Tan sjái fram á að fjölga asískum ferðamönnum á Íslandi með kaupunum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 14. júlí 2019 13:34 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair Group. FBL/Stefán Forstjóri Icelandair Group segir að malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, sem hefur keypt meirihluta í Icelandair Hotels, sjái stórt tækifæri í því að fjölga ferðamönnum frá Asíu til Íslands. Það sé meðal annars ástæðan fyrir kaupunum. Stjórn Icelandair Group hefur skrifað undir kaupsamning við félagið Berjaya Property Ireland Limited, dótturfélag malasísku fyrirtækjasamstæðunnar Berjaya Land Berhad, um að félagið eignist meirihluta í Icelandair Hotels ásamt þeim fasteignum sem tilheyra rekstri hótela keðjunnar. Viðskiptin munu ganga í gegn í lok árs. Stofnandi og stjórnarformaður félagsins er Tan Sri Dato Vincent Tan, oftast þekktur sem Vincent Tan, en hann er eigandi velska knattspyrnuliðsins Cardiff City. Þá hefur hann fjárfest víða í ferðaþjónustu, fasteignum og fjarskipta- og netfyrirtækjum svo dæmi séu nefnd. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að nú sé stefna Icelandair að leggja áherslu á alþjóðlegan flugrekstur. „Mjög gott skref í þeirri stefnubreytingu og styrkir okkar efnahagsreikning og einfaldar. Mjög ánægjulegt að erlendur fjárfestir hafi svo miklar trú á okkar starfsemi.“ Þá hafi margir haft áhuga á að fjárfesta í félaginu.Vincent Tan á leik Cardiff í maí í fyrra.Getty/Nathan MunkleyHeildarvirði Icelandair Hotels og tengdra fasteigna er metið á um 17,1 milljarð íslenskra króna. Um er að ræða fjögur hótel og er heildarfjöldi herbergjaframboðs 1.811. Að auki ætlar félagið, í samstarfi við Hilton Hotels, opna nýtt 145 herbergja glæsihótel á Landsímareit árið 2020. Samkvæmt kaupsamningnum muni Berjaya eignast 75% hlut í félaginu, háð því skilyrði að Icelandair Group haldi eftir 25% hlut í a.m.k. þrjú ár, en samhliða kaupsamningnum hafa Icelandair Group og Berjaya skrifað undir kaup- og söluréttarsamninga vegna eftirstandandi 25% hlutarins. „Við sögðum það strax í upphafi þegar við hófum söluferlið, ekki þegar við hófum viðræður við þennan aðila heldur þegar við hófum ferlið almennt, að þá sögðum við að það kæmi vel til greina að eiga 20-30% hlut í félaginu áfram, með rétta samstarfsaðilanum, og það var í rauninni niðurstaðan í þessum viðskipum.“ Bogi Nils segir að að Vincent Tan sjái mikið tækifæri í Íslandi sem ferðamannalandi og að hann vilji taka þátt í uppbyggingu hér. „Kaupin endurspegla afstöðu hans og hans fyrirtækis og fólks til Íslands og Íslands sem ferðamannalands. Hann hefur mikinn áhuga á Íslandi og telur að möguleikar Íslands í þessum geira séu miklir til framtíðar. […] Hann telur tækifæri í því að auka fjölda ferðamanna frá Asíu til Íslands.“ Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Færri ferðamenn en rekstur Icelandair Hotels batnaði Erlendum ferðamönnum fækkaði um fjórðung í maí en hótelkeðjan seldi 31 prósent fleiri gistinætur í mánuðinum. Icelandair flutti rúmlega 30 prósent fleiri farþega í maí. Hjá öðrum stórum hótelkeðjum var samdráttur eða nýting á pari við árið áður. Verð hjá Icelandair Hotels lækkaði um sex prósent í maí. 13. júní 2019 06:15 Eigandi Cardiff kaupir Icelandair Hotels Berjaya,félag í eigu Vincent Tan, kaupir 75 prósent hlut í Icelandair Hotels. 13. júlí 2019 19:06 Eigandi Cardiff kaupir Icelandair Hotels Samningar dótturfélags malasíska fjárfestingafélagsins Berjaya Corporation um kaup á 80% hlut í Icelandair Hotels eru á lokametrunum. Þetta herma heimildir Morgunblaðsins. 8. maí 2019 07:59 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Forstjóri Icelandair Group segir að malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, sem hefur keypt meirihluta í Icelandair Hotels, sjái stórt tækifæri í því að fjölga ferðamönnum frá Asíu til Íslands. Það sé meðal annars ástæðan fyrir kaupunum. Stjórn Icelandair Group hefur skrifað undir kaupsamning við félagið Berjaya Property Ireland Limited, dótturfélag malasísku fyrirtækjasamstæðunnar Berjaya Land Berhad, um að félagið eignist meirihluta í Icelandair Hotels ásamt þeim fasteignum sem tilheyra rekstri hótela keðjunnar. Viðskiptin munu ganga í gegn í lok árs. Stofnandi og stjórnarformaður félagsins er Tan Sri Dato Vincent Tan, oftast þekktur sem Vincent Tan, en hann er eigandi velska knattspyrnuliðsins Cardiff City. Þá hefur hann fjárfest víða í ferðaþjónustu, fasteignum og fjarskipta- og netfyrirtækjum svo dæmi séu nefnd. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að nú sé stefna Icelandair að leggja áherslu á alþjóðlegan flugrekstur. „Mjög gott skref í þeirri stefnubreytingu og styrkir okkar efnahagsreikning og einfaldar. Mjög ánægjulegt að erlendur fjárfestir hafi svo miklar trú á okkar starfsemi.“ Þá hafi margir haft áhuga á að fjárfesta í félaginu.Vincent Tan á leik Cardiff í maí í fyrra.Getty/Nathan MunkleyHeildarvirði Icelandair Hotels og tengdra fasteigna er metið á um 17,1 milljarð íslenskra króna. Um er að ræða fjögur hótel og er heildarfjöldi herbergjaframboðs 1.811. Að auki ætlar félagið, í samstarfi við Hilton Hotels, opna nýtt 145 herbergja glæsihótel á Landsímareit árið 2020. Samkvæmt kaupsamningnum muni Berjaya eignast 75% hlut í félaginu, háð því skilyrði að Icelandair Group haldi eftir 25% hlut í a.m.k. þrjú ár, en samhliða kaupsamningnum hafa Icelandair Group og Berjaya skrifað undir kaup- og söluréttarsamninga vegna eftirstandandi 25% hlutarins. „Við sögðum það strax í upphafi þegar við hófum söluferlið, ekki þegar við hófum viðræður við þennan aðila heldur þegar við hófum ferlið almennt, að þá sögðum við að það kæmi vel til greina að eiga 20-30% hlut í félaginu áfram, með rétta samstarfsaðilanum, og það var í rauninni niðurstaðan í þessum viðskipum.“ Bogi Nils segir að að Vincent Tan sjái mikið tækifæri í Íslandi sem ferðamannalandi og að hann vilji taka þátt í uppbyggingu hér. „Kaupin endurspegla afstöðu hans og hans fyrirtækis og fólks til Íslands og Íslands sem ferðamannalands. Hann hefur mikinn áhuga á Íslandi og telur að möguleikar Íslands í þessum geira séu miklir til framtíðar. […] Hann telur tækifæri í því að auka fjölda ferðamanna frá Asíu til Íslands.“
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Færri ferðamenn en rekstur Icelandair Hotels batnaði Erlendum ferðamönnum fækkaði um fjórðung í maí en hótelkeðjan seldi 31 prósent fleiri gistinætur í mánuðinum. Icelandair flutti rúmlega 30 prósent fleiri farþega í maí. Hjá öðrum stórum hótelkeðjum var samdráttur eða nýting á pari við árið áður. Verð hjá Icelandair Hotels lækkaði um sex prósent í maí. 13. júní 2019 06:15 Eigandi Cardiff kaupir Icelandair Hotels Berjaya,félag í eigu Vincent Tan, kaupir 75 prósent hlut í Icelandair Hotels. 13. júlí 2019 19:06 Eigandi Cardiff kaupir Icelandair Hotels Samningar dótturfélags malasíska fjárfestingafélagsins Berjaya Corporation um kaup á 80% hlut í Icelandair Hotels eru á lokametrunum. Þetta herma heimildir Morgunblaðsins. 8. maí 2019 07:59 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Færri ferðamenn en rekstur Icelandair Hotels batnaði Erlendum ferðamönnum fækkaði um fjórðung í maí en hótelkeðjan seldi 31 prósent fleiri gistinætur í mánuðinum. Icelandair flutti rúmlega 30 prósent fleiri farþega í maí. Hjá öðrum stórum hótelkeðjum var samdráttur eða nýting á pari við árið áður. Verð hjá Icelandair Hotels lækkaði um sex prósent í maí. 13. júní 2019 06:15
Eigandi Cardiff kaupir Icelandair Hotels Berjaya,félag í eigu Vincent Tan, kaupir 75 prósent hlut í Icelandair Hotels. 13. júlí 2019 19:06
Eigandi Cardiff kaupir Icelandair Hotels Samningar dótturfélags malasíska fjárfestingafélagsins Berjaya Corporation um kaup á 80% hlut í Icelandair Hotels eru á lokametrunum. Þetta herma heimildir Morgunblaðsins. 8. maí 2019 07:59