Fimmtíu ár frá því að Örninn lenti Kjartan Kjartansson skrifar 21. júlí 2019 08:00 Buzz Aldrin fetar sig niður stigann úr Erninum. Hann var annar maðurinn til að stíga fæti á tunglið á eftir Neil Armstrong. Neil Armstrong/NASA/AP Tveir bandarískir geimfarar voru fyrstu mennirnir til þess að stíga fæti á tunglið á þessum degi fyrir fimmtíu árum. Þrátt fyrir að uppruni tunglferðanna hafi verið metingur stórveldanna í kalda stríðinu sem klauf heimsbyggðina í áratugi sameinaði afrek tunglfaranna mannkynið sem aldrei fyrr. Klukkuna vantaði fjórar mínútur í þrjú að íslenskum tíma, aðfaranótt mánudagsins 21. júlí árið 1969, þegar Neil Armstrong, þá tæplega 39 ára gamall, steig fæti á tunglið fyrstur manna rúmum sex klukkustundum eftir að hann og félagi hans Edwin „Buzz“ Aldrin lentu á tunglinu á geimfari sínu Erninum. „Þetta er lítið skref fyrir mann, gríðarstórt stökk fyrir mannkynið,“ voru fyrstu orð Armstrong þegar hann snerti yfirborð tunglsins. Á meðan sveif þriðji geimfarinn, Michael Collins, í móðurskipinu Kólumbíu á braut um tunglið. Þegar Armstrong og Aldrin stigu fæti á tunglið uppfylltu þeir gríðarlega metnaðarfullt loforð Johns F. Kennedy heitins, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, árið 1961 um að koma mönnum þangað áður en áratugurinn væri á enda runninn.Tunglfararnir þrír, frá vinstri: Neil Armstrong, Michael Collins og Buzz Aldrin.AP/NASAMetnaðarfullt markmið Við upphaf 7. áratugarins var kalda stríðið á milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna í algleymingi. Afrek Sovétmanna í geimferðum skaut Bandaríkjamönnum skelk í bringu. Fyrst komu þeir Spútnik, fyrsta gervihnettinum fyrir á braut um jörðu árið 1957. Fjórum árum síðar varð Júrí Gagarín fyrsti maðurinn til að fara út í geim. Það var í þessu samhengi sem Kennedy sagði Bandaríkjaþingi að Bandaríkin ættu að skuldbinda sig til að „ná því markmiði áður en áratugurinn er úti að lenda manni á tunglinu og koma honum örugglega aftur til jarðar“ í maí árið 1961. Þá var innan við mánuður liðinn frá því að Alan Shepard varð fyrsti Bandaríkjamaðurinn til að fara út í geim og þá aðeins í um stundarfjórðung. Á aðeins átta árum tókst bandarísku geimvísindastofnuninni NASA að hanna, þróa og smíða geimfar sem gæti flutt menn til tunglsins og til baka og eldflaug sem gæti komið þeim þangað auk þess að þjálfa upp hóp geimfara fyrir leiðangra til tunglsins. Áætlunin hlaut nafnið Apolló í höfuðið á gríska guðinum. Áætlað er að um 400.000 manns hafi tekið þátt í undirbúningi tunglferðanna og kostnaðurinn hafi hlaupið á ótöldum milljörðum dollara. Þrátt fyrir að áður en yfir lyki hefði NASA lent sex leiðöngrum manna á tunglinu gekk Apollóáætlunin ekki áfallalaust. Þrír geimfarar Apolló 1-leiðangursins létu lífi þegar eldur kviknaði í geimfari þeirra við æfingar á jörðu niðri á Canaveral-höfða á Flórída 27. janúar árið 1967, þeir Virgil „Gus“ Grissom, Edward White og Roger Chaffee.Geimfararnir í búningum sínum á leið um borð í geimfar sitt í Kennedy-geimstöðinni á Flórída 16. júlí. Frá vinstri: Armstrong, Collins, Aldrin.Vísir/APÁ síðustu eldsneytisdropunum Apolló 11, leiðangur þeirra Armstrong, Aldrin og Collins hófst 16. júlí og gekk ekki alveg átakalaust. Eftir að Armstrong og Collins höfðu skilið lendingarfarið Örninn frá móðurskipinu á braut um tunglið og svifu í átt að yfirborðinu kom upp torkennileg villa í tölvu geimfars þeirra. Villan hefði getað leitt til þess að aflýsa hefði þurft lendingunni en þökk sé snarræði starfsmanns í leiðangurstjórninni í Johnson-geimmiðstöðinni í Texas gátu Armstrong og Aldrin haldið för sinni áfram. Erfiðleikum var þó ekki lokið þar. Þegar enn voru þrjátíu metrar eftir niður á yfirborðið voru eldsneytistankar Arnarins nánast á þrotum eftir að Armstrong hafði þurft að stýra frá stórum hnullungi þar sem þeir hugðust lenda. Aldrin hefur sagt í viðtali að þegar Armstrong lenti geimfarinu hafi aðeins verið um fimmtán sekúndna virði af eldsneyti verið eftir. „Örninn er lentur,“ tilkynnti Armstrong stjórnstöðinni á jörðinni þegar hann hafði lent geimfarinu heilu og höldnu í Kyrrðarhafinu.Fólk um allan heim fagnaði afreki mannkyns Á tunglinu söfnuðu Armstrong og Aldrin steinum, gerðu tilraunir og stungu niður bandarískum fána sem var strekktur með vírum til að hann liti út eins og hann blakti í lofttæminu. Geimganga þeirra stóð yfir í tvær og hálfa klukkustund. Örninn tengdist Kólumbíu aftur á braut um tunglið og saman héldu geimfararnir þrír aftur til jarðar. Þar lentu þeir í Kyrrahafinu 24. júlí og voru geimfararnir hylltir sem hetjur um gjörvallan heim, þó ekki fyrr en þeir höfðu lokið tveggja og hálfrar viku einangrunarvist. Heimsbyggðin hafði fylgst agndofa með svaðilför bandarísku geimfaranna sem var send út í sjónvarpi. Þremenningarnir fóru í sigurför um heiminn eftir að þeir sneru heim til jarðar. Collins hefur lýst því hvernig þjóðerni þeirra hafi ekki skipt máli heldur hafi tunglending verið sameiginlegt afrek mannkynsins alls. Viðbrögðin sem þeir hafi fengið frá fólki um allan heim hafi verið „okkur tókst það“. „Hversu oft færðu fólk um allan heiminn okkar til að vera sammála um nokkuð? Næstum því aldrei. Samt í skamman tíma eftir fyrstu lendinguna á tunglinu var fólk sameinað. Því fannst það vera þátttakendur. Þetta var stórkostlegt afrek í þeim skilningi að fólk um allan heim fagnaði því: norður, suður, austur, vestur, ríkir, snauðir, kommúnistar, hvað sem er,“ sagði Collins, sem nú er 88 ára gamall við AP-fréttastofuna nýlega. Armstrong lést árið 2012, þá 82 ára að aldri. Félagi hans Aldrin er 89 ára gamall og hefur nýlega staðið í deilum við tvö börn sín sem telja hann þjást af elliglöpum. Aldrin hefur verið ötull talsmaður þess að menn fari til reikistjörnunnar Mars. Alls fóru 24 bandarískir geimfarar til tunglsins frá 1969 til 1972 og eru tólf þeirra lifandi. Af þeim tólf sem lentu á tunglinu eru fjórir enn á lífi. Enginn maður hefur stigið fæti á tunglið frá því að Eugene Cernan stóð þar síðast í Apolló 17-leiðangrinum í desember árið 1972.Japönsk fjölskylda fylgist með tungllendingunni í sjónvarpi. Lendingin sameinaði mannkynið í fögnuði yfir afreki Bandaríkjamanna.Vísir/APTunglfararnir voru hylltir sem þjóðhetjur á götum New York 13. ágúst 1969.Vísir/APTunglferjan Örninn nálgast móðurskipið Kólumbíu og býr sig undir að leggja að því á braut um tunglið 21. júlí. í bakgrunni sést jörðin rísa yfir sjóndeildarhring tunglsins.AP/NASAAldrin spígsporar um tunglið við skjálftamælitæki fyrir framan tunglferjuna. Nær engar myndir eru til af Armstrong á yfirborði tunglsins.AP/NASA Bandaríkin Geimurinn Tækni Vísindi Tengdar fréttir Fjórði maðurinn á tunglinu látinn Alan Bean stýrði lendingarferjunni í Apollo 12-leiðangrinum í nóvember árið 1969. 27. maí 2018 17:23 Hálf öld frá fyrstu tunglferðinni Hálf öld er í dag liðin frá fyrstu ferð mannsins til tunglsins. Á þessum degi fyrir 50 árum var Apollo 11 geimflauginni skotið á loft frá Kennedyhöfða á Flórída og lentu geimfararnir þrír sem voru um borð á tunglinu fjórum dögum síðar. 16. júlí 2019 19:15 Buzz Aldrin stefnir börnum sínum Buzz Aldrin, fyrrverandi geimfari og annar maðurinn til þess að ganga á tunglinu, hefur stefnt tveimur af þremur börnum sínum fyrir misnotkun á fjármunum. 25. júní 2018 22:15 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Sjá meira
Tveir bandarískir geimfarar voru fyrstu mennirnir til þess að stíga fæti á tunglið á þessum degi fyrir fimmtíu árum. Þrátt fyrir að uppruni tunglferðanna hafi verið metingur stórveldanna í kalda stríðinu sem klauf heimsbyggðina í áratugi sameinaði afrek tunglfaranna mannkynið sem aldrei fyrr. Klukkuna vantaði fjórar mínútur í þrjú að íslenskum tíma, aðfaranótt mánudagsins 21. júlí árið 1969, þegar Neil Armstrong, þá tæplega 39 ára gamall, steig fæti á tunglið fyrstur manna rúmum sex klukkustundum eftir að hann og félagi hans Edwin „Buzz“ Aldrin lentu á tunglinu á geimfari sínu Erninum. „Þetta er lítið skref fyrir mann, gríðarstórt stökk fyrir mannkynið,“ voru fyrstu orð Armstrong þegar hann snerti yfirborð tunglsins. Á meðan sveif þriðji geimfarinn, Michael Collins, í móðurskipinu Kólumbíu á braut um tunglið. Þegar Armstrong og Aldrin stigu fæti á tunglið uppfylltu þeir gríðarlega metnaðarfullt loforð Johns F. Kennedy heitins, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, árið 1961 um að koma mönnum þangað áður en áratugurinn væri á enda runninn.Tunglfararnir þrír, frá vinstri: Neil Armstrong, Michael Collins og Buzz Aldrin.AP/NASAMetnaðarfullt markmið Við upphaf 7. áratugarins var kalda stríðið á milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna í algleymingi. Afrek Sovétmanna í geimferðum skaut Bandaríkjamönnum skelk í bringu. Fyrst komu þeir Spútnik, fyrsta gervihnettinum fyrir á braut um jörðu árið 1957. Fjórum árum síðar varð Júrí Gagarín fyrsti maðurinn til að fara út í geim. Það var í þessu samhengi sem Kennedy sagði Bandaríkjaþingi að Bandaríkin ættu að skuldbinda sig til að „ná því markmiði áður en áratugurinn er úti að lenda manni á tunglinu og koma honum örugglega aftur til jarðar“ í maí árið 1961. Þá var innan við mánuður liðinn frá því að Alan Shepard varð fyrsti Bandaríkjamaðurinn til að fara út í geim og þá aðeins í um stundarfjórðung. Á aðeins átta árum tókst bandarísku geimvísindastofnuninni NASA að hanna, þróa og smíða geimfar sem gæti flutt menn til tunglsins og til baka og eldflaug sem gæti komið þeim þangað auk þess að þjálfa upp hóp geimfara fyrir leiðangra til tunglsins. Áætlunin hlaut nafnið Apolló í höfuðið á gríska guðinum. Áætlað er að um 400.000 manns hafi tekið þátt í undirbúningi tunglferðanna og kostnaðurinn hafi hlaupið á ótöldum milljörðum dollara. Þrátt fyrir að áður en yfir lyki hefði NASA lent sex leiðöngrum manna á tunglinu gekk Apollóáætlunin ekki áfallalaust. Þrír geimfarar Apolló 1-leiðangursins létu lífi þegar eldur kviknaði í geimfari þeirra við æfingar á jörðu niðri á Canaveral-höfða á Flórída 27. janúar árið 1967, þeir Virgil „Gus“ Grissom, Edward White og Roger Chaffee.Geimfararnir í búningum sínum á leið um borð í geimfar sitt í Kennedy-geimstöðinni á Flórída 16. júlí. Frá vinstri: Armstrong, Collins, Aldrin.Vísir/APÁ síðustu eldsneytisdropunum Apolló 11, leiðangur þeirra Armstrong, Aldrin og Collins hófst 16. júlí og gekk ekki alveg átakalaust. Eftir að Armstrong og Collins höfðu skilið lendingarfarið Örninn frá móðurskipinu á braut um tunglið og svifu í átt að yfirborðinu kom upp torkennileg villa í tölvu geimfars þeirra. Villan hefði getað leitt til þess að aflýsa hefði þurft lendingunni en þökk sé snarræði starfsmanns í leiðangurstjórninni í Johnson-geimmiðstöðinni í Texas gátu Armstrong og Aldrin haldið för sinni áfram. Erfiðleikum var þó ekki lokið þar. Þegar enn voru þrjátíu metrar eftir niður á yfirborðið voru eldsneytistankar Arnarins nánast á þrotum eftir að Armstrong hafði þurft að stýra frá stórum hnullungi þar sem þeir hugðust lenda. Aldrin hefur sagt í viðtali að þegar Armstrong lenti geimfarinu hafi aðeins verið um fimmtán sekúndna virði af eldsneyti verið eftir. „Örninn er lentur,“ tilkynnti Armstrong stjórnstöðinni á jörðinni þegar hann hafði lent geimfarinu heilu og höldnu í Kyrrðarhafinu.Fólk um allan heim fagnaði afreki mannkyns Á tunglinu söfnuðu Armstrong og Aldrin steinum, gerðu tilraunir og stungu niður bandarískum fána sem var strekktur með vírum til að hann liti út eins og hann blakti í lofttæminu. Geimganga þeirra stóð yfir í tvær og hálfa klukkustund. Örninn tengdist Kólumbíu aftur á braut um tunglið og saman héldu geimfararnir þrír aftur til jarðar. Þar lentu þeir í Kyrrahafinu 24. júlí og voru geimfararnir hylltir sem hetjur um gjörvallan heim, þó ekki fyrr en þeir höfðu lokið tveggja og hálfrar viku einangrunarvist. Heimsbyggðin hafði fylgst agndofa með svaðilför bandarísku geimfaranna sem var send út í sjónvarpi. Þremenningarnir fóru í sigurför um heiminn eftir að þeir sneru heim til jarðar. Collins hefur lýst því hvernig þjóðerni þeirra hafi ekki skipt máli heldur hafi tunglending verið sameiginlegt afrek mannkynsins alls. Viðbrögðin sem þeir hafi fengið frá fólki um allan heim hafi verið „okkur tókst það“. „Hversu oft færðu fólk um allan heiminn okkar til að vera sammála um nokkuð? Næstum því aldrei. Samt í skamman tíma eftir fyrstu lendinguna á tunglinu var fólk sameinað. Því fannst það vera þátttakendur. Þetta var stórkostlegt afrek í þeim skilningi að fólk um allan heim fagnaði því: norður, suður, austur, vestur, ríkir, snauðir, kommúnistar, hvað sem er,“ sagði Collins, sem nú er 88 ára gamall við AP-fréttastofuna nýlega. Armstrong lést árið 2012, þá 82 ára að aldri. Félagi hans Aldrin er 89 ára gamall og hefur nýlega staðið í deilum við tvö börn sín sem telja hann þjást af elliglöpum. Aldrin hefur verið ötull talsmaður þess að menn fari til reikistjörnunnar Mars. Alls fóru 24 bandarískir geimfarar til tunglsins frá 1969 til 1972 og eru tólf þeirra lifandi. Af þeim tólf sem lentu á tunglinu eru fjórir enn á lífi. Enginn maður hefur stigið fæti á tunglið frá því að Eugene Cernan stóð þar síðast í Apolló 17-leiðangrinum í desember árið 1972.Japönsk fjölskylda fylgist með tungllendingunni í sjónvarpi. Lendingin sameinaði mannkynið í fögnuði yfir afreki Bandaríkjamanna.Vísir/APTunglfararnir voru hylltir sem þjóðhetjur á götum New York 13. ágúst 1969.Vísir/APTunglferjan Örninn nálgast móðurskipið Kólumbíu og býr sig undir að leggja að því á braut um tunglið 21. júlí. í bakgrunni sést jörðin rísa yfir sjóndeildarhring tunglsins.AP/NASAAldrin spígsporar um tunglið við skjálftamælitæki fyrir framan tunglferjuna. Nær engar myndir eru til af Armstrong á yfirborði tunglsins.AP/NASA
Bandaríkin Geimurinn Tækni Vísindi Tengdar fréttir Fjórði maðurinn á tunglinu látinn Alan Bean stýrði lendingarferjunni í Apollo 12-leiðangrinum í nóvember árið 1969. 27. maí 2018 17:23 Hálf öld frá fyrstu tunglferðinni Hálf öld er í dag liðin frá fyrstu ferð mannsins til tunglsins. Á þessum degi fyrir 50 árum var Apollo 11 geimflauginni skotið á loft frá Kennedyhöfða á Flórída og lentu geimfararnir þrír sem voru um borð á tunglinu fjórum dögum síðar. 16. júlí 2019 19:15 Buzz Aldrin stefnir börnum sínum Buzz Aldrin, fyrrverandi geimfari og annar maðurinn til þess að ganga á tunglinu, hefur stefnt tveimur af þremur börnum sínum fyrir misnotkun á fjármunum. 25. júní 2018 22:15 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Sjá meira
Fjórði maðurinn á tunglinu látinn Alan Bean stýrði lendingarferjunni í Apollo 12-leiðangrinum í nóvember árið 1969. 27. maí 2018 17:23
Hálf öld frá fyrstu tunglferðinni Hálf öld er í dag liðin frá fyrstu ferð mannsins til tunglsins. Á þessum degi fyrir 50 árum var Apollo 11 geimflauginni skotið á loft frá Kennedyhöfða á Flórída og lentu geimfararnir þrír sem voru um borð á tunglinu fjórum dögum síðar. 16. júlí 2019 19:15
Buzz Aldrin stefnir börnum sínum Buzz Aldrin, fyrrverandi geimfari og annar maðurinn til þess að ganga á tunglinu, hefur stefnt tveimur af þremur börnum sínum fyrir misnotkun á fjármunum. 25. júní 2018 22:15