Vinsæl barnalög notuð til að hrekja í burtu heimilislausa Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. júlí 2019 20:04 Heimilislaus manneskja í Flórída (t.v.) og tónlistarmyndbandið við Baby Shark lagið fræga. getty/linda davidson/youtube Yfirvöld á West Palm Beach í Flórída hafa gripið til nýrra ráða til að halda heimilislausu fólki fráleigubyggingum í eigu borgarinnar. Þau spila barnalög til að hrekja fólkið í burtu frá byggingunum. Hið gríðarvinsæla lag Baby Shark og hið minna þekkta (hér á landi) Raining Tacos eru spiluð endurtekið allar nætur, án afláts. Keith James, borgarstjóri, sagði í samtali við BBC að þetta væri tímabundin lausn til að halda heimilislausum út úr byggingum borgarinnar við sjávarsíðuna. Tals- og stuðningsfólk heimilislausra segja þetta grimma meðferð á þeim sem mest þurfa á hjálp að halda. Opinberir starfsmenn segja barnalögin verka sem einhvers konar hindrun í kring um viðburðarsal borgarinnar, Lake Pavilion, sem stendur við sjávarsíðuna í miðborginni. Haldnir hafa verið 164 viðburðir í salnum á síðasta árinu og talið er að borgin muni græða rúmar 30 milljónir íslenskra króna á komandi ári vegna viðburða í salnum. James sagði að á síðustu vikum hafi „ógeðfelldar leifar“, til dæmis mannasaur, fundist í kring um inngang salsins. „Þegar fólk borgar háar upphæðir ætti það að geta notið aðstöðunnar sem það borgar fyrir,“ sagði James og bætti við að það væri mikilvægt að halda svæðinu í fullkomnu standi. Þessi sérstöku lög voru valin sagði hann „vegna þess að þau eru frekar pirrandi ef þú heyrir þau aftur og aftur.“ Þetta kannast eflaust margir foreldrar við enda hefur lagið Baby Shark notið gríðarlegra vinsælda á Íslandi. Fyrir baráttumenn heimilislausra virðist endurtekin spilun laganna Baby Shark og Raining Tacos grimm refsing fyrir þá sem minnst mega sín og hafa engan annan samastað. „Þetta er fólk sem er nú þegar í gríðarlega erfiðum aðstæðum og þetta gerir líf þeirra enn vesælla,“ sagði Maria Foscarinis, stofnandi og framkvæmdarstjóri National Law Center on Homelessness and Poverty. „Það að hrekja þau út með því að spila háværa tónlist er ómannúðlegt og virkilega sjokkerandi.“Og sú tækni að nota þessi sérstöku lög segir hún sérstaklega undirförult. „Hversu hræðilegt er það að taka eitthvað sem á að vera svo saklaust og nota það á svona vondan og virkilega illan hátt,“ sagði Foscarinis. Talið er að 354 einstaklingar séu heimilislausir í West Palm Beach sem, samkvæmt James, er 24% lækkun frá því árið áður. Hann segir teymi send út á göturnar í hverri viku til að aðstoða heimilislausa, hjálpa þeim að komast í athvörf og veita þeim heilbrigðisþjónustu. Hann segir að vegna þessara úrræða fái sex einstaklingar á viku tímabundið húsnæði eða félagshúsnæði. „Ég er mjög stoltur af því sem við höfum gert,“ sagði James. Í Flórída eru um það bil 31.030 einstaklingar sem ekki eiga heimili, sem er 6% undir meðaltali í Bandaríkjunum. Foscarinis sagði gallann við Flórída ekki vera fjöldi heimilislausra heldur grimmd ríkisins. Hún líkti notkun laganna við svokallaðan óvinveittan arkitektúr (e. Hostile architecture) sem hefur rutt sér til rúms í öllum Bandaríkjunum en þá eru almenningssvæði gerð hönnuð þannig að heimilislausir geti ekki verið þar, til dæmis eru gaddar settir á armbríkur á bekkjum svo að heimilislausir geti ekki lagst þar. „Lausnin er ekki að hrekja þetta fólk í burtu með því að gera líf þeirra enn vesælli. Lausnin felst í því að vinna saman að raunverulegum lausnum.“ Bandaríkin Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Stefna kennurum Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Trump frestar tollum á Mexíkó Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Sjá meira
Yfirvöld á West Palm Beach í Flórída hafa gripið til nýrra ráða til að halda heimilislausu fólki fráleigubyggingum í eigu borgarinnar. Þau spila barnalög til að hrekja fólkið í burtu frá byggingunum. Hið gríðarvinsæla lag Baby Shark og hið minna þekkta (hér á landi) Raining Tacos eru spiluð endurtekið allar nætur, án afláts. Keith James, borgarstjóri, sagði í samtali við BBC að þetta væri tímabundin lausn til að halda heimilislausum út úr byggingum borgarinnar við sjávarsíðuna. Tals- og stuðningsfólk heimilislausra segja þetta grimma meðferð á þeim sem mest þurfa á hjálp að halda. Opinberir starfsmenn segja barnalögin verka sem einhvers konar hindrun í kring um viðburðarsal borgarinnar, Lake Pavilion, sem stendur við sjávarsíðuna í miðborginni. Haldnir hafa verið 164 viðburðir í salnum á síðasta árinu og talið er að borgin muni græða rúmar 30 milljónir íslenskra króna á komandi ári vegna viðburða í salnum. James sagði að á síðustu vikum hafi „ógeðfelldar leifar“, til dæmis mannasaur, fundist í kring um inngang salsins. „Þegar fólk borgar háar upphæðir ætti það að geta notið aðstöðunnar sem það borgar fyrir,“ sagði James og bætti við að það væri mikilvægt að halda svæðinu í fullkomnu standi. Þessi sérstöku lög voru valin sagði hann „vegna þess að þau eru frekar pirrandi ef þú heyrir þau aftur og aftur.“ Þetta kannast eflaust margir foreldrar við enda hefur lagið Baby Shark notið gríðarlegra vinsælda á Íslandi. Fyrir baráttumenn heimilislausra virðist endurtekin spilun laganna Baby Shark og Raining Tacos grimm refsing fyrir þá sem minnst mega sín og hafa engan annan samastað. „Þetta er fólk sem er nú þegar í gríðarlega erfiðum aðstæðum og þetta gerir líf þeirra enn vesælla,“ sagði Maria Foscarinis, stofnandi og framkvæmdarstjóri National Law Center on Homelessness and Poverty. „Það að hrekja þau út með því að spila háværa tónlist er ómannúðlegt og virkilega sjokkerandi.“Og sú tækni að nota þessi sérstöku lög segir hún sérstaklega undirförult. „Hversu hræðilegt er það að taka eitthvað sem á að vera svo saklaust og nota það á svona vondan og virkilega illan hátt,“ sagði Foscarinis. Talið er að 354 einstaklingar séu heimilislausir í West Palm Beach sem, samkvæmt James, er 24% lækkun frá því árið áður. Hann segir teymi send út á göturnar í hverri viku til að aðstoða heimilislausa, hjálpa þeim að komast í athvörf og veita þeim heilbrigðisþjónustu. Hann segir að vegna þessara úrræða fái sex einstaklingar á viku tímabundið húsnæði eða félagshúsnæði. „Ég er mjög stoltur af því sem við höfum gert,“ sagði James. Í Flórída eru um það bil 31.030 einstaklingar sem ekki eiga heimili, sem er 6% undir meðaltali í Bandaríkjunum. Foscarinis sagði gallann við Flórída ekki vera fjöldi heimilislausra heldur grimmd ríkisins. Hún líkti notkun laganna við svokallaðan óvinveittan arkitektúr (e. Hostile architecture) sem hefur rutt sér til rúms í öllum Bandaríkjunum en þá eru almenningssvæði gerð hönnuð þannig að heimilislausir geti ekki verið þar, til dæmis eru gaddar settir á armbríkur á bekkjum svo að heimilislausir geti ekki lagst þar. „Lausnin er ekki að hrekja þetta fólk í burtu með því að gera líf þeirra enn vesælli. Lausnin felst í því að vinna saman að raunverulegum lausnum.“
Bandaríkin Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Stefna kennurum Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Trump frestar tollum á Mexíkó Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Sjá meira