Pep Guardiola: Neymar kemst næstur Messi í hæfileikum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2019 11:30 Lionel Messi og Neymar þegar þeir léku saman hjá Barcelona. Getty/Elsa Neymar er ekki vinsælasti knattspyrnumaður heims í dag en hann hefur fengið mikið hrós frá einum besta knattspyrnustjóra heims. Hvort að það sé gott fyrir Barcelona að fá hann til baka er aftur á móti allt önnur saga. Pep Guardiola hefur sett saman hvert meistaraliðið á fætur öðru og ætti að vita manna best þegar kemur að hæfileikum knattspyrnumanna. Neymar vill endilega komast aftur til Barcelona sem seldi hann á sínum tíma til Paris Saint Germain fyrir 200 milljónir punda. Það þarf ýmislegt að ganga upp svo að Neymar fá þessa ósk sína uppfyllta. Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir Neymar að undanförnu, bæði innan sem utan vallar. Hann hefur verið mikið meiddur og skapað sér óvinsældir með síendurteknum leikaraskap innan vallar og þá var hann einnig kærður fyrir nauðgun. Neymar vill nú komast aftur í framlínuna með þeim Lionel Messi og Luis Suarez en saman mynduðu þeir ógnvænlegt þríeyki hjá Barca á árunum 2014 til 2017. Neymar átti að vera að reyna að komast út undan skugga Lionel Messi þegar hann fór til Paris Saint Germain en þrátt fyrir fín tilþrif inn á milli þá hefur lítið gengið hjá hjá Neymar og félögum í PSG í Meistaradeildinni. „Það er langt síðan ég sagði að erfiðustu mótherjar mínir á þjálfaraferlinum hafi verið Liverpool liðið á nýloknu tímabili og Barca liðið undir stjórn Luis Enrique,“ sagði Pep Guardiola við ARA. „Það var ekki hægt að vinna Barcelona liðið með þessa þrjá framherja saman,“ sagði Guardiola. Hann var líka tilbúinn að hrósa Neymar. „Sá sem kemst næstur því að vera með hæfileika Messi er Neymar og þá sérstaklega á þessum árum. Ekki síst hvað varðar það að búa eitthvað til inn á vellinum. Hann var þarna á hárréttum aldri,“ sagði Guardiola. Neymar kom 21 árs gamall til Barcelona og vann spænsku deildina tvisvar og Meistaradeildina einu sinni með félaginu. Nú virðist Neymar hafa loksins áttað sig á því hversu gott var að spila við hlið Lionel Messi. Guardiola er aftur á móti ekki viss um það þeir geta kallað fram gömlu tímana á ný þar sem þeir þrír blómstruðu saman.Guardiola not convinced by the idea of Neymar going back to Barcelona: https://t.co/rRRgM9oJB1pic.twitter.com/jpVfWmhgs8 — AS English (@English_AS) June 30, 2019„Neymar er stórkostlegur leikmaður en ég veit ekki hvort að gengi jafnvel vel ef hann kæmi til baka. Ég er ekki sá sami og ég var þegar ég var með Barcelona og ég veit ekki hvort að Neymar sé sá sami. Það efast þó enginn um að þetta yrðu góð kaup,“ sagði Guardiola.Guardiola doubts whether Neymar returning to Barcelona is a good idea: "I'm not the same person now and I'm not sure if [he] is either."https://t.co/eX0t4gQvPS — beIN SPORTS USA (@beINSPORTSUSA) July 1, 2019 Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Sjá meira
Neymar er ekki vinsælasti knattspyrnumaður heims í dag en hann hefur fengið mikið hrós frá einum besta knattspyrnustjóra heims. Hvort að það sé gott fyrir Barcelona að fá hann til baka er aftur á móti allt önnur saga. Pep Guardiola hefur sett saman hvert meistaraliðið á fætur öðru og ætti að vita manna best þegar kemur að hæfileikum knattspyrnumanna. Neymar vill endilega komast aftur til Barcelona sem seldi hann á sínum tíma til Paris Saint Germain fyrir 200 milljónir punda. Það þarf ýmislegt að ganga upp svo að Neymar fá þessa ósk sína uppfyllta. Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir Neymar að undanförnu, bæði innan sem utan vallar. Hann hefur verið mikið meiddur og skapað sér óvinsældir með síendurteknum leikaraskap innan vallar og þá var hann einnig kærður fyrir nauðgun. Neymar vill nú komast aftur í framlínuna með þeim Lionel Messi og Luis Suarez en saman mynduðu þeir ógnvænlegt þríeyki hjá Barca á árunum 2014 til 2017. Neymar átti að vera að reyna að komast út undan skugga Lionel Messi þegar hann fór til Paris Saint Germain en þrátt fyrir fín tilþrif inn á milli þá hefur lítið gengið hjá hjá Neymar og félögum í PSG í Meistaradeildinni. „Það er langt síðan ég sagði að erfiðustu mótherjar mínir á þjálfaraferlinum hafi verið Liverpool liðið á nýloknu tímabili og Barca liðið undir stjórn Luis Enrique,“ sagði Pep Guardiola við ARA. „Það var ekki hægt að vinna Barcelona liðið með þessa þrjá framherja saman,“ sagði Guardiola. Hann var líka tilbúinn að hrósa Neymar. „Sá sem kemst næstur því að vera með hæfileika Messi er Neymar og þá sérstaklega á þessum árum. Ekki síst hvað varðar það að búa eitthvað til inn á vellinum. Hann var þarna á hárréttum aldri,“ sagði Guardiola. Neymar kom 21 árs gamall til Barcelona og vann spænsku deildina tvisvar og Meistaradeildina einu sinni með félaginu. Nú virðist Neymar hafa loksins áttað sig á því hversu gott var að spila við hlið Lionel Messi. Guardiola er aftur á móti ekki viss um það þeir geta kallað fram gömlu tímana á ný þar sem þeir þrír blómstruðu saman.Guardiola not convinced by the idea of Neymar going back to Barcelona: https://t.co/rRRgM9oJB1pic.twitter.com/jpVfWmhgs8 — AS English (@English_AS) June 30, 2019„Neymar er stórkostlegur leikmaður en ég veit ekki hvort að gengi jafnvel vel ef hann kæmi til baka. Ég er ekki sá sami og ég var þegar ég var með Barcelona og ég veit ekki hvort að Neymar sé sá sami. Það efast þó enginn um að þetta yrðu góð kaup,“ sagði Guardiola.Guardiola doubts whether Neymar returning to Barcelona is a good idea: "I'm not the same person now and I'm not sure if [he] is either."https://t.co/eX0t4gQvPS — beIN SPORTS USA (@beINSPORTSUSA) July 1, 2019
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti