Kom í veg fyrir aukna fjárveitingu til fórnarlamba 11. september Sylvía Hall skrifar 18. júlí 2019 08:35 Rand Paul. Vísir/Getty Rand Paul, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, kom í veg fyrir að fjárveitingar í sjóð sem greiðir fyrir heilbrigðisþjónustu viðbragðsaðila sem glíma við veikindi eftir störf sín á vettvangi eftir árásirnar á Tvíburaturnana í New York yrðu tryggðar til árins 2090. Atkvæðagreiðsla fór fram í gær. Margir viðbragðsaðilar hafa veikst alvarlega eftir að hafa komist í snertingu við eitraða blöndu ryks, ösku og braks við björgunar- eða hreinsunarstörf eftir að Tvíburaturnarnir í New York hrundi til grunna 11. september 2001. Frumvarpið hafði verið samþykkt með miklum meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og greiddu 402 þingmenn með en aðeins 12 á móti. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, setti málið á dagskrá til þess að hægt væri að greiða atkvæði um það fyrir þinghlé í ágúst.Sjá einnig: Grátbólginn Jon Stewart las þingmönnum pistilinn Þegar frumvarpið var tekið til afgreiðslu í gær sagðist Paul ekki geta stutt það í ljósi mikilla skulda ríkisins. Það ætti að forgangsraða í útgjöldum ríkisins og því þyrfti að ræða málið betur. „Það hefur lengi verið mín tilfinning að við þurfum að horfast í augu við þá miklu skuld sem er í landinu. Þess vegna ættu öllum nýjum fjárútgjöldum að vera hliðrað og takmarka útgjöld sem eru ekki forgangsatriði. Við verðum að minnsta kosti að eiga þessar umræður,“ sagði Paul. Hann lagði til að breytingar yrðu gerðar á frumvarpinu. Ef það yrði ekki gert myndi hann vera mótfallinn því að það yrði samþykkt. Talsmaður Rand sagði þingmanninn ekki vera að koma í veg fyrir neitt, hann væri einfaldlega að leita leiða til þess að greiða fyrir það sem væri samþykkt á þinginu. Hann vilji sjá breytingar á frumvarpinu svo hægt væri að gera grein fyrir hvaðan fjármagnið ætti að koma. Bandaríkin Tengdar fréttir Skilur ekki af hverju Jon Stewart er „svona pirraður“ Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings segist ekki skilja af hverju Jon Stewart sé "svona pirraður“ út í hann. Stewart hefur baunað á McConnell vegna fjármögnunar heilsugæslusjóðs fyrir viðbragðsaðila í eftirköstum hryðjuverkaárásanna 11. september 2001. 17. júní 2019 21:08 Grátbólginn Jon Stewart las þingmönnum pistilinn Bandaríski háðfuglinn Jon Stewart var ekki að grínast í gær þegar hann las þingmönnum pistilinn vegna áhugaleysis þeirra í garð þeirra viðbragsaðila sem veikst hafa alvarlega eftir að hafa komist í snertingu við eitraða blöndu ryks, ösku og braks við björgunar- eða hreinsunarstörf eftir að Tvíburaturnarnir í New York hrundi til grunna 11. september 2001. 12. júní 2019 14:20 Lést nokkrum vikum eftir nefndarfundinn með Jon Stewart Luis Alvarez kom fram á nefndarfundi fyrr í mánuðinum þar sem átti að ræða frekari fjárveitingu til sjóðs sem greiðir fyrir heilbrigðisþjónustu fyrir viðbragðsaðila. 30. júní 2019 09:19 Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent Leikaraverkfalli aflýst Innlent „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Helsti keppinautur Erdogan um forsetastólinn handtekinn í Istanbul Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Ungverska þingið bannar alla Pride viðburði Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Sjá meira
Rand Paul, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, kom í veg fyrir að fjárveitingar í sjóð sem greiðir fyrir heilbrigðisþjónustu viðbragðsaðila sem glíma við veikindi eftir störf sín á vettvangi eftir árásirnar á Tvíburaturnana í New York yrðu tryggðar til árins 2090. Atkvæðagreiðsla fór fram í gær. Margir viðbragðsaðilar hafa veikst alvarlega eftir að hafa komist í snertingu við eitraða blöndu ryks, ösku og braks við björgunar- eða hreinsunarstörf eftir að Tvíburaturnarnir í New York hrundi til grunna 11. september 2001. Frumvarpið hafði verið samþykkt með miklum meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og greiddu 402 þingmenn með en aðeins 12 á móti. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, setti málið á dagskrá til þess að hægt væri að greiða atkvæði um það fyrir þinghlé í ágúst.Sjá einnig: Grátbólginn Jon Stewart las þingmönnum pistilinn Þegar frumvarpið var tekið til afgreiðslu í gær sagðist Paul ekki geta stutt það í ljósi mikilla skulda ríkisins. Það ætti að forgangsraða í útgjöldum ríkisins og því þyrfti að ræða málið betur. „Það hefur lengi verið mín tilfinning að við þurfum að horfast í augu við þá miklu skuld sem er í landinu. Þess vegna ættu öllum nýjum fjárútgjöldum að vera hliðrað og takmarka útgjöld sem eru ekki forgangsatriði. Við verðum að minnsta kosti að eiga þessar umræður,“ sagði Paul. Hann lagði til að breytingar yrðu gerðar á frumvarpinu. Ef það yrði ekki gert myndi hann vera mótfallinn því að það yrði samþykkt. Talsmaður Rand sagði þingmanninn ekki vera að koma í veg fyrir neitt, hann væri einfaldlega að leita leiða til þess að greiða fyrir það sem væri samþykkt á þinginu. Hann vilji sjá breytingar á frumvarpinu svo hægt væri að gera grein fyrir hvaðan fjármagnið ætti að koma.
Bandaríkin Tengdar fréttir Skilur ekki af hverju Jon Stewart er „svona pirraður“ Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings segist ekki skilja af hverju Jon Stewart sé "svona pirraður“ út í hann. Stewart hefur baunað á McConnell vegna fjármögnunar heilsugæslusjóðs fyrir viðbragðsaðila í eftirköstum hryðjuverkaárásanna 11. september 2001. 17. júní 2019 21:08 Grátbólginn Jon Stewart las þingmönnum pistilinn Bandaríski háðfuglinn Jon Stewart var ekki að grínast í gær þegar hann las þingmönnum pistilinn vegna áhugaleysis þeirra í garð þeirra viðbragsaðila sem veikst hafa alvarlega eftir að hafa komist í snertingu við eitraða blöndu ryks, ösku og braks við björgunar- eða hreinsunarstörf eftir að Tvíburaturnarnir í New York hrundi til grunna 11. september 2001. 12. júní 2019 14:20 Lést nokkrum vikum eftir nefndarfundinn með Jon Stewart Luis Alvarez kom fram á nefndarfundi fyrr í mánuðinum þar sem átti að ræða frekari fjárveitingu til sjóðs sem greiðir fyrir heilbrigðisþjónustu fyrir viðbragðsaðila. 30. júní 2019 09:19 Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent Leikaraverkfalli aflýst Innlent „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Helsti keppinautur Erdogan um forsetastólinn handtekinn í Istanbul Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Ungverska þingið bannar alla Pride viðburði Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Sjá meira
Skilur ekki af hverju Jon Stewart er „svona pirraður“ Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings segist ekki skilja af hverju Jon Stewart sé "svona pirraður“ út í hann. Stewart hefur baunað á McConnell vegna fjármögnunar heilsugæslusjóðs fyrir viðbragðsaðila í eftirköstum hryðjuverkaárásanna 11. september 2001. 17. júní 2019 21:08
Grátbólginn Jon Stewart las þingmönnum pistilinn Bandaríski háðfuglinn Jon Stewart var ekki að grínast í gær þegar hann las þingmönnum pistilinn vegna áhugaleysis þeirra í garð þeirra viðbragsaðila sem veikst hafa alvarlega eftir að hafa komist í snertingu við eitraða blöndu ryks, ösku og braks við björgunar- eða hreinsunarstörf eftir að Tvíburaturnarnir í New York hrundi til grunna 11. september 2001. 12. júní 2019 14:20
Lést nokkrum vikum eftir nefndarfundinn með Jon Stewart Luis Alvarez kom fram á nefndarfundi fyrr í mánuðinum þar sem átti að ræða frekari fjárveitingu til sjóðs sem greiðir fyrir heilbrigðisþjónustu fyrir viðbragðsaðila. 30. júní 2019 09:19