Pep Guardiola: Neymar kemst næstur Messi í hæfileikum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2019 11:30 Lionel Messi og Neymar þegar þeir léku saman hjá Barcelona. Getty/Elsa Neymar er ekki vinsælasti knattspyrnumaður heims í dag en hann hefur fengið mikið hrós frá einum besta knattspyrnustjóra heims. Hvort að það sé gott fyrir Barcelona að fá hann til baka er aftur á móti allt önnur saga. Pep Guardiola hefur sett saman hvert meistaraliðið á fætur öðru og ætti að vita manna best þegar kemur að hæfileikum knattspyrnumanna. Neymar vill endilega komast aftur til Barcelona sem seldi hann á sínum tíma til Paris Saint Germain fyrir 200 milljónir punda. Það þarf ýmislegt að ganga upp svo að Neymar fá þessa ósk sína uppfyllta. Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir Neymar að undanförnu, bæði innan sem utan vallar. Hann hefur verið mikið meiddur og skapað sér óvinsældir með síendurteknum leikaraskap innan vallar og þá var hann einnig kærður fyrir nauðgun. Neymar vill nú komast aftur í framlínuna með þeim Lionel Messi og Luis Suarez en saman mynduðu þeir ógnvænlegt þríeyki hjá Barca á árunum 2014 til 2017. Neymar átti að vera að reyna að komast út undan skugga Lionel Messi þegar hann fór til Paris Saint Germain en þrátt fyrir fín tilþrif inn á milli þá hefur lítið gengið hjá hjá Neymar og félögum í PSG í Meistaradeildinni. „Það er langt síðan ég sagði að erfiðustu mótherjar mínir á þjálfaraferlinum hafi verið Liverpool liðið á nýloknu tímabili og Barca liðið undir stjórn Luis Enrique,“ sagði Pep Guardiola við ARA. „Það var ekki hægt að vinna Barcelona liðið með þessa þrjá framherja saman,“ sagði Guardiola. Hann var líka tilbúinn að hrósa Neymar. „Sá sem kemst næstur því að vera með hæfileika Messi er Neymar og þá sérstaklega á þessum árum. Ekki síst hvað varðar það að búa eitthvað til inn á vellinum. Hann var þarna á hárréttum aldri,“ sagði Guardiola. Neymar kom 21 árs gamall til Barcelona og vann spænsku deildina tvisvar og Meistaradeildina einu sinni með félaginu. Nú virðist Neymar hafa loksins áttað sig á því hversu gott var að spila við hlið Lionel Messi. Guardiola er aftur á móti ekki viss um það þeir geta kallað fram gömlu tímana á ný þar sem þeir þrír blómstruðu saman.Guardiola not convinced by the idea of Neymar going back to Barcelona: https://t.co/rRRgM9oJB1pic.twitter.com/jpVfWmhgs8 — AS English (@English_AS) June 30, 2019„Neymar er stórkostlegur leikmaður en ég veit ekki hvort að gengi jafnvel vel ef hann kæmi til baka. Ég er ekki sá sami og ég var þegar ég var með Barcelona og ég veit ekki hvort að Neymar sé sá sami. Það efast þó enginn um að þetta yrðu góð kaup,“ sagði Guardiola.Guardiola doubts whether Neymar returning to Barcelona is a good idea: "I'm not the same person now and I'm not sure if [he] is either."https://t.co/eX0t4gQvPS — beIN SPORTS USA (@beINSPORTSUSA) July 1, 2019 Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Enski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Fótbolti Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur Körfubolti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Enski boltinn Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Fótbolti Fleiri fréttir Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Þróttarvöllur hýsir A-landsleiki kvenna í apríl Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Sjáðu dauðafæri Orra og mörk Man. Utd og Real Sociedad Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Mourinho þóttist sofna á miðjum blaðamannafundi Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Neuer meiddist við að fagna marki „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Chelsea vann en Tottenham tapaði Sjá meira
Neymar er ekki vinsælasti knattspyrnumaður heims í dag en hann hefur fengið mikið hrós frá einum besta knattspyrnustjóra heims. Hvort að það sé gott fyrir Barcelona að fá hann til baka er aftur á móti allt önnur saga. Pep Guardiola hefur sett saman hvert meistaraliðið á fætur öðru og ætti að vita manna best þegar kemur að hæfileikum knattspyrnumanna. Neymar vill endilega komast aftur til Barcelona sem seldi hann á sínum tíma til Paris Saint Germain fyrir 200 milljónir punda. Það þarf ýmislegt að ganga upp svo að Neymar fá þessa ósk sína uppfyllta. Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir Neymar að undanförnu, bæði innan sem utan vallar. Hann hefur verið mikið meiddur og skapað sér óvinsældir með síendurteknum leikaraskap innan vallar og þá var hann einnig kærður fyrir nauðgun. Neymar vill nú komast aftur í framlínuna með þeim Lionel Messi og Luis Suarez en saman mynduðu þeir ógnvænlegt þríeyki hjá Barca á árunum 2014 til 2017. Neymar átti að vera að reyna að komast út undan skugga Lionel Messi þegar hann fór til Paris Saint Germain en þrátt fyrir fín tilþrif inn á milli þá hefur lítið gengið hjá hjá Neymar og félögum í PSG í Meistaradeildinni. „Það er langt síðan ég sagði að erfiðustu mótherjar mínir á þjálfaraferlinum hafi verið Liverpool liðið á nýloknu tímabili og Barca liðið undir stjórn Luis Enrique,“ sagði Pep Guardiola við ARA. „Það var ekki hægt að vinna Barcelona liðið með þessa þrjá framherja saman,“ sagði Guardiola. Hann var líka tilbúinn að hrósa Neymar. „Sá sem kemst næstur því að vera með hæfileika Messi er Neymar og þá sérstaklega á þessum árum. Ekki síst hvað varðar það að búa eitthvað til inn á vellinum. Hann var þarna á hárréttum aldri,“ sagði Guardiola. Neymar kom 21 árs gamall til Barcelona og vann spænsku deildina tvisvar og Meistaradeildina einu sinni með félaginu. Nú virðist Neymar hafa loksins áttað sig á því hversu gott var að spila við hlið Lionel Messi. Guardiola er aftur á móti ekki viss um það þeir geta kallað fram gömlu tímana á ný þar sem þeir þrír blómstruðu saman.Guardiola not convinced by the idea of Neymar going back to Barcelona: https://t.co/rRRgM9oJB1pic.twitter.com/jpVfWmhgs8 — AS English (@English_AS) June 30, 2019„Neymar er stórkostlegur leikmaður en ég veit ekki hvort að gengi jafnvel vel ef hann kæmi til baka. Ég er ekki sá sami og ég var þegar ég var með Barcelona og ég veit ekki hvort að Neymar sé sá sami. Það efast þó enginn um að þetta yrðu góð kaup,“ sagði Guardiola.Guardiola doubts whether Neymar returning to Barcelona is a good idea: "I'm not the same person now and I'm not sure if [he] is either."https://t.co/eX0t4gQvPS — beIN SPORTS USA (@beINSPORTSUSA) July 1, 2019
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Enski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Fótbolti Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur Körfubolti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Enski boltinn Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Fótbolti Fleiri fréttir Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Þróttarvöllur hýsir A-landsleiki kvenna í apríl Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Sjáðu dauðafæri Orra og mörk Man. Utd og Real Sociedad Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Mourinho þóttist sofna á miðjum blaðamannafundi Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Neuer meiddist við að fagna marki „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Chelsea vann en Tottenham tapaði Sjá meira