Erlent

Yfir 350 milljónir trjáa gróðursettar í Eþíópíu á einum degi

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Eþíópía er afar þurrkasamt land og skógareyðing þar í landi hefur verið mikil síðastliðna öld.
Eþíópía er afar þurrkasamt land og skógareyðing þar í landi hefur verið mikil síðastliðna öld. Vísir/Getty
Um 350 milljónir trjáa voru í dag gróðursettar í Afríkuríkinu Eþíópíu, og er það heimsmet samkvæmt nýsköpunar- og tæknimálaráðherra landsins. Gróðursetning trjánna er hluti af átaki sem er ætlað að sporna við skógareyðingu og hamfarahlýnun. Mörgum opinberum stofnunum í landinu var lokað í dag svo að starfsmenn þeirra gætu tekið þátt í gróðursetningunni.

Eþíópía er afar þurrkasamt land en á fyrsta áratug 21. aldarinnar voru aðeins fjögur prósent landsins þakin skógum, samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna. Hundrað árum áður var sú tala 35 prósent.

Nýsköpunar- og tæknimálaráðherra Eþíópíu, Dr. Gretahun Mekuria, tísti í gegn um daginn tölum um hvernig gróðursetningin gengi, en í kvöld voru gróðursett tré orðin 353 milljónir, sem er heimsmet. Fyrra metið átti Indland, en þar voru gróðursettar 50 milljónir trjáa á degi einum árið 2016.

„Tré sporna ekki aðeins við hlýnun jarðar með því að draga í sig koltvísýring í andrúmsloftinu, heldur eiga þau stóran þátt í því að berjast gegn skógareyðingu, sérstaklega í löndum þar sem jarðvegur er skrælnaður. Þau útvega líka, mat, skjól, eldsneyti, fóður, lyf, efnivið og vernda vatnsbirgðir,“ sagði Ridely-Ellis í samtali við Guardian.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×