Ákveðið síðar í dag hvort nýr Herjólfur hefur áætlunarsiglingar á morgun Sighvatur Jónsson skrifar 17. júlí 2019 11:45 Nýr Herjólfur kom til Vestmannaeyja 14. júní síðastliðinn. Eyjar.net/Tryggvi Már Ákveðið verður síðar í dag hvort nýr Herjólfur hefur siglingar milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar á morgun eins og stefnt hefur verið að. Framkvæmdastjóri Herjólfs segir einungis fínstillingar eftir varðandi skip og svokallaða ekjubrú í Eyjum. Nýr Herjólfur var í prufusiglingum milli lands og Eyja í gær og verður áfram í dag. Skipið kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum fyrir rúmum fjórum vikum. Í upphafi var stefnt að því að hefja áætlunarsiglingar um hálfum mánuði síðar. Það hefur dregist vegna vinnu við ekjubrýr sem bílum er ekið eftir um borð í ferjuna.Mislangar ekjubrýr Brýrnar í Eyjum og Landeyjum eru mislangar og ferjurnar ekki jafn breiðar. Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segir að verið sé að tryggja það að hægt verði að nota bæði gamla Herjólf og þann nýja. „Brúin í Landeyjum er um 19 metrar en hún er ekki nema 14 í Vestmannaeyjum, þannig að það er búið að lengja hana örlítið. Það er líka búið að ganga frá við Landeyjahöfn. Þetta snýr að því að fellihlerarnir sem falla niður á brúna eru aðeins öðruvísi á nýju ferjunni. Það er búið að laga það þannig að þeir ganga inn á ekjubrúna báðum megin.“Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, og Katrin Jakobsdóttir forsætisráðherra við móttökuathöfn 15. júní síðastliðinn vegna komu nýs Herjólfs til Vestmannaeyja.Eyjar.net/Tryggvi MárVarð að bíða eftir skipinu Guðbjartur segir að einnig þurfa að stilla af landgöngubrýr. Aðspurður hvort hægt hefði verið að vinna að þessum framkvæmdum áður en skipið kom til landsins segir hann það ekki hafa verið mögulegt.Það eru allir óþreyjufullir hjá félaginu að koma nýju ferjunni undir og geta byrjað að sigla. „Málið er það að þessi fínstilling hún hefði hvort sem er aldrei geta átt sér stað fyrr en skipið var komið til Vestmannaeyja þannig að við gætum gert þessar stillingar með skipið undir.“ Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segir að við framkvæmdir við ekjubrú í Vestmannaeyjum þurfi einnig að taka tillit til sjávarfalla vegna styttri brúar þar. Hann segir að siglingar nýja Herjólfs verði þó ekki háðar sjávarföllum, ferjan fari sjö ferðir á dag samkvæmt áætlun. Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Fjórði Herjólfur til Eyja 60 árum eftir komu þess fyrsta Fjölmenni var á móttökuhátíð í Vestmannaeyjum í dag þar sem komu nýs Herjólfs var fagnað, 60 árum eftir að fyrsta farþegaferjan með þessu nafni kom til Eyja. Samgönguráðherra segir langþráðum áfanga náð. 15. júní 2019 19:00 Einblína á rafvæðingu ferja líkt og Norðmenn Framkvæmdastjóri Sæferða segir að einblína eigi á rafvæðingu ferja á Íslandi líkt og gert er í Noregi. Þá þurfi íslenska ríkið hins vegar að lengja þjónustusamninga vegna reksturs skipanna. Erfitt sé fyrir einkaaðila að fjárfesta í rafvæddum ferjum. 16. júní 2019 16:52 Herjólfur loksins afhentur og formlega kominn með nafn Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra nefndi formlega nýjan Herjólf og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, flutti ávarp þar sem hann afhenti Vestmannaeyingum hina nýju ferju. 15. júní 2019 17:15 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Ákveðið verður síðar í dag hvort nýr Herjólfur hefur siglingar milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar á morgun eins og stefnt hefur verið að. Framkvæmdastjóri Herjólfs segir einungis fínstillingar eftir varðandi skip og svokallaða ekjubrú í Eyjum. Nýr Herjólfur var í prufusiglingum milli lands og Eyja í gær og verður áfram í dag. Skipið kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum fyrir rúmum fjórum vikum. Í upphafi var stefnt að því að hefja áætlunarsiglingar um hálfum mánuði síðar. Það hefur dregist vegna vinnu við ekjubrýr sem bílum er ekið eftir um borð í ferjuna.Mislangar ekjubrýr Brýrnar í Eyjum og Landeyjum eru mislangar og ferjurnar ekki jafn breiðar. Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segir að verið sé að tryggja það að hægt verði að nota bæði gamla Herjólf og þann nýja. „Brúin í Landeyjum er um 19 metrar en hún er ekki nema 14 í Vestmannaeyjum, þannig að það er búið að lengja hana örlítið. Það er líka búið að ganga frá við Landeyjahöfn. Þetta snýr að því að fellihlerarnir sem falla niður á brúna eru aðeins öðruvísi á nýju ferjunni. Það er búið að laga það þannig að þeir ganga inn á ekjubrúna báðum megin.“Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, og Katrin Jakobsdóttir forsætisráðherra við móttökuathöfn 15. júní síðastliðinn vegna komu nýs Herjólfs til Vestmannaeyja.Eyjar.net/Tryggvi MárVarð að bíða eftir skipinu Guðbjartur segir að einnig þurfa að stilla af landgöngubrýr. Aðspurður hvort hægt hefði verið að vinna að þessum framkvæmdum áður en skipið kom til landsins segir hann það ekki hafa verið mögulegt.Það eru allir óþreyjufullir hjá félaginu að koma nýju ferjunni undir og geta byrjað að sigla. „Málið er það að þessi fínstilling hún hefði hvort sem er aldrei geta átt sér stað fyrr en skipið var komið til Vestmannaeyja þannig að við gætum gert þessar stillingar með skipið undir.“ Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segir að við framkvæmdir við ekjubrú í Vestmannaeyjum þurfi einnig að taka tillit til sjávarfalla vegna styttri brúar þar. Hann segir að siglingar nýja Herjólfs verði þó ekki háðar sjávarföllum, ferjan fari sjö ferðir á dag samkvæmt áætlun.
Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Fjórði Herjólfur til Eyja 60 árum eftir komu þess fyrsta Fjölmenni var á móttökuhátíð í Vestmannaeyjum í dag þar sem komu nýs Herjólfs var fagnað, 60 árum eftir að fyrsta farþegaferjan með þessu nafni kom til Eyja. Samgönguráðherra segir langþráðum áfanga náð. 15. júní 2019 19:00 Einblína á rafvæðingu ferja líkt og Norðmenn Framkvæmdastjóri Sæferða segir að einblína eigi á rafvæðingu ferja á Íslandi líkt og gert er í Noregi. Þá þurfi íslenska ríkið hins vegar að lengja þjónustusamninga vegna reksturs skipanna. Erfitt sé fyrir einkaaðila að fjárfesta í rafvæddum ferjum. 16. júní 2019 16:52 Herjólfur loksins afhentur og formlega kominn með nafn Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra nefndi formlega nýjan Herjólf og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, flutti ávarp þar sem hann afhenti Vestmannaeyingum hina nýju ferju. 15. júní 2019 17:15 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Fjórði Herjólfur til Eyja 60 árum eftir komu þess fyrsta Fjölmenni var á móttökuhátíð í Vestmannaeyjum í dag þar sem komu nýs Herjólfs var fagnað, 60 árum eftir að fyrsta farþegaferjan með þessu nafni kom til Eyja. Samgönguráðherra segir langþráðum áfanga náð. 15. júní 2019 19:00
Einblína á rafvæðingu ferja líkt og Norðmenn Framkvæmdastjóri Sæferða segir að einblína eigi á rafvæðingu ferja á Íslandi líkt og gert er í Noregi. Þá þurfi íslenska ríkið hins vegar að lengja þjónustusamninga vegna reksturs skipanna. Erfitt sé fyrir einkaaðila að fjárfesta í rafvæddum ferjum. 16. júní 2019 16:52
Herjólfur loksins afhentur og formlega kominn með nafn Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra nefndi formlega nýjan Herjólf og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, flutti ávarp þar sem hann afhenti Vestmannaeyingum hina nýju ferju. 15. júní 2019 17:15