Erlent

Kom í veg fyrir aukna fjár­veitingu til fórnar­lamba 11. septem­ber

Sylvía Hall skrifar
Rand Paul.
Rand Paul. Vísir/Getty
Rand Paul, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, kom í veg fyrir að fjárveitingar í sjóð sem greiðir fyrir heilbrigðisþjónustu viðbragðsaðila sem glíma við veikindi eftir störf sín á vettvangi eftir árásirnar á Tvíburaturnana í New York yrðu tryggðar til árins 2090. Atkvæðagreiðsla fór fram í gær.

Margir viðbragðsaðilar hafa veikst alvarlega eftir að hafa komist í snertingu við eitraða blöndu ryks, ösku og braks við björgunar- eða hreinsunarstörf eftir að Tvíburaturnarnir í New York hrundi til grunna 11. september 2001.

Frumvarpið hafði verið samþykkt með miklum meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og greiddu 402 þingmenn með en aðeins 12 á móti. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, setti málið á dagskrá til þess að hægt væri að greiða atkvæði um það fyrir þinghlé í ágúst.

Sjá einnig: Grátbólginn Jon Stewart las þingmönnum pistilinn

Þegar frumvarpið var tekið til afgreiðslu í gær sagðist Paul ekki geta stutt það í ljósi mikilla skulda ríkisins. Það ætti að forgangsraða í útgjöldum ríkisins og því þyrfti að ræða málið betur.

„Það hefur lengi verið mín tilfinning að við þurfum að horfast í augu við þá miklu skuld sem er í landinu. Þess vegna ættu öllum nýjum fjárútgjöldum að vera hliðrað og takmarka útgjöld sem eru ekki forgangsatriði. Við verðum að minnsta kosti að eiga þessar umræður,“ sagði Paul.

Hann lagði til að breytingar yrðu gerðar á frumvarpinu. Ef það yrði ekki gert myndi hann vera mótfallinn því að það yrði samþykkt.

Talsmaður Rand sagði þingmanninn ekki vera að koma í veg fyrir neitt, hann væri einfaldlega að leita leiða til þess að greiða fyrir það sem væri samþykkt á þinginu. Hann vilji sjá breytingar á frumvarpinu svo hægt væri að gera grein fyrir hvaðan fjármagnið ætti að koma.


Tengdar fréttir

Skilur ekki af hverju Jon Stewart er „svona pirraður“

Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings segist ekki skilja af hverju Jon Stewart sé "svona pirraður“ út í hann. Stewart hefur baunað á McConnell vegna fjármögnunar heilsugæslusjóðs fyrir viðbragðsaðila í eftirköstum hryðjuverkaárásanna 11. september 2001.

Grátbólginn Jon Stewart las þingmönnum pistilinn

Bandaríski háðfuglinn Jon Stewart var ekki að grínast í gær þegar hann las þingmönnum pistilinn vegna áhugaleysis þeirra í garð þeirra viðbragsaðila sem veikst hafa alvarlega eftir að hafa komist í snertingu við eitraða blöndu ryks, ösku og braks við björgunar- eða hreinsunarstörf eftir að Tvíburaturnarnir í New York hrundi til grunna 11. september 2001.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×