Viðskipti innlent

Emira­tes kannar mögu­leikann á að fljúga til Ís­lands

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hér sést ein af risaþotum Emirates, Airbus A380.
Hér sést ein af risaþotum Emirates, Airbus A380. vísir/getty
Fulltrúar Emirates, ríkisflugfélagsins í Dúbaí sem jafnframt er eitt stærsta flugfélag í heimi, hafa að undanförnu kannað möguleikann á því að fljúga til Íslands og tengja Keflavíkurflugvöll þannig við leiðakerfi sitt.

Frá þessu er greint í ViðskiptaMogganum í dag og sagt frá því að fulltrúar fyrirtækisins hafi átt fundi með fyrirtækjum sem koma að innviðum fluggeirans hér á landi. Félagið hefur þó ekki átt fund með Isavia, rekstraraðila Keflavíkurflugvallar.

Leiðakerfi Emirates er stórt. Félagið flýgur til 138 áfangastaða í Evrópu, Asíu, Afríku, Ástralíu, Norður-Ameríku og Suður-Ameríku. Á meðal áfangastaða eru Osló, Stokkhólmur og Kaupmannahöfn.

Þá er Dúbaí-flugvöllur, heimahöfn Emirates, einn stærsti flugvöllur í heimi með tæplega 90 milljónir farþega á ári hverju.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×