Bjart er yfir Bjargi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 18. júlí 2019 08:30 Fyrir nokkru gerðist sá ánægjulegi atburður að fyrsti leigjandinn flutti inn í nýtt fjölbýlishús sem íbúðafélagið Bjarg reisti í Grafavogi. Þar með hófst bylting í húsnæðismálum sem vonandi sér ekki fyrir endann á. Allt of lengi hefur verið við lýði lögmál villta vesturs á leigumarkaði og markvisst hefur verið unnið gegn félagslegum lausnum á húsnæðismarkaði. Nægir þar að nefna að á sínum tíma var verkamannahúsnæðiskerfið lagt niður. Auk þess má nefna leigufélagið Klett sem leigði út eignir Íbúðalánasjóðs á félagslegum grunni, til fólks á viðráðanlegu verði og til langs tíma. Leigufélagið Klettur tryggði þúsundum fjölskyldna húsnæðisöryggi um tíma en einn lélegasti félagsmálaráðherra sem verið hefur seldi leigufélagið til leigufélags í eigu Gamma. Þetta leiddi til þess að gildistímar leigusamninga voru styttir og leigan hækkaði um tugi prósenta á milli ára! Bjarg, sem er í eigu ASÍ og BSRB, er stofnað með félagslegri hugsun sem virkjar stéttarfélögin til að leita húsnæðislausna fyrir sína félagsmenn. Bjarg er með stórtæk áform á prjónunum um að reisa fjölbýlishús í Reykjavík, Akranesi, Akureyri, Selfossi, Þorlákshöfn og Hafnarfirði með allt að 1.000 íbúðum á næstu þrem árum! Bjarg var stofnað til að mæta mikilli þörf á húsnæðismarkaði sem ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bjarna Benediktssonar töldu markaðinn eiga að leysa með GAMMA væðingu á félagslegum leigufélögum. Bjarg hefur leitað til allra sveitarfélaga um samstarf og vekur það undrun að stór sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu eins og Kópavogur og Mosfellsbær hafa ekki fagnað boði Bjargs um samstarf og úthlutað Bjargi lóðir til uppbyggingar. Það er ánægjulegt að ASÍ og BSRB hafi staðið að stofnun Bjargs og þannig stuðlað að stórfelldri félagslegri húsnæðisuppbyggingu fyrir félagsmenn sína til að tryggja þeim öruggt húsnæði til langs tíma á viðráðanlegu verði. Það er ný nálgun í húsnæðismálum á Íslandi.Höfundur er heilsuhagfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Húsnæðismál Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru gerðist sá ánægjulegi atburður að fyrsti leigjandinn flutti inn í nýtt fjölbýlishús sem íbúðafélagið Bjarg reisti í Grafavogi. Þar með hófst bylting í húsnæðismálum sem vonandi sér ekki fyrir endann á. Allt of lengi hefur verið við lýði lögmál villta vesturs á leigumarkaði og markvisst hefur verið unnið gegn félagslegum lausnum á húsnæðismarkaði. Nægir þar að nefna að á sínum tíma var verkamannahúsnæðiskerfið lagt niður. Auk þess má nefna leigufélagið Klett sem leigði út eignir Íbúðalánasjóðs á félagslegum grunni, til fólks á viðráðanlegu verði og til langs tíma. Leigufélagið Klettur tryggði þúsundum fjölskyldna húsnæðisöryggi um tíma en einn lélegasti félagsmálaráðherra sem verið hefur seldi leigufélagið til leigufélags í eigu Gamma. Þetta leiddi til þess að gildistímar leigusamninga voru styttir og leigan hækkaði um tugi prósenta á milli ára! Bjarg, sem er í eigu ASÍ og BSRB, er stofnað með félagslegri hugsun sem virkjar stéttarfélögin til að leita húsnæðislausna fyrir sína félagsmenn. Bjarg er með stórtæk áform á prjónunum um að reisa fjölbýlishús í Reykjavík, Akranesi, Akureyri, Selfossi, Þorlákshöfn og Hafnarfirði með allt að 1.000 íbúðum á næstu þrem árum! Bjarg var stofnað til að mæta mikilli þörf á húsnæðismarkaði sem ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bjarna Benediktssonar töldu markaðinn eiga að leysa með GAMMA væðingu á félagslegum leigufélögum. Bjarg hefur leitað til allra sveitarfélaga um samstarf og vekur það undrun að stór sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu eins og Kópavogur og Mosfellsbær hafa ekki fagnað boði Bjargs um samstarf og úthlutað Bjargi lóðir til uppbyggingar. Það er ánægjulegt að ASÍ og BSRB hafi staðið að stofnun Bjargs og þannig stuðlað að stórfelldri félagslegri húsnæðisuppbyggingu fyrir félagsmenn sína til að tryggja þeim öruggt húsnæði til langs tíma á viðráðanlegu verði. Það er ný nálgun í húsnæðismálum á Íslandi.Höfundur er heilsuhagfræðingur
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar