Enskumælandi verktakar sem bjóða malbikun dreifðu auglýsingamiðum í hús í Langholtshverfi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. júlí 2019 14:42 Auglýsingamiðinn sem verktakarnir dreifðu í hús í hverfi í Reykjavík í dag. vísir/vilhelm Enskumælandi verktakar sem bjóða malbikun og aðra vinnu við lóðir og íbúðahús gengu í hús í Langholtshverfi í Reykjavík í morgun og dreifðu auglýsingamiðum um starfsemi sína. Þá bönkuðu þeir upp á hjá einhverjum íbúum og buðu þjónustu sína samkvæmt færslu í Facebook-hópi íbúa í hverfinu. Færslan hefur vakið nokkra athygli, ekki síst í ljósi fregna í gær og í dag af vegagerðarmönnum sem boðið hafa svipaða þjónustu undanfarið á Suður- og Vesturlandi. Ekki er hægt að fullyrða að sömu menn hafi verið á ferð í Reykjavík í morgun en á auglýsingamiðanum er númer sem áhugasömum viðskiptavinum er bent á að hringja í. Fyrirtækið heitir JC Verktaki. Blaðamaður Vísis reyndi að hringja nokkrum sinnum í númerið og fékk alltaf þau skilaboð að annað hvort væri slökkt á símanum eða hann utan þjónustusvæðis.Hér sést einn mannanna sem gengu í hús í morgun í Reykjavík og dreifðu auglýsingamiðum.vísir/vilhelmÁ ekki von á því að það séu margir svona vinnuflokkar á ferðinni Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að eftir því sem hann best viti hafi sömu menn verið á ferðinni um Suður- og Vesturland undanfarna daga og boðið fólki malbikun. Hann eigi ekki von á því að margir svona flokkar séu á ferðinni. Greint var frá því í gær að enskumælandi menn hefðu lagt olíumöl að heimreiðinni að Lækjarkoti, bæ skammt frá Borgarnesi, síðastliðinn mánudag en hafi svo ætlað að rukka þrjár milljónir króna fyrir verkið. Ábúendur á bænum greiddu ekki fyrir verkið og þá hefur Vegagerðin kært málið þar sem hún hefur umsjón með veginum og verkið var illa unnið af hálfu mannanna. Fram kom í frétt Vísis í morgun að fyrirtækið sem mennirnir vinna fyrir sé breskt og að mennirnir telji sig vera að stunda viðskipti hér á landi eins og borgurum á EES-svæðinu standi til boða. „Þeir flúðu nú eiginlega undan okkur upp á Vesturland. Við erum að hafa afskipti af þeim hérna 4. og 5. júlí. Þá eru þetta fjórir staðir sem þeir hafa verið að flækjast á sem koma hér inn á borð til okkar og þetta er í rauninni bara til meðferðar,“ segir Oddur í samtali við Vísi.Bakhlið auglýsingamiða JC Verktaka.vísir/vilhelmEkki sjálfgefið að um fjársvik sé að ræða Hann segir mennina hafa unnið verk á fjórum stöðum. „Í öllum tilfellum er fólk búið að greiða fyrir einhverja ákveðna vinnu en síðan telja menn sig hafa verið hlunnfarna og þá er hringt í lögreglu.“ Þeir sem leitað hafa til lögreglu telja sig þannig ekki hafa fengið það sem samið var um í upphafi og gengið var út frá þegar var samið var um verðið og vinnuna. Oddur vill ekki gefa upp um hversu háar upphæðir er að ræða í einstökum málum þar sem þau séu enn til rannsóknar. Þá kveðst hann ekki hafa upplýsingar um það hvar efnið sem mennirnir hafa notað sé keypt. Greint var frá því á vef RÚV fyrr í dag að svo virðist sem að tveir bílar vegagerðarmannanna séu á leiðinni úr landi en þeir standa nú á svæði skipafélagsins Smyril Line í Þorlákshöfn. Þaðan fer flutningaskipið Mykines yfir til Evrópu á morgun. Oddur kveðst hafa heyrt af bílunum í Þorlákshöfn og reiknar með að ef þetta séu sömu menn og verið hafa á ferðinni um Suðurland þá séu þeir á leiðinni úr landinu.En hvað getur lögregla gert ef þeir fara úr landi en eru búnir að hafa fé af fólki? „Það er ekki sjálfgefið að þetta geti flokkast sem fjársvik. Þannig er að ef þú ferð og kaupir vöru, semur um verð og greiðir fyrir hana þá er ekki sjálfgefið að þetta séu fjársvikamál. En það er svo aftur spurning um skil á sköttum og öðru slíku og það eru tvísköttunarsamningar sem taka á því og ég reikna með að það sé til skoðunar,“ segir Oddur. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Vegagerðarmennirnir telja sig vera að stunda viðskipti eins og hver annar Lögreglan á Vesturlandi hefur rætt við breskan mann sem kveðst vera í fyrirsvari fyrir breskt fyrirtæki sem lagði olíumöl á heimreið að bænum Lækjarkoti í grennd við Borgarnes fyrr í vikunni. 11. júlí 2019 11:45 Vara við enskumælandi mönnum sem segjast vera verktakar við malbikun Lögreglan á Norðurlandi eystra beinir því til fólks í nýrri Facebook-færslu að hafa varann á fái það tilboð frá enskumælandi mönnum sem segjast vera verktakar við malbikun. 10. júlí 2019 13:37 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira
Enskumælandi verktakar sem bjóða malbikun og aðra vinnu við lóðir og íbúðahús gengu í hús í Langholtshverfi í Reykjavík í morgun og dreifðu auglýsingamiðum um starfsemi sína. Þá bönkuðu þeir upp á hjá einhverjum íbúum og buðu þjónustu sína samkvæmt færslu í Facebook-hópi íbúa í hverfinu. Færslan hefur vakið nokkra athygli, ekki síst í ljósi fregna í gær og í dag af vegagerðarmönnum sem boðið hafa svipaða þjónustu undanfarið á Suður- og Vesturlandi. Ekki er hægt að fullyrða að sömu menn hafi verið á ferð í Reykjavík í morgun en á auglýsingamiðanum er númer sem áhugasömum viðskiptavinum er bent á að hringja í. Fyrirtækið heitir JC Verktaki. Blaðamaður Vísis reyndi að hringja nokkrum sinnum í númerið og fékk alltaf þau skilaboð að annað hvort væri slökkt á símanum eða hann utan þjónustusvæðis.Hér sést einn mannanna sem gengu í hús í morgun í Reykjavík og dreifðu auglýsingamiðum.vísir/vilhelmÁ ekki von á því að það séu margir svona vinnuflokkar á ferðinni Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að eftir því sem hann best viti hafi sömu menn verið á ferðinni um Suður- og Vesturland undanfarna daga og boðið fólki malbikun. Hann eigi ekki von á því að margir svona flokkar séu á ferðinni. Greint var frá því í gær að enskumælandi menn hefðu lagt olíumöl að heimreiðinni að Lækjarkoti, bæ skammt frá Borgarnesi, síðastliðinn mánudag en hafi svo ætlað að rukka þrjár milljónir króna fyrir verkið. Ábúendur á bænum greiddu ekki fyrir verkið og þá hefur Vegagerðin kært málið þar sem hún hefur umsjón með veginum og verkið var illa unnið af hálfu mannanna. Fram kom í frétt Vísis í morgun að fyrirtækið sem mennirnir vinna fyrir sé breskt og að mennirnir telji sig vera að stunda viðskipti hér á landi eins og borgurum á EES-svæðinu standi til boða. „Þeir flúðu nú eiginlega undan okkur upp á Vesturland. Við erum að hafa afskipti af þeim hérna 4. og 5. júlí. Þá eru þetta fjórir staðir sem þeir hafa verið að flækjast á sem koma hér inn á borð til okkar og þetta er í rauninni bara til meðferðar,“ segir Oddur í samtali við Vísi.Bakhlið auglýsingamiða JC Verktaka.vísir/vilhelmEkki sjálfgefið að um fjársvik sé að ræða Hann segir mennina hafa unnið verk á fjórum stöðum. „Í öllum tilfellum er fólk búið að greiða fyrir einhverja ákveðna vinnu en síðan telja menn sig hafa verið hlunnfarna og þá er hringt í lögreglu.“ Þeir sem leitað hafa til lögreglu telja sig þannig ekki hafa fengið það sem samið var um í upphafi og gengið var út frá þegar var samið var um verðið og vinnuna. Oddur vill ekki gefa upp um hversu háar upphæðir er að ræða í einstökum málum þar sem þau séu enn til rannsóknar. Þá kveðst hann ekki hafa upplýsingar um það hvar efnið sem mennirnir hafa notað sé keypt. Greint var frá því á vef RÚV fyrr í dag að svo virðist sem að tveir bílar vegagerðarmannanna séu á leiðinni úr landi en þeir standa nú á svæði skipafélagsins Smyril Line í Þorlákshöfn. Þaðan fer flutningaskipið Mykines yfir til Evrópu á morgun. Oddur kveðst hafa heyrt af bílunum í Þorlákshöfn og reiknar með að ef þetta séu sömu menn og verið hafa á ferðinni um Suðurland þá séu þeir á leiðinni úr landinu.En hvað getur lögregla gert ef þeir fara úr landi en eru búnir að hafa fé af fólki? „Það er ekki sjálfgefið að þetta geti flokkast sem fjársvik. Þannig er að ef þú ferð og kaupir vöru, semur um verð og greiðir fyrir hana þá er ekki sjálfgefið að þetta séu fjársvikamál. En það er svo aftur spurning um skil á sköttum og öðru slíku og það eru tvísköttunarsamningar sem taka á því og ég reikna með að það sé til skoðunar,“ segir Oddur.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Vegagerðarmennirnir telja sig vera að stunda viðskipti eins og hver annar Lögreglan á Vesturlandi hefur rætt við breskan mann sem kveðst vera í fyrirsvari fyrir breskt fyrirtæki sem lagði olíumöl á heimreið að bænum Lækjarkoti í grennd við Borgarnes fyrr í vikunni. 11. júlí 2019 11:45 Vara við enskumælandi mönnum sem segjast vera verktakar við malbikun Lögreglan á Norðurlandi eystra beinir því til fólks í nýrri Facebook-færslu að hafa varann á fái það tilboð frá enskumælandi mönnum sem segjast vera verktakar við malbikun. 10. júlí 2019 13:37 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira
Vegagerðarmennirnir telja sig vera að stunda viðskipti eins og hver annar Lögreglan á Vesturlandi hefur rætt við breskan mann sem kveðst vera í fyrirsvari fyrir breskt fyrirtæki sem lagði olíumöl á heimreið að bænum Lækjarkoti í grennd við Borgarnes fyrr í vikunni. 11. júlí 2019 11:45
Vara við enskumælandi mönnum sem segjast vera verktakar við malbikun Lögreglan á Norðurlandi eystra beinir því til fólks í nýrri Facebook-færslu að hafa varann á fái það tilboð frá enskumælandi mönnum sem segjast vera verktakar við malbikun. 10. júlí 2019 13:37