Lýsir því hvernig veist var að múslimsku konunum við verslunarkjarnann Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. júlí 2019 16:15 Þórunn Ólafsdóttir hefur barist fyrir réttindum flóttafólks í mörg ár og meðal annars starfað með flóttafólki í Grikklandi. Hún er vinkona kvennanna þriggja sem veist var að í gær. Þórunn Ólafsdóttir, vinkona múslimsku kvennanna þriggja sem veist var að í gær við verslunarkjarna í Breiðholti, lýsir atburðarásinni í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu sem mögulegur hatursglæpur. Þórunn segir að þegar konurnar hafi verið á leið út úr versluninni hafi önnur kona veist að þeim: „[…] fyrst með ókvæðisorðum en svo bætti hún í og hrækti á þau og gerði tilraunir til að rífa í hijab kvennanna, sem er þekkt aðferð hatursglæpamanna til að niðurlægja múslima. Tilefni árásarinnar var hatur í garð innflytjenda og múslima. Í landinu sem ætlaði sér að veita fjölskyldunni öruggt skjól. Árásarmanneskjan hvæsti ítrekað á fólkið að það skyldi koma sér heim og það væri ekki velkomið hér á Íslandi.“ Þórunn segir að fyrstu viðbrögð fjölskyldunnar við þessu hafi verið hárrétt þar sem þau hafi hringt á lögregluna. Með því hafi þau sýnt mikið hugrekki því það sé ekki sjálfgefið að fólk í þeirra stöðu treysti lögreglunni.„Taldi lögreglan í alvöru ekki mikilvægt að tryggja öryggi fjölskyldunnar við þessar aðstæður?“ Að sögn Þórunnar hafi lögreglan hins vegar ekki séð ástæðu til þess að koma á staðinn heldur fékk fjölskyldan þau skilaboð að þau væru velkomin á lögreglustöð daginn eftir til þess að tilkynna það sem hafði gerst. Þórunn brá því á það ráð að hringja sjálf í lögregluna þar sem fjölskyldan hafi staðið í áfalli fyrir utan verslunina, dauðhrædd og óviss um hvað hún ætti til bragðs að taka: „Mín fyrstu viðbrögð voru að hringja í lögregluna og óska eftir að þau fengju lögregluaðstoð strax. Hvort það var lýtalaus íslenskan mín eða sem náði að sannfæra lögregluna um að þarna væri fólk sem þyrfti á lögregluaðstoð að halda skal ég ekki segja til um, en lögreglan var í þessari atrennu tilbúnari að koma á staðinn. Niðurstaðan varð þó á endanum sú að fólkið var beðið að koma og hitta lögregluna á Dalvegi og gefa skýrslu. Mér er enn algjörlega fyrirmunað að skilja hvers vegna lögreglan sá ekki ástæðu til að skipta sér af á meðan árásin stóð yfir. Ég var vissulega ekki á staðnum sjálf og því ekki með fullkomna yfirsýn yfir tímalínuna, en taldi lögreglan í alvöru ekki mikilvægt að tryggja öryggi fjölskyldunnar við þessar aðstæður? Þótti ekki ástæða til að kanna málið og gera tilraun til að hafa uppi á árásarmanneskjunni? Voru engin vitni á vettvangi sem talið var mikilvægt að ná tali af? Hvað með sönnunargögn eins og upptökur úr öryggismyndavélum verslunarinnar? Nú ætla ég ekki að þykjast hafa meira vit á vinnubrögðum lögreglunnar en hún sjálf, en hvernig hefði þetta mál endað ef fjölskyldan hefði ekki átt bakland sem gat gengið í málið? Hversu mörgum svona árásum heyrum við aldrei af?“ segir Þórunn í færslunni.Hvetur vitni til þess að setja sig í samband við lögreglu Þá bætir hún við að það sem setji að henni mestan óhug sé það að atburður sem þessi eigi sér stað um hábjartan dag í landi sem kennir sig við friðsæld og öryggi. Já ég „Ofbeldið sem árásarmanneskjan ákvað að beita er af grafalvarlegum toga og á hennar eigin ábyrgð, en því miður ekki hægt að líta á það sem einangrað tilvik. Samhengið er miklu, miklu stærra. Hatursorðræðu, rasisma og íslamófóbíu hefur vaxið fiskur um hrygg í samfélaginu okkar undanfarin misseri. Sú ógnvænlega þróun á sér margar skýringar og fjölmargir sem bera þar mikla ábyrgð - stjórnmálafólk, fjölmiðlar og fólkið sem veitir þessum hugmyndum brautargengi og fjöldinn sem lætur þær óáreittar. Hvernig samfélag viljum við eiginlega vera? Ég hvet fólk sem varð vitni að árásinni að setja sig í samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Þórunn að lokum. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Veist að þremur múslimskum konum Lögreglan rannsakar nú hugsanlegan hatursglæp, sem tilkynnt var um í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöld. 16. júlí 2019 07:18 Talin hafa hrópað á konurnar að fara úr búrkunum Lögreglan rannsakar nú hugsanlegan hatursglæp sem tilkynnt var um í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Þar á kona að hafa hrópað og hreytt rasískum fúkyrðum í þrjár múslimskar konur sem staddar voru við verslunarkjarna við Lóuhóla. 16. júlí 2019 11:45 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Þórunn Ólafsdóttir, vinkona múslimsku kvennanna þriggja sem veist var að í gær við verslunarkjarna í Breiðholti, lýsir atburðarásinni í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu sem mögulegur hatursglæpur. Þórunn segir að þegar konurnar hafi verið á leið út úr versluninni hafi önnur kona veist að þeim: „[…] fyrst með ókvæðisorðum en svo bætti hún í og hrækti á þau og gerði tilraunir til að rífa í hijab kvennanna, sem er þekkt aðferð hatursglæpamanna til að niðurlægja múslima. Tilefni árásarinnar var hatur í garð innflytjenda og múslima. Í landinu sem ætlaði sér að veita fjölskyldunni öruggt skjól. Árásarmanneskjan hvæsti ítrekað á fólkið að það skyldi koma sér heim og það væri ekki velkomið hér á Íslandi.“ Þórunn segir að fyrstu viðbrögð fjölskyldunnar við þessu hafi verið hárrétt þar sem þau hafi hringt á lögregluna. Með því hafi þau sýnt mikið hugrekki því það sé ekki sjálfgefið að fólk í þeirra stöðu treysti lögreglunni.„Taldi lögreglan í alvöru ekki mikilvægt að tryggja öryggi fjölskyldunnar við þessar aðstæður?“ Að sögn Þórunnar hafi lögreglan hins vegar ekki séð ástæðu til þess að koma á staðinn heldur fékk fjölskyldan þau skilaboð að þau væru velkomin á lögreglustöð daginn eftir til þess að tilkynna það sem hafði gerst. Þórunn brá því á það ráð að hringja sjálf í lögregluna þar sem fjölskyldan hafi staðið í áfalli fyrir utan verslunina, dauðhrædd og óviss um hvað hún ætti til bragðs að taka: „Mín fyrstu viðbrögð voru að hringja í lögregluna og óska eftir að þau fengju lögregluaðstoð strax. Hvort það var lýtalaus íslenskan mín eða sem náði að sannfæra lögregluna um að þarna væri fólk sem þyrfti á lögregluaðstoð að halda skal ég ekki segja til um, en lögreglan var í þessari atrennu tilbúnari að koma á staðinn. Niðurstaðan varð þó á endanum sú að fólkið var beðið að koma og hitta lögregluna á Dalvegi og gefa skýrslu. Mér er enn algjörlega fyrirmunað að skilja hvers vegna lögreglan sá ekki ástæðu til að skipta sér af á meðan árásin stóð yfir. Ég var vissulega ekki á staðnum sjálf og því ekki með fullkomna yfirsýn yfir tímalínuna, en taldi lögreglan í alvöru ekki mikilvægt að tryggja öryggi fjölskyldunnar við þessar aðstæður? Þótti ekki ástæða til að kanna málið og gera tilraun til að hafa uppi á árásarmanneskjunni? Voru engin vitni á vettvangi sem talið var mikilvægt að ná tali af? Hvað með sönnunargögn eins og upptökur úr öryggismyndavélum verslunarinnar? Nú ætla ég ekki að þykjast hafa meira vit á vinnubrögðum lögreglunnar en hún sjálf, en hvernig hefði þetta mál endað ef fjölskyldan hefði ekki átt bakland sem gat gengið í málið? Hversu mörgum svona árásum heyrum við aldrei af?“ segir Þórunn í færslunni.Hvetur vitni til þess að setja sig í samband við lögreglu Þá bætir hún við að það sem setji að henni mestan óhug sé það að atburður sem þessi eigi sér stað um hábjartan dag í landi sem kennir sig við friðsæld og öryggi. Já ég „Ofbeldið sem árásarmanneskjan ákvað að beita er af grafalvarlegum toga og á hennar eigin ábyrgð, en því miður ekki hægt að líta á það sem einangrað tilvik. Samhengið er miklu, miklu stærra. Hatursorðræðu, rasisma og íslamófóbíu hefur vaxið fiskur um hrygg í samfélaginu okkar undanfarin misseri. Sú ógnvænlega þróun á sér margar skýringar og fjölmargir sem bera þar mikla ábyrgð - stjórnmálafólk, fjölmiðlar og fólkið sem veitir þessum hugmyndum brautargengi og fjöldinn sem lætur þær óáreittar. Hvernig samfélag viljum við eiginlega vera? Ég hvet fólk sem varð vitni að árásinni að setja sig í samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Þórunn að lokum.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Veist að þremur múslimskum konum Lögreglan rannsakar nú hugsanlegan hatursglæp, sem tilkynnt var um í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöld. 16. júlí 2019 07:18 Talin hafa hrópað á konurnar að fara úr búrkunum Lögreglan rannsakar nú hugsanlegan hatursglæp sem tilkynnt var um í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Þar á kona að hafa hrópað og hreytt rasískum fúkyrðum í þrjár múslimskar konur sem staddar voru við verslunarkjarna við Lóuhóla. 16. júlí 2019 11:45 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Veist að þremur múslimskum konum Lögreglan rannsakar nú hugsanlegan hatursglæp, sem tilkynnt var um í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöld. 16. júlí 2019 07:18
Talin hafa hrópað á konurnar að fara úr búrkunum Lögreglan rannsakar nú hugsanlegan hatursglæp sem tilkynnt var um í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Þar á kona að hafa hrópað og hreytt rasískum fúkyrðum í þrjár múslimskar konur sem staddar voru við verslunarkjarna við Lóuhóla. 16. júlí 2019 11:45
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“