Bandarísku kaupendurnir þyrftu einhvern með sér í lið Nadine Guðrún Yaghi skrifar 13. júlí 2019 13:00 vísir/vilhelm Bandaríska fyrirtækið Oasis Aviation Group - sem keypti allar rekstartengdar eignir úr þrotabúi WOW air - getur ekki orðið meirihlutaeigandi að nýju flugfélagi, í það minnsta ekki á meðan það er rekið á íslensku flugrekstarleyfi. Samkvæmt lögum þyrftu aðrir aðilar, innan evrópska efnahagssvæðisins, að eiga að minnsta kosti 51% í flugfélaginu. Eins og fram hefur komið keypti bandarískt flugrekstarfyrirtæki, sem segist sérhæfa sig í vopnaflutningum í Bandaríkjunum, allar eignir úr þrotabúi WOW air sem tengjast flugrekstri. Er markmiðið sagt var að endurvekja lággjalda-flugrekstur á grunni WOW air. Erfiðlega hefur gengið að fá formlega staðfestingu á því hver kaupandinn er en leiða má sterkar líkur að því að um sé að ræða fyrirtækið Oasis Aviation Group.Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður kaupandans.Páll Ágúst Ólafsson, er lögmaður kaupandans, en hann hefur ekki gefið upp hver skjólstæðingur hans er. Þegar fréttastofa hafði samband við Oasis Aviation Group var vísað á Pál. Páll vill hvorki játa né neita að hann vinni fyrir Oasis Aviation Group. Samkvæmt vef fyrirtækisins sinnir það leiguflugi frá Bandaríkjunum til Afríku og sérhæfir sig meðal annars í flutningi vopna. Eigandi þess, Mihelle Ballarin, hefur skrautlega forsögu. Hún er efnuð kaupsýslukona í Bandaríkjunum með tengsl við Sómalíu, þar sem heimamenn kalla hana Amiru, eða prinsessu. Þá reyndi hún að vera lausnargjalsmiðlari þegar sómalískir sjóræningjar tóku áhafnir skipa í gíslingu. Til þess að fá flugrekstarleyfi á Íslandi þarf eignarhaldi að vera háttað með ákveðnum hætti samkvæmt lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri. Þar segir að samanlagður eignarhluti erlendra aðila, sem eru heimilisfastir utan evrópska efnahagssvæðisins, í íslensku atvinnufyrirtæki sem stundar flugrekstur hér á landi megi ekki vera meira en 49 %. Þannig er ljóst að Oasis Aviation Group getur ekki, á meðan það er rekið á íslensku flugrekstarleyfi, orðið meirihlutaeigandi í WOW air. Þetta má einnig ráða af ákvæðum reglna evrópska efnahagssvæðisins. Þannig þyrfti annar aðili, innan svæðisins, einnig að eiga flugfélagið. Páll Ágúst segir í skriflegu svari til fréttastofu að umbjóðandi hans muni gera grein fyrir sér og viðskiptahugmyndum sínum þegar það sé tímabært. Markmið hans sé að halda áfram þeim lággjaldaflugrekstri sem WOW stóð fyrir og flúga til og frá Íslandi, bæði til Evrópu og Bandaríkjanna. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Boðberi mannúðar í Sómalíu eða miskunnarlaus málaliði Athafnakonan Michele Ballarin er hergagnaframleiðandi og sjálfskipaður samningamaður í mannránum. Hún hefur þegið greiðslur frá Pentagon og boðið aðstoð í stríði gegn hryðjuverkum. Nú ætlar hún að endurreisa WOW air. 13. júlí 2019 08:00 Hafa fundað um flugrekstarleyfi Kaupandi eigna þrotabús WOW air vinnur nú að því að undirbúa nauðsynleg gögn svo hægt sé að sækja formlega um flugrekstarleyfi hjá Samgöngustofu. Fulltrúar kaupandans hafa átt nokkra fundi með stofnuninni. 12. júlí 2019 12:15 Óska eftir því að leigja flugskýli sem áður var leigt til WOW Bandarískt flugrekstrarfyrirtæki, sem segist sérhæfa sig í vopnaflutningum í Bandaríkjunum, hefur keypt mestallar eigur WOW air af þrotabúi félagsins. Fulltrúar þess hafa nú þegar átt nokkra fundi með Samgöngustofu um flugrekstrarleyfi og hefur þeim verið mjög vel tekið að sögn lögmanns félagsins. Meðal annars hafa þeir óskað eftir því að félagið fái að leigja flugskýli sem áður var leigt til WOW air. 12. júlí 2019 18:30 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Bandaríska fyrirtækið Oasis Aviation Group - sem keypti allar rekstartengdar eignir úr þrotabúi WOW air - getur ekki orðið meirihlutaeigandi að nýju flugfélagi, í það minnsta ekki á meðan það er rekið á íslensku flugrekstarleyfi. Samkvæmt lögum þyrftu aðrir aðilar, innan evrópska efnahagssvæðisins, að eiga að minnsta kosti 51% í flugfélaginu. Eins og fram hefur komið keypti bandarískt flugrekstarfyrirtæki, sem segist sérhæfa sig í vopnaflutningum í Bandaríkjunum, allar eignir úr þrotabúi WOW air sem tengjast flugrekstri. Er markmiðið sagt var að endurvekja lággjalda-flugrekstur á grunni WOW air. Erfiðlega hefur gengið að fá formlega staðfestingu á því hver kaupandinn er en leiða má sterkar líkur að því að um sé að ræða fyrirtækið Oasis Aviation Group.Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður kaupandans.Páll Ágúst Ólafsson, er lögmaður kaupandans, en hann hefur ekki gefið upp hver skjólstæðingur hans er. Þegar fréttastofa hafði samband við Oasis Aviation Group var vísað á Pál. Páll vill hvorki játa né neita að hann vinni fyrir Oasis Aviation Group. Samkvæmt vef fyrirtækisins sinnir það leiguflugi frá Bandaríkjunum til Afríku og sérhæfir sig meðal annars í flutningi vopna. Eigandi þess, Mihelle Ballarin, hefur skrautlega forsögu. Hún er efnuð kaupsýslukona í Bandaríkjunum með tengsl við Sómalíu, þar sem heimamenn kalla hana Amiru, eða prinsessu. Þá reyndi hún að vera lausnargjalsmiðlari þegar sómalískir sjóræningjar tóku áhafnir skipa í gíslingu. Til þess að fá flugrekstarleyfi á Íslandi þarf eignarhaldi að vera háttað með ákveðnum hætti samkvæmt lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri. Þar segir að samanlagður eignarhluti erlendra aðila, sem eru heimilisfastir utan evrópska efnahagssvæðisins, í íslensku atvinnufyrirtæki sem stundar flugrekstur hér á landi megi ekki vera meira en 49 %. Þannig er ljóst að Oasis Aviation Group getur ekki, á meðan það er rekið á íslensku flugrekstarleyfi, orðið meirihlutaeigandi í WOW air. Þetta má einnig ráða af ákvæðum reglna evrópska efnahagssvæðisins. Þannig þyrfti annar aðili, innan svæðisins, einnig að eiga flugfélagið. Páll Ágúst segir í skriflegu svari til fréttastofu að umbjóðandi hans muni gera grein fyrir sér og viðskiptahugmyndum sínum þegar það sé tímabært. Markmið hans sé að halda áfram þeim lággjaldaflugrekstri sem WOW stóð fyrir og flúga til og frá Íslandi, bæði til Evrópu og Bandaríkjanna.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Boðberi mannúðar í Sómalíu eða miskunnarlaus málaliði Athafnakonan Michele Ballarin er hergagnaframleiðandi og sjálfskipaður samningamaður í mannránum. Hún hefur þegið greiðslur frá Pentagon og boðið aðstoð í stríði gegn hryðjuverkum. Nú ætlar hún að endurreisa WOW air. 13. júlí 2019 08:00 Hafa fundað um flugrekstarleyfi Kaupandi eigna þrotabús WOW air vinnur nú að því að undirbúa nauðsynleg gögn svo hægt sé að sækja formlega um flugrekstarleyfi hjá Samgöngustofu. Fulltrúar kaupandans hafa átt nokkra fundi með stofnuninni. 12. júlí 2019 12:15 Óska eftir því að leigja flugskýli sem áður var leigt til WOW Bandarískt flugrekstrarfyrirtæki, sem segist sérhæfa sig í vopnaflutningum í Bandaríkjunum, hefur keypt mestallar eigur WOW air af þrotabúi félagsins. Fulltrúar þess hafa nú þegar átt nokkra fundi með Samgöngustofu um flugrekstrarleyfi og hefur þeim verið mjög vel tekið að sögn lögmanns félagsins. Meðal annars hafa þeir óskað eftir því að félagið fái að leigja flugskýli sem áður var leigt til WOW air. 12. júlí 2019 18:30 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Boðberi mannúðar í Sómalíu eða miskunnarlaus málaliði Athafnakonan Michele Ballarin er hergagnaframleiðandi og sjálfskipaður samningamaður í mannránum. Hún hefur þegið greiðslur frá Pentagon og boðið aðstoð í stríði gegn hryðjuverkum. Nú ætlar hún að endurreisa WOW air. 13. júlí 2019 08:00
Hafa fundað um flugrekstarleyfi Kaupandi eigna þrotabús WOW air vinnur nú að því að undirbúa nauðsynleg gögn svo hægt sé að sækja formlega um flugrekstarleyfi hjá Samgöngustofu. Fulltrúar kaupandans hafa átt nokkra fundi með stofnuninni. 12. júlí 2019 12:15
Óska eftir því að leigja flugskýli sem áður var leigt til WOW Bandarískt flugrekstrarfyrirtæki, sem segist sérhæfa sig í vopnaflutningum í Bandaríkjunum, hefur keypt mestallar eigur WOW air af þrotabúi félagsins. Fulltrúar þess hafa nú þegar átt nokkra fundi með Samgöngustofu um flugrekstrarleyfi og hefur þeim verið mjög vel tekið að sögn lögmanns félagsins. Meðal annars hafa þeir óskað eftir því að félagið fái að leigja flugskýli sem áður var leigt til WOW air. 12. júlí 2019 18:30