Héraðsdómur úrskurðar ALC í hag Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. júlí 2019 10:26 Flugvélin sem Isavia kyrrsetti vegna skuldar WOW air sést hér á Keflavíkurflugvelli. Visir/vilhelm Isavia var einungis heimilt að kyrrsetja þotuna TF-GPA, sem ALC hafði leigt til WOW air, vegna lendingargjalda og annarra gjalda sem tengdust notkun þessarar tilteknu þotu, en ekki vegna heildarskulda WOW air við Isavia. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness, sem úrskurðaði í málinu í dag. Þetta er í annað sinn sem aðfararmál vegna kyrrsetningar vélarinnar er tekið fyrir í héraði. Í úrskurði héraðsdóms kom einnig fram að réttaaráhrif úrskurðarins frestist ekki þó málinu yrði skotið til Landsréttar. Eins var Isavia gert að greiða einnar miljónar króna málskostnað ALC vegna málsins. Í samtali við fréttastofu staðfesti Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC, að úrskurðurinn geri félaginu kleift að nálgast þotuna strax. Ekki skipti máli hvort málinu verði skotið til Landsréttar. ALC hafði þegar fellt sig við fyrri niðurstöðu héraðsdóms sem var á sömu leið, og greiddi þar með þær 87 milljónir sem á þotunni hvíldu. Málið hefur ferðast upp og niður dómskerfið en ALC hefur statt og stöðugt haldið því fram að félaginu beri ekki að greiða nema þær skuldir WOW sem tengdust þessari tilteknu vél. Isavia vildi hins vegar fá allar skuldir WOW air greiddar og hélt vélinni því eftir, þrátt fyrir að ALC hefði greitt milljónirnar 87 sem hvíldu á vélinni. Í fyrstu atrennu komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að ALC bæri ekki að greiða allar skuldir WOW en Isavia skaut þeim úrskurði til Landsréttar, sem staðfesti heimild Isavia til þess að kyrrsetja vélina, en tók ekki afstöðu til forsendna kyrrsetningarinnar. Málinu var síðan skotið til Hæstaréttar sem sendi málið aftur til Landsréttar. ALC lagði síðan fram aðra aðfararbeiðni sem héraðsdómur hefur nú úrskurðað um. Eins og áður segir komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að Isavia hafi aðeins verið heimilt að kyrrsetja vélina vegna lendingargjalda og annarra gjalda sem tengdust notkun vélarinnar, en ekki heildarskulda WOW við Isavia. Réttaráhrifum úrskurðarins verður ekki frestað og þar með ætti ALC að geta nálgast vélina, hvort sem málinu verður skotið áfram til Landsréttar eða ekki.Isavia furðar sig á úrskurðinum Í yfirlýsingu frá Isavia kemur fram að félagið furði sig á niðurstöðu héraðsdóms. Þar segir að niðurstaðan sé í miklu ósamræmi við fyrri umfjöllun Landsréttar um málið. Þar hafi Landsréttur með mjög skýrum hætti lýst skoðun æðra dómsstigs á túlkun lagaákvæðis sem stuðst hefur verið við í umfjöllun um málið. „Þá teljum við verulega ámælisvert að beiðni um frestun réttaráhrifa sé hafnað í ljósi þeirra fjárhagslegu hagsmuna sem undir eru. Frestun réttaráhrifa hefði haft óveruleg áhrif á ALC en hefði tryggt eðlilega meðferð jafn mikilvægs máls fyrir æðra dómstigi,“ segir í tilkynningunni. Segir þar einnig að með synjun héraðsdóms um frestun réttaráhrifa sé möguleiki Isavia til að fá endanlegan úrskurð fyrir fjölskipuðum dómi takmarkaður. Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Fleiri fréttir Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Sjá meira
Isavia var einungis heimilt að kyrrsetja þotuna TF-GPA, sem ALC hafði leigt til WOW air, vegna lendingargjalda og annarra gjalda sem tengdust notkun þessarar tilteknu þotu, en ekki vegna heildarskulda WOW air við Isavia. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness, sem úrskurðaði í málinu í dag. Þetta er í annað sinn sem aðfararmál vegna kyrrsetningar vélarinnar er tekið fyrir í héraði. Í úrskurði héraðsdóms kom einnig fram að réttaaráhrif úrskurðarins frestist ekki þó málinu yrði skotið til Landsréttar. Eins var Isavia gert að greiða einnar miljónar króna málskostnað ALC vegna málsins. Í samtali við fréttastofu staðfesti Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC, að úrskurðurinn geri félaginu kleift að nálgast þotuna strax. Ekki skipti máli hvort málinu verði skotið til Landsréttar. ALC hafði þegar fellt sig við fyrri niðurstöðu héraðsdóms sem var á sömu leið, og greiddi þar með þær 87 milljónir sem á þotunni hvíldu. Málið hefur ferðast upp og niður dómskerfið en ALC hefur statt og stöðugt haldið því fram að félaginu beri ekki að greiða nema þær skuldir WOW sem tengdust þessari tilteknu vél. Isavia vildi hins vegar fá allar skuldir WOW air greiddar og hélt vélinni því eftir, þrátt fyrir að ALC hefði greitt milljónirnar 87 sem hvíldu á vélinni. Í fyrstu atrennu komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að ALC bæri ekki að greiða allar skuldir WOW en Isavia skaut þeim úrskurði til Landsréttar, sem staðfesti heimild Isavia til þess að kyrrsetja vélina, en tók ekki afstöðu til forsendna kyrrsetningarinnar. Málinu var síðan skotið til Hæstaréttar sem sendi málið aftur til Landsréttar. ALC lagði síðan fram aðra aðfararbeiðni sem héraðsdómur hefur nú úrskurðað um. Eins og áður segir komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að Isavia hafi aðeins verið heimilt að kyrrsetja vélina vegna lendingargjalda og annarra gjalda sem tengdust notkun vélarinnar, en ekki heildarskulda WOW við Isavia. Réttaráhrifum úrskurðarins verður ekki frestað og þar með ætti ALC að geta nálgast vélina, hvort sem málinu verður skotið áfram til Landsréttar eða ekki.Isavia furðar sig á úrskurðinum Í yfirlýsingu frá Isavia kemur fram að félagið furði sig á niðurstöðu héraðsdóms. Þar segir að niðurstaðan sé í miklu ósamræmi við fyrri umfjöllun Landsréttar um málið. Þar hafi Landsréttur með mjög skýrum hætti lýst skoðun æðra dómsstigs á túlkun lagaákvæðis sem stuðst hefur verið við í umfjöllun um málið. „Þá teljum við verulega ámælisvert að beiðni um frestun réttaráhrifa sé hafnað í ljósi þeirra fjárhagslegu hagsmuna sem undir eru. Frestun réttaráhrifa hefði haft óveruleg áhrif á ALC en hefði tryggt eðlilega meðferð jafn mikilvægs máls fyrir æðra dómstigi,“ segir í tilkynningunni. Segir þar einnig að með synjun héraðsdóms um frestun réttaráhrifa sé möguleiki Isavia til að fá endanlegan úrskurð fyrir fjölskipuðum dómi takmarkaður.
Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Fleiri fréttir Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Sjá meira