Forsetaframbjóðandinn Tulsi Gabbard höfðar mál gegn Google Eiður Þór Árnason skrifar 27. júlí 2019 14:08 Gabbard er umdeild innan Demókrataflokksins og er af mörgum talin vera íhaldssamari en gengur og gerist í flokknum. Getty/Justin Sullivan Tulsi Gabbard, frambjóðandi í forvali Demókrata fyrir forsetakosningar á næsta ári, hyggst lögsækja tæknirisann Google fyrir koma í veg fyrir að framboð hennar gæti birt auglýsingar hjá leitarniðurstöðum fyrirtækisins. Framboðið sakar Google um að hafa brotið á tjáningarfrelsi Gabbard og krefst fimmtíu milljóna Bandaríkjadala í skaðabætur frá fyrirtækinu, eða sem nemur rúmum sex milljörðum íslenskra króna. Atvikið átti sér stað eftir fyrstu kappræður forsetaframbjóðendaefna Demókrata í júní þegar Google lokaði stuttlega á auglýsingareikning framboðsins. Fljótlega eftir kappræðurnar var Gabbard sá frambjóðandi sem mest var leitað af í leitarvél Google. Hugðist framboð hennar nýta sér þá stöðu með því að kaupa auglýsingar sem settu heimasíðu Gabbard efst í leitarniðurstöðurnar. Framboðið segir að Google hafi staðið í vegi fyrir því að það birti auglýsingar í um sex klukkutíma og þar með skert getu Gabbard til þess að fá fjárframlög og koma skilaboðum sínum til mögulegra kjósenda. Þetta er talið vera í fyrsta skipti sem forsetaframbjóðandi höfði mál gegn tæknifyrirtæki af sömu stærðargráðu. Gabbard hefur verið fulltrúadeildarþingmaður Havaí frá árinu 2013 og var fyrsti hindúinn til að ná kjöri til Bandaríkjaþings. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Google Tengdar fréttir Gabbard tilkynnir framboð sitt til forseta Þingmaðurinn Tulsi Gabbard tilkynnti í gær að hún hygðist bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2020. 12. janúar 2019 13:45 Gabbard gagnrýnd fyrir að hafa barist gegn samkynja hjónaböndum Þingmaðurinn og Demókratinn Tulsi Gabbard hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir fyrri afstöðu sína gegn samkynja hjónaböndum og réttindum hinsegin fólks. 15. janúar 2019 21:52 Umdeild þingkona demókrata lýsir loks formlega yfir framboði Tulsi Gabbard ætlaði að lýsa formlega yfir framboði um miðjan janúar en gerði það loks í gær. 3. febrúar 2019 08:50 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi Sjá meira
Tulsi Gabbard, frambjóðandi í forvali Demókrata fyrir forsetakosningar á næsta ári, hyggst lögsækja tæknirisann Google fyrir koma í veg fyrir að framboð hennar gæti birt auglýsingar hjá leitarniðurstöðum fyrirtækisins. Framboðið sakar Google um að hafa brotið á tjáningarfrelsi Gabbard og krefst fimmtíu milljóna Bandaríkjadala í skaðabætur frá fyrirtækinu, eða sem nemur rúmum sex milljörðum íslenskra króna. Atvikið átti sér stað eftir fyrstu kappræður forsetaframbjóðendaefna Demókrata í júní þegar Google lokaði stuttlega á auglýsingareikning framboðsins. Fljótlega eftir kappræðurnar var Gabbard sá frambjóðandi sem mest var leitað af í leitarvél Google. Hugðist framboð hennar nýta sér þá stöðu með því að kaupa auglýsingar sem settu heimasíðu Gabbard efst í leitarniðurstöðurnar. Framboðið segir að Google hafi staðið í vegi fyrir því að það birti auglýsingar í um sex klukkutíma og þar með skert getu Gabbard til þess að fá fjárframlög og koma skilaboðum sínum til mögulegra kjósenda. Þetta er talið vera í fyrsta skipti sem forsetaframbjóðandi höfði mál gegn tæknifyrirtæki af sömu stærðargráðu. Gabbard hefur verið fulltrúadeildarþingmaður Havaí frá árinu 2013 og var fyrsti hindúinn til að ná kjöri til Bandaríkjaþings.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Google Tengdar fréttir Gabbard tilkynnir framboð sitt til forseta Þingmaðurinn Tulsi Gabbard tilkynnti í gær að hún hygðist bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2020. 12. janúar 2019 13:45 Gabbard gagnrýnd fyrir að hafa barist gegn samkynja hjónaböndum Þingmaðurinn og Demókratinn Tulsi Gabbard hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir fyrri afstöðu sína gegn samkynja hjónaböndum og réttindum hinsegin fólks. 15. janúar 2019 21:52 Umdeild þingkona demókrata lýsir loks formlega yfir framboði Tulsi Gabbard ætlaði að lýsa formlega yfir framboði um miðjan janúar en gerði það loks í gær. 3. febrúar 2019 08:50 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi Sjá meira
Gabbard tilkynnir framboð sitt til forseta Þingmaðurinn Tulsi Gabbard tilkynnti í gær að hún hygðist bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2020. 12. janúar 2019 13:45
Gabbard gagnrýnd fyrir að hafa barist gegn samkynja hjónaböndum Þingmaðurinn og Demókratinn Tulsi Gabbard hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir fyrri afstöðu sína gegn samkynja hjónaböndum og réttindum hinsegin fólks. 15. janúar 2019 21:52
Umdeild þingkona demókrata lýsir loks formlega yfir framboði Tulsi Gabbard ætlaði að lýsa formlega yfir framboði um miðjan janúar en gerði það loks í gær. 3. febrúar 2019 08:50