi. Dæmi eru um að erlendir gestir hátíðarinnar hafi verið búnir að bóka flug og gistingu, muni missa af göngunni. Tuttugu ár eru síðan Hinsegin dagar voru haldnir í fyrsta skipti a Íslandi og í tilefni tímamótanna verður blásið til mikilla hátíðahalda í Reykjavík frá 8. ágúst sem endar með árvissir Gleðigöngu í miðborginni. „Bæði eru 50 ár frá Stonewall og við erum að fagna 20 ára afmæli hér í Reykjavík þannig að við erum fyrst og fremst að lengja dagskrána. Dagskrá Hinsegin-daga stendur í tíu daga, ekki sex eins og síðustu ár. Við erum að bjóða upp á miklu fjölbreyttari og fleiri viðburði heldur en síðustu ár,“ segir Gunnlaugur. Fjölbreytileikanum hefur verið fagnað með Gleðigöngu helgina eftir Verslunarmannahelgi, frá því hún var farin fyrst en í ár verður breyting þar á og mun hún fara fram 17. ágúst. Tveimur vikum eftir Verslunarmannahelgi. „Við erum viku seinna á ferðinni, ef svo á segja, með gönguna en hátíðin, vissulega, byrja vikuna eftir Verslunarmannahelgi. Þetta er fyrst og fremst, eins og ég segi, til að gera okkur breiðari á þessu stóra ári,“ segir Gunnlaugur.Einhverjir erlendir gestir munu missa af Gleðigöngunni En breytingin hefur komið illa við þó nokkra og hefur fréttastofan upplýsingar um að bæði erlendir blaðamenn og erlendir gestir, sem vanið hafa komur sínar hingað til lands til þess að gera hátíðinni skil, missa af göngunni í ár. Flugfar og gisting var bókuð á síðasta ári og gengið út frá því að gangan yrði sömu helgi verið hefur. „Auðvitað er það líka staðreynd að á „okkar“ laugardegi verða stórtónleikar í Laugardalnum þannig að það má velta því fyrir sér hvort borgin hefði höndlað tvo stórviðburði á sama degi,“ segir Gunnlaugur. Við höfum svo sem ekki fengið þetta inn á borð til okkar, en auðvitað var kannski við því að búast en við tilkynntum þessar dagsetningar í október í fyrra þannig að þetta hefur legið fyrir í töluverðan tíma,“ segir Gunnlaugur.Fleiri bæjarhátíðir í nágrenni við Reykjavík Þá eru að minnsta kosti tvær bæjarhátíðir skipulagðar í nágrenni Reykjavíkur þessa helgi. Fjölskyldudagar í Vogum og Blómstrandi dagar í Hveragerði.Eruð þið ekkert hrædd um að aðsókn minnki á þær bæjarhátíðir með þessum breytingum? „Á móti erum við ekki að lenda ofan í Fiskideginum mikla þannig að þetta er alltaf eitthvað. Nei, ég held að við séum kannski ekki að fara, eða ég vona að við séum ekki að fara skemma fyrir öðrum hátíðum. Það er bara gaman að fólk geti valið,“ segir Gunnlaugur. Þá verður breyting á leiðarvali og mun Gleðigangan, sem hefst í ár við Hallgrímskirkju, fara niður niður Skólavörðustíg, niður Bankastræti og svo Lækjagötu í átt að Hljómskálagarðinum. Hinsegin Reykjavík Tengdar fréttir Hinsegin dagar árið 2019 verða tíu daga hátíð Hinsegin dagar fagna 20 ára afmæli á næsta ári. Til stendur að teygja verulega á hátíðinni af því tilefni og bjóoða upp á fleiri og stærri viðburði. Á sama tíma verða fimmtíu ár liðin frá Stonewall uppreisninni sem margir telja marka upphaf eiginlegrar réttindabaráttu hinsegin fólks. 25. október 2018 11:32 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Gleðiganga Hinsegin-daga verður farin viku seinna í ár en venja hefur verið. Ein ástæðan er vegna stórtónleika Ed Sheeran í Laugardalnum og spurning hvort Reykjavíkurborg hefði þolað tvo stórviðburði á einum degi. Dæmi eru um að erlendir gestir hátíðarinnar hafi verið búnir að bóka flug og gistingu, muni missa af göngunni. Tuttugu ár eru síðan Hinsegin dagar voru haldnir í fyrsta skipti a Íslandi og í tilefni tímamótanna verður blásið til mikilla hátíðahalda í Reykjavík frá 8. ágúst sem endar með árvissir Gleðigöngu í miðborginni. „Bæði eru 50 ár frá Stonewall og við erum að fagna 20 ára afmæli hér í Reykjavík þannig að við erum fyrst og fremst að lengja dagskrána. Dagskrá Hinsegin-daga stendur í tíu daga, ekki sex eins og síðustu ár. Við erum að bjóða upp á miklu fjölbreyttari og fleiri viðburði heldur en síðustu ár,“ segir Gunnlaugur. Fjölbreytileikanum hefur verið fagnað með Gleðigöngu helgina eftir Verslunarmannahelgi, frá því hún var farin fyrst en í ár verður breyting þar á og mun hún fara fram 17. ágúst. Tveimur vikum eftir Verslunarmannahelgi. „Við erum viku seinna á ferðinni, ef svo á segja, með gönguna en hátíðin, vissulega, byrja vikuna eftir Verslunarmannahelgi. Þetta er fyrst og fremst, eins og ég segi, til að gera okkur breiðari á þessu stóra ári,“ segir Gunnlaugur.Einhverjir erlendir gestir munu missa af Gleðigöngunni En breytingin hefur komið illa við þó nokkra og hefur fréttastofan upplýsingar um að bæði erlendir blaðamenn og erlendir gestir, sem vanið hafa komur sínar hingað til lands til þess að gera hátíðinni skil, missa af göngunni í ár. Flugfar og gisting var bókuð á síðasta ári og gengið út frá því að gangan yrði sömu helgi verið hefur. „Auðvitað er það líka staðreynd að á „okkar“ laugardegi verða stórtónleikar í Laugardalnum þannig að það má velta því fyrir sér hvort borgin hefði höndlað tvo stórviðburði á sama degi,“ segir Gunnlaugur. Við höfum svo sem ekki fengið þetta inn á borð til okkar, en auðvitað var kannski við því að búast en við tilkynntum þessar dagsetningar í október í fyrra þannig að þetta hefur legið fyrir í töluverðan tíma,“ segir Gunnlaugur.Fleiri bæjarhátíðir í nágrenni við Reykjavík Þá eru að minnsta kosti tvær bæjarhátíðir skipulagðar í nágrenni Reykjavíkur þessa helgi. Fjölskyldudagar í Vogum og Blómstrandi dagar í Hveragerði.Eruð þið ekkert hrædd um að aðsókn minnki á þær bæjarhátíðir með þessum breytingum? „Á móti erum við ekki að lenda ofan í Fiskideginum mikla þannig að þetta er alltaf eitthvað. Nei, ég held að við séum kannski ekki að fara, eða ég vona að við séum ekki að fara skemma fyrir öðrum hátíðum. Það er bara gaman að fólk geti valið,“ segir Gunnlaugur. Þá verður breyting á leiðarvali og mun Gleðigangan, sem hefst í ár við Hallgrímskirkju, fara niður niður Skólavörðustíg, niður Bankastræti og svo Lækjagötu í átt að Hljómskálagarðinum.
Hinsegin Reykjavík Tengdar fréttir Hinsegin dagar árið 2019 verða tíu daga hátíð Hinsegin dagar fagna 20 ára afmæli á næsta ári. Til stendur að teygja verulega á hátíðinni af því tilefni og bjóoða upp á fleiri og stærri viðburði. Á sama tíma verða fimmtíu ár liðin frá Stonewall uppreisninni sem margir telja marka upphaf eiginlegrar réttindabaráttu hinsegin fólks. 25. október 2018 11:32 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Hinsegin dagar árið 2019 verða tíu daga hátíð Hinsegin dagar fagna 20 ára afmæli á næsta ári. Til stendur að teygja verulega á hátíðinni af því tilefni og bjóoða upp á fleiri og stærri viðburði. Á sama tíma verða fimmtíu ár liðin frá Stonewall uppreisninni sem margir telja marka upphaf eiginlegrar réttindabaráttu hinsegin fólks. 25. október 2018 11:32
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent