Meta kröfu um endurupptöku í máli Styrmis Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. júlí 2019 12:30 Ragnar Halldór Hall hæstaréttarlögmaður. Ragnar Halldór Hall, lögmaður Styrmis Þórs Bragasonar, segir að hann muni fara yfir það með Styrmi á næstunni hvort tilefni sé til að krefjast endurupptöku á dómi Hæstaréttar Íslands í máli hans fyrir endurupptökunefnd í ljósi niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í dag að íslenska ríkið hefði brotið á rétti Styrmis til réttlátrar málsmeðferðar með dómi Hæstaréttar Íslands í svokölluðu Exeter-máli. Þá komst Mannréttindadómstóllinn að sömu niðurstöðu í máli Júlíusar Þórs Sigurþórssonar sem var starfsmaður Húsasmiðjunnar og hlaut dóm í Hæstarétti fyrir aðild sína að verðsamráði. Styrmir, sem er fyrrverandi framkvæmdastjóri MP fjárfestingarbanka, var dæmdur fyrir hlutdeild í umboðssvikum í svokölluðu Exeter-máli með dómi Hæstaréttar Íslands sem var kveðinn upp 31. október 2013. Brotið fólst því að talið var sannað að hann hefði í október 2008 lagt á ráðin um að Byr sparisjóður veitti lán til félagsins Exeter Holdings til að fjármagna kaup félagsins á stofnfjárbréfum sem meðal annars voru í eigu þáverandi stjórnarformanns og sparisjóðsstjóra Byrs. Með þeim viðskiptum, sem voru að langstærstum hluta fjármögnuð af Byr sparisjóði, var málum komið þannig fyrir að áhættu á tjóni vegna stofnfjárbréfanna, sem áður hafði hvílt á MP fjárfestingarbanka, var velt yfir á sparisjóðinn. Var Styrmir dæmdur í eins árs fangelsi en sparisjóðsstjóri og stjórnarformaður Byrs höfðu áður hlotið dóma fyrir umboðssvik vegna sömu viðskipta. Styrmir kærði íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu eftir að dómur Hæstaréttar var kveðinn upp en hann taldi að hann hefði ekki notið réttlátrar málsmeðferðar í málinu í skilningi 1. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Styrmir hafði verið sýknaður af Héraðsdómi Reykjavíkur en sýknudómi í málinu var snúið við í Hæstarétti án milliliðalausrar sönnunarfærslu. Hæstiréttur hafði aðeins fengið útprentanir af vitnisburðum en ekki hlýtt á þá milliliðalaust.Styrmir Þór Bragason í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar aðalmeðferð í máli hans fór fram þar. Hann var sýknaður í Héraðsdómi en Hæstiréttur sneri þeim dóm við og dæmdi hann í eins árs fangelsi hinn 31. október 2013. Vísir/StefánHæstiréttur átti að boða Styrmi og önnur vitni til skýrslugjafar Mannréttindasdómstóllinn byggir á því að sú niðurstaða Hæstaréttar að Styrmi „hafi ekki getað dulist“ að lánið, sem ákært var fyrir í málinu, hafi verið veitt með ólögmætum hætti, hafi í raun verið reist á breiðari grunni en niðurstaða héraðsdóms. Þá megi ráða af dómi Hæstaréttar að rétturinn hafi komist að þessari niðurstöðu með mati á gögnum málsins, þar á meðal útprentunum af skýrslu Styrmis sjálfs og annarra vitna fyrir héraðsdómi. Í ljósi þess að Hæstiréttur hafi komist að þessari niðurstöðu án þess að hlýða á framburð Styrmis hafi verið brotinn á honum réttur til réttlátrar málsmeðferðar. Mannréttindadómstóllinn telur að ekkert hafi réttlætt það að Styrmir og önnur vitni hafi ekki verið boðuð fyrir Hæstarétt til að gefa skýrslu milliliðalaust áður en dómur var kveðinn upp í málinu. Í því sambandi skipti engu máli þótt Hæstiréttur hafi haft afrit af skýrslum þessara vitna fyrir héraðsdómi. „Héraðsdómur tók skýrt fram að framburður Styrmis og annarra sem komu fyrir dóminn væru trúverðugir og sýknaði. Þetta er í raun alveg sambærilegt við málið sem kennt hefur verið við Vegas veitingastaðinn. Það var endurupptekið í Hæstarétti í framhaldi af dómi Mannréttindadómstóls Evrópu og sá sem hafði verið sakfelldur áður var að lokum sýknaður,“ segir Ragnar Halldór Hall lögmaður Styrmis. Mun Styrmir krefjast endurupptöku á dómi Hæstaréttar fyrir endurupptökunefnd núna þegar dómur Mannréttindadómstóls Evrópu liggur fyrir? „Það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um það. Styrmir er erlendis. Ég á eftir að fara yfir það með honum hver viðbrögðin verða við þessum dómi,“ segir Ragnar. Íslenska ríkið var dæmt til að greiða Styrmi 7.500 evrur í bætur. Í öðrum dómi sem Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp í morgun var því slegið föstu að íslenska ríkið hefði brotið á rétti Júlíusar Þórs Sigurþórssonar, fyrrverandi starfsmanni Húsasmiðjunnar. Júlíus var dæmdur í níu mánaða fangelsi í Hæstarétti árið 2016 fyrir hlutdeild sína verðsamráði vegna starfa sinna fyrir Húsasmiðjuna á árunum 2010-2011. Niðurstaðan í máli Júlíusar var sú sama og í máli Styrmis. Mannaréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að 1. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu hefði verið brotin þegar Hæstiréttur endurmat munnlegan vitnisburð. Júlíusi voru hins vegar ekki dæmdar bætur. Milliðalaus sönnunarfærsla í sakamálum er ekki lengur vandamál á áfrýjunarstigi hér á landi eftir að Landsréttur tók til starfa hinn 1. janúar 2018. Dómsmál Tengdar fréttir Mannréttindadómstóll Evrópu dæmir íslenska ríkið brotlegt í málum Júlíusar og Styrmis Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í morgun að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt gagnvart þeim Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP Banka og fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Húsasmiðjunni, Júlíusi Þór Sigurþórssyni. 16. júlí 2019 09:12 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Sjá meira
Ragnar Halldór Hall, lögmaður Styrmis Þórs Bragasonar, segir að hann muni fara yfir það með Styrmi á næstunni hvort tilefni sé til að krefjast endurupptöku á dómi Hæstaréttar Íslands í máli hans fyrir endurupptökunefnd í ljósi niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í dag að íslenska ríkið hefði brotið á rétti Styrmis til réttlátrar málsmeðferðar með dómi Hæstaréttar Íslands í svokölluðu Exeter-máli. Þá komst Mannréttindadómstóllinn að sömu niðurstöðu í máli Júlíusar Þórs Sigurþórssonar sem var starfsmaður Húsasmiðjunnar og hlaut dóm í Hæstarétti fyrir aðild sína að verðsamráði. Styrmir, sem er fyrrverandi framkvæmdastjóri MP fjárfestingarbanka, var dæmdur fyrir hlutdeild í umboðssvikum í svokölluðu Exeter-máli með dómi Hæstaréttar Íslands sem var kveðinn upp 31. október 2013. Brotið fólst því að talið var sannað að hann hefði í október 2008 lagt á ráðin um að Byr sparisjóður veitti lán til félagsins Exeter Holdings til að fjármagna kaup félagsins á stofnfjárbréfum sem meðal annars voru í eigu þáverandi stjórnarformanns og sparisjóðsstjóra Byrs. Með þeim viðskiptum, sem voru að langstærstum hluta fjármögnuð af Byr sparisjóði, var málum komið þannig fyrir að áhættu á tjóni vegna stofnfjárbréfanna, sem áður hafði hvílt á MP fjárfestingarbanka, var velt yfir á sparisjóðinn. Var Styrmir dæmdur í eins árs fangelsi en sparisjóðsstjóri og stjórnarformaður Byrs höfðu áður hlotið dóma fyrir umboðssvik vegna sömu viðskipta. Styrmir kærði íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu eftir að dómur Hæstaréttar var kveðinn upp en hann taldi að hann hefði ekki notið réttlátrar málsmeðferðar í málinu í skilningi 1. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Styrmir hafði verið sýknaður af Héraðsdómi Reykjavíkur en sýknudómi í málinu var snúið við í Hæstarétti án milliliðalausrar sönnunarfærslu. Hæstiréttur hafði aðeins fengið útprentanir af vitnisburðum en ekki hlýtt á þá milliliðalaust.Styrmir Þór Bragason í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar aðalmeðferð í máli hans fór fram þar. Hann var sýknaður í Héraðsdómi en Hæstiréttur sneri þeim dóm við og dæmdi hann í eins árs fangelsi hinn 31. október 2013. Vísir/StefánHæstiréttur átti að boða Styrmi og önnur vitni til skýrslugjafar Mannréttindasdómstóllinn byggir á því að sú niðurstaða Hæstaréttar að Styrmi „hafi ekki getað dulist“ að lánið, sem ákært var fyrir í málinu, hafi verið veitt með ólögmætum hætti, hafi í raun verið reist á breiðari grunni en niðurstaða héraðsdóms. Þá megi ráða af dómi Hæstaréttar að rétturinn hafi komist að þessari niðurstöðu með mati á gögnum málsins, þar á meðal útprentunum af skýrslu Styrmis sjálfs og annarra vitna fyrir héraðsdómi. Í ljósi þess að Hæstiréttur hafi komist að þessari niðurstöðu án þess að hlýða á framburð Styrmis hafi verið brotinn á honum réttur til réttlátrar málsmeðferðar. Mannréttindadómstóllinn telur að ekkert hafi réttlætt það að Styrmir og önnur vitni hafi ekki verið boðuð fyrir Hæstarétt til að gefa skýrslu milliliðalaust áður en dómur var kveðinn upp í málinu. Í því sambandi skipti engu máli þótt Hæstiréttur hafi haft afrit af skýrslum þessara vitna fyrir héraðsdómi. „Héraðsdómur tók skýrt fram að framburður Styrmis og annarra sem komu fyrir dóminn væru trúverðugir og sýknaði. Þetta er í raun alveg sambærilegt við málið sem kennt hefur verið við Vegas veitingastaðinn. Það var endurupptekið í Hæstarétti í framhaldi af dómi Mannréttindadómstóls Evrópu og sá sem hafði verið sakfelldur áður var að lokum sýknaður,“ segir Ragnar Halldór Hall lögmaður Styrmis. Mun Styrmir krefjast endurupptöku á dómi Hæstaréttar fyrir endurupptökunefnd núna þegar dómur Mannréttindadómstóls Evrópu liggur fyrir? „Það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um það. Styrmir er erlendis. Ég á eftir að fara yfir það með honum hver viðbrögðin verða við þessum dómi,“ segir Ragnar. Íslenska ríkið var dæmt til að greiða Styrmi 7.500 evrur í bætur. Í öðrum dómi sem Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp í morgun var því slegið föstu að íslenska ríkið hefði brotið á rétti Júlíusar Þórs Sigurþórssonar, fyrrverandi starfsmanni Húsasmiðjunnar. Júlíus var dæmdur í níu mánaða fangelsi í Hæstarétti árið 2016 fyrir hlutdeild sína verðsamráði vegna starfa sinna fyrir Húsasmiðjuna á árunum 2010-2011. Niðurstaðan í máli Júlíusar var sú sama og í máli Styrmis. Mannaréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að 1. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu hefði verið brotin þegar Hæstiréttur endurmat munnlegan vitnisburð. Júlíusi voru hins vegar ekki dæmdar bætur. Milliðalaus sönnunarfærsla í sakamálum er ekki lengur vandamál á áfrýjunarstigi hér á landi eftir að Landsréttur tók til starfa hinn 1. janúar 2018.
Dómsmál Tengdar fréttir Mannréttindadómstóll Evrópu dæmir íslenska ríkið brotlegt í málum Júlíusar og Styrmis Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í morgun að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt gagnvart þeim Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP Banka og fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Húsasmiðjunni, Júlíusi Þór Sigurþórssyni. 16. júlí 2019 09:12 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu dæmir íslenska ríkið brotlegt í málum Júlíusar og Styrmis Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í morgun að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt gagnvart þeim Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP Banka og fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Húsasmiðjunni, Júlíusi Þór Sigurþórssyni. 16. júlí 2019 09:12