Fótbolti

Ræðan eftirminnilega sem Cristiano Ronaldo flutti á þessum degi fyrir þremur árum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo kyssir Evrópubikarinn fyrir þremur árum síðan.
Cristiano Ronaldo kyssir Evrópubikarinn fyrir þremur árum síðan. Getty/Ulmer\ullstein
Cristiano Ronaldo hefur unnið marga titla á sínum ferli en 10. júlí 2016 var engu að síður einn sá allra stærsti á hans ferli.

Portúgalska landsliðið varð Evrópumeistari á þessum degi fyrir þremur árum og Cristiano Ronaldo tók þá við Evrópubikarnum sem fyrirliði liðsins.

Cristiano Ronaldo var að leika sinn 133. landsleik þennan dag og hafði skorað 61 mark fyrir landsliðið. Nú vann hann loksins sinn fyrsta titil.

Cristiano Ronaldo hafði verið frábær í keppninni en það gekk ekkert upp hjá honum í úrslitaleiknum þar sem hann fór meiddur af velli.

Eftir leikinn þá hélt Cristiano Ronaldo magnaða ræðu inn í búningsklefa portúgalska liðsins og hana má sjá hér fyrir neðan.





Þetta er mjög hjartnæm og tilfinningarík ræða og það fer ekkert á milli mála hvað þessu stund skipti þennan sigursæla leikmann gríðarlega miklu máli.

Cristiano Ronaldo og félagar komust ekki lengra en í sextán liða úrslitin á HM í Rússlandi í fyrra en titill númer tvö kom í hús á dögunum þegar Portúgal vann Þjóðadeild UEFA eftir 1-0 sigur á Hollandi í úrslitaleiknum.

Ronaldo hefur nú skorað 88 mörk í 158 landsleikjum fyrir Portúgal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×