„Ekki oft sem þú upplifir svona lagað“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. júlí 2019 19:36 Rúnar Páll og félagar mæta Espanyol í næstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. vísir/bára „Það er ekki hægt að vera mikið ferskari,“ sagði alsæll Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, í samtali við Vísi eftir leikinn ótrúlega gegn Levadia Tallin í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í dag.Stjarnan tapaði, 3-2, en fór áfram í 2. umferð á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Brynjar Gauti Guðjónsson skoraði markið dýrmæta í uppbótartíma framlengingarinnar. „Ég er mjög ánægður með þennan tapleik en við unnum einvígið á útivallarmörkum,“ sagði Rúnar Páll hinn kátasti. Levadia komst yfir á 17. mínútu en Þorsteinn Már Ragnarsson jafnaði átta mínútum síðar. Staðan var 1-1 fram á 89. mínútu þegar heimamenn skoruðu sitt annað mark og knúðu fram framlengingu. Stjörnumenn áttu undir högg að sækja í fyrri hálfleik hennar og lentu 3-1 undir á 105. mínútu. Garðbæingar gáfust hins vegar ekki upp og uppskáru „sigurmark“ á síðustu stundu. „Við þurftum annað útivallarmark. Við sýndum þolinmæði og höfðum trú á okkur. Við ýttum Brynjari hærra upp og settum þrýsting á þá. Við vorum reyndar heppnir að fá ekki fjórða markið á okkur en við þurftum að taka áhættu. Það er ekki oft sem þú upplifir svona lagað, að vera á leið áfram, svo úr leik og svo kominn áfram,“ sagði Rúnar Páll. Nákvæmlega sama tilfinningHonum segir að í leikslok hafi sér liðið eins og þegar Stjarnan sló pólska liðið Lech Poznan út 2014. „Þetta er nákvæmlega sama tilfinning. Upplifunin er sú sama. Við sýndum hrikalega mikla vinnusemi, gáfumst ekki upp og leikmenn verðskulduðu þetta. Menn voru á síðustu dropunum,“ sagði Rúnar Páll. Stjarnan var undir mikilli pressu lengi vel en þurfti að færa sig framar í seinni hálfleik framlengingarinnar. „Við þurftum bara eitt mark í viðbót. Við töluðum um að hafa trú á þessu. Við færðum Brynjar framar og fengum horn og aukaspyrnur,“ sagði Rúnar Páll en mark Brynjars Gauta kom einmitt eftir hornspyrnu. Í næstu umferð mætir Stjarnan spænska liðinu Espanyol. „Það er draumi líkast að fá að taka þátt í þessu og fá svona mótherja eitt af sterkustu liðum,“ sagði Rúnar Páll um næstu mótherja Stjörnunnar. „Við ætlum að njóta leikjanna við Espanyol og þess að spila á stóra sviðinu.“ Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Stjarnan áfram eftir mark Brynjars Gauta á elleftu stundu | Mæta Espanyol í næstu umferð Stjarnan mætir Espanyol í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. 18. júlí 2019 18:38 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
„Það er ekki hægt að vera mikið ferskari,“ sagði alsæll Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, í samtali við Vísi eftir leikinn ótrúlega gegn Levadia Tallin í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í dag.Stjarnan tapaði, 3-2, en fór áfram í 2. umferð á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Brynjar Gauti Guðjónsson skoraði markið dýrmæta í uppbótartíma framlengingarinnar. „Ég er mjög ánægður með þennan tapleik en við unnum einvígið á útivallarmörkum,“ sagði Rúnar Páll hinn kátasti. Levadia komst yfir á 17. mínútu en Þorsteinn Már Ragnarsson jafnaði átta mínútum síðar. Staðan var 1-1 fram á 89. mínútu þegar heimamenn skoruðu sitt annað mark og knúðu fram framlengingu. Stjörnumenn áttu undir högg að sækja í fyrri hálfleik hennar og lentu 3-1 undir á 105. mínútu. Garðbæingar gáfust hins vegar ekki upp og uppskáru „sigurmark“ á síðustu stundu. „Við þurftum annað útivallarmark. Við sýndum þolinmæði og höfðum trú á okkur. Við ýttum Brynjari hærra upp og settum þrýsting á þá. Við vorum reyndar heppnir að fá ekki fjórða markið á okkur en við þurftum að taka áhættu. Það er ekki oft sem þú upplifir svona lagað, að vera á leið áfram, svo úr leik og svo kominn áfram,“ sagði Rúnar Páll. Nákvæmlega sama tilfinningHonum segir að í leikslok hafi sér liðið eins og þegar Stjarnan sló pólska liðið Lech Poznan út 2014. „Þetta er nákvæmlega sama tilfinning. Upplifunin er sú sama. Við sýndum hrikalega mikla vinnusemi, gáfumst ekki upp og leikmenn verðskulduðu þetta. Menn voru á síðustu dropunum,“ sagði Rúnar Páll. Stjarnan var undir mikilli pressu lengi vel en þurfti að færa sig framar í seinni hálfleik framlengingarinnar. „Við þurftum bara eitt mark í viðbót. Við töluðum um að hafa trú á þessu. Við færðum Brynjar framar og fengum horn og aukaspyrnur,“ sagði Rúnar Páll en mark Brynjars Gauta kom einmitt eftir hornspyrnu. Í næstu umferð mætir Stjarnan spænska liðinu Espanyol. „Það er draumi líkast að fá að taka þátt í þessu og fá svona mótherja eitt af sterkustu liðum,“ sagði Rúnar Páll um næstu mótherja Stjörnunnar. „Við ætlum að njóta leikjanna við Espanyol og þess að spila á stóra sviðinu.“
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Stjarnan áfram eftir mark Brynjars Gauta á elleftu stundu | Mæta Espanyol í næstu umferð Stjarnan mætir Espanyol í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. 18. júlí 2019 18:38 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Stjarnan áfram eftir mark Brynjars Gauta á elleftu stundu | Mæta Espanyol í næstu umferð Stjarnan mætir Espanyol í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. 18. júlí 2019 18:38