Erfið staða hjá Netflix Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. júlí 2019 06:00 Ýmsir eru með þetta app í símanum. Nordicphotos/AFP Bandaríska streymisveitan Netflix birti í fyrrinótt fjórðungsskýrslu sína og hafa tæknimiðlar vestan hafs í greiningum sínum sagt hana sýna svarta, eða að minnsta kosti gráa, stöðu hjá fyrirtækinu. „Niðurstöðurnar eru hamfarakenndar,“ sagði til að mynda í umfjöllun The Verge í gær. Fyrirtækið tapaði í fyrsta skipti markverðum fjölda áskrifenda í Bandaríkjunum. Þeim fækkaði um 130.000 á öðrum ársfjórðungi. Þá var vöxtur á heimsvísu helmingi minni en fyrirtækið hafði spáð, 2,7 milljónir í stað fimm milljóna. Virði hlutabréfa í Netflix tók dýfu í kjölfar þess að skýrslan var birt. Fór úr 362,44 Bandaríkjadölum við lokun markaða á miðvikudag og niður í 321,41 Bandaríkjadal í gær. Reed Hastings forstjóri sagði skýringuna á þessum vonbrigðaniðurstöðum felast einkum í afleiðingum verðhækkana og skorti á nýju efni. „Við teljum að samkeppni hafi ekki verið þáttur þar sem það varð engin raunveruleg breyting á samkeppnisumhverfinu á fjórðungnum,“ sagði í bréfi til hluthafa. Ef til vill má þó skrifa samdráttinn í Bandaríkjunum að einhverju leyti á aukna samkeppni. WarnerMedia, Disney og Apple eru öll að setja í loftið streymisveitur og þá hefur Amazon veitt Netflix samkeppni hingað til. Blikur eru á lofti þegar horft er til framtíðar. Netflix mun á næstunni missa afar vinsæla þætti á borð við Friends og The Office til keppinauta. Óvíst er hvaða áhrif það mun hafa. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Netflix Tækni Tengdar fréttir 900 starfsmenn Netflix í skemmtiferð til Íslands Um níu hundruð starfsmenn streymisveitunnar Netflix verður hér á landi í vikunni og um næstu helgi. 4. júlí 2019 15:57 Netflix hækkar áskriftarverð Netflix hækkar mánaðarlegt áskriftarverð á tveimur verðflokkum af þremur frá og með morgundeginum og verður hækkunin innifalin í næsta gjalddaga áskrifenda. 20. júní 2019 06:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Bandaríska streymisveitan Netflix birti í fyrrinótt fjórðungsskýrslu sína og hafa tæknimiðlar vestan hafs í greiningum sínum sagt hana sýna svarta, eða að minnsta kosti gráa, stöðu hjá fyrirtækinu. „Niðurstöðurnar eru hamfarakenndar,“ sagði til að mynda í umfjöllun The Verge í gær. Fyrirtækið tapaði í fyrsta skipti markverðum fjölda áskrifenda í Bandaríkjunum. Þeim fækkaði um 130.000 á öðrum ársfjórðungi. Þá var vöxtur á heimsvísu helmingi minni en fyrirtækið hafði spáð, 2,7 milljónir í stað fimm milljóna. Virði hlutabréfa í Netflix tók dýfu í kjölfar þess að skýrslan var birt. Fór úr 362,44 Bandaríkjadölum við lokun markaða á miðvikudag og niður í 321,41 Bandaríkjadal í gær. Reed Hastings forstjóri sagði skýringuna á þessum vonbrigðaniðurstöðum felast einkum í afleiðingum verðhækkana og skorti á nýju efni. „Við teljum að samkeppni hafi ekki verið þáttur þar sem það varð engin raunveruleg breyting á samkeppnisumhverfinu á fjórðungnum,“ sagði í bréfi til hluthafa. Ef til vill má þó skrifa samdráttinn í Bandaríkjunum að einhverju leyti á aukna samkeppni. WarnerMedia, Disney og Apple eru öll að setja í loftið streymisveitur og þá hefur Amazon veitt Netflix samkeppni hingað til. Blikur eru á lofti þegar horft er til framtíðar. Netflix mun á næstunni missa afar vinsæla þætti á borð við Friends og The Office til keppinauta. Óvíst er hvaða áhrif það mun hafa.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Netflix Tækni Tengdar fréttir 900 starfsmenn Netflix í skemmtiferð til Íslands Um níu hundruð starfsmenn streymisveitunnar Netflix verður hér á landi í vikunni og um næstu helgi. 4. júlí 2019 15:57 Netflix hækkar áskriftarverð Netflix hækkar mánaðarlegt áskriftarverð á tveimur verðflokkum af þremur frá og með morgundeginum og verður hækkunin innifalin í næsta gjalddaga áskrifenda. 20. júní 2019 06:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
900 starfsmenn Netflix í skemmtiferð til Íslands Um níu hundruð starfsmenn streymisveitunnar Netflix verður hér á landi í vikunni og um næstu helgi. 4. júlí 2019 15:57
Netflix hækkar áskriftarverð Netflix hækkar mánaðarlegt áskriftarverð á tveimur verðflokkum af þremur frá og með morgundeginum og verður hækkunin innifalin í næsta gjalddaga áskrifenda. 20. júní 2019 06:00