Erlent

Á níunda tug meðlima Hells Angels ákærðir í Portúgal

Andri Eysteinsson skrifar
Mótorhjólagengið Hells Angels er alræmt fyrir glæpastarfsemi, þessir eru úr Hollandsdeild samtakanna.
Mótorhjólagengið Hells Angels er alræmt fyrir glæpastarfsemi, þessir eru úr Hollandsdeild samtakanna. EPA/Pieter Franken
Yfirvöld í Portúgal hafa ákært 89 meðlimi mótorhjólagengisins Hells Angels vegna aðildar að skipulagðri glæpastarfsemi, morðtilrauna, rána og eiturlyfjasmygls. Reuters greinir frá.

Rannsókn á málinu hefur staðið yfir í langan tíma og hefur fjöldi meðlima, portúgalskir sem erlendir, verið handteknir.

Í ákærunni segir að í mars á síðasta ári hefi hópurinn, vopnaður hnífum, öxum og kylfum, ráðist að hópi fólks á veitingastað í útjaðri Lissabon, höfuðborgar Portúgal. Hópurinn er sakaður um að hafa reynt að myrða fjóra og slasað fleiri alvarlega.

Af þeim 89 sem ákærðir eru sitja 37 í gæsluvarðhaldi, fimm eru í stofufangelsi og tveir eru vistaðir í fangageymslum í Þýskalandi þar sem þeir bíða eftir því að vera framseldir til Portúgal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×