Erlent

Játar að hafa myrt vísindakonuna á Krít

Sylvía Hall skrifar
Tilkynnt var um hvarf Eaton 2. júlí. Lík hennar fannst sex dögum síðar.
Tilkynnt var um hvarf Eaton 2. júlí. Lík hennar fannst sex dögum síðar. Vísir/AP
27 ára gamall maður hefur játað á sig morðið á vísindakonunni Suzanne Eaton sem fannst í skotbyrgi nasista úr síðari heimsstyrjöldinni á grísku eyjunni Krít fyrr í mánuðinum. Dánarorsök hennar er talin vera köfnun. BBC greinir frá. 

Eaton var sameindalíffræðingur frá Max Planck-stofnuninni í Þýskalandi og hafði verið á eyjunni vegna ráðstefnu. Tveir vinir hennar tilkynntu um hvarf hennar þann 2. júlí þegar hún hafði ekki skilað sér til baka eftir hlaup.

Lík Eaton fannst sex dögum síðar í skotbyrginu, um það bil tíu kílómetrum frá staðnum sem hún sást síðast. Vinnur lögregla nú að því að finna út hvar Eaton var myrt en líklegt þykir að hún hafi verið færð í skotbyrgið eftir morðið.

Maðurinn sem játaði á sig morðið er giftur tveggja barna faðir. Talið er að hann hafi ráðist á Eaton til þess að misnota hana kynferðislega.


Tengdar fréttir

Vísindakona fannst myrt í skotbyrgi nasista

Tilkynnt var um hvarf bandarísks sameindalíffræðings 2. júlí. Hún hafði farið út að hlaupa en kom aldrei aftur. Lík hennar fannst í skotbyrgi sem nasistar grófu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×