Pep Guardiola: Neymar kemst næstur Messi í hæfileikum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2019 11:30 Lionel Messi og Neymar þegar þeir léku saman hjá Barcelona. Getty/Elsa Neymar er ekki vinsælasti knattspyrnumaður heims í dag en hann hefur fengið mikið hrós frá einum besta knattspyrnustjóra heims. Hvort að það sé gott fyrir Barcelona að fá hann til baka er aftur á móti allt önnur saga. Pep Guardiola hefur sett saman hvert meistaraliðið á fætur öðru og ætti að vita manna best þegar kemur að hæfileikum knattspyrnumanna. Neymar vill endilega komast aftur til Barcelona sem seldi hann á sínum tíma til Paris Saint Germain fyrir 200 milljónir punda. Það þarf ýmislegt að ganga upp svo að Neymar fá þessa ósk sína uppfyllta. Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir Neymar að undanförnu, bæði innan sem utan vallar. Hann hefur verið mikið meiddur og skapað sér óvinsældir með síendurteknum leikaraskap innan vallar og þá var hann einnig kærður fyrir nauðgun. Neymar vill nú komast aftur í framlínuna með þeim Lionel Messi og Luis Suarez en saman mynduðu þeir ógnvænlegt þríeyki hjá Barca á árunum 2014 til 2017. Neymar átti að vera að reyna að komast út undan skugga Lionel Messi þegar hann fór til Paris Saint Germain en þrátt fyrir fín tilþrif inn á milli þá hefur lítið gengið hjá hjá Neymar og félögum í PSG í Meistaradeildinni. „Það er langt síðan ég sagði að erfiðustu mótherjar mínir á þjálfaraferlinum hafi verið Liverpool liðið á nýloknu tímabili og Barca liðið undir stjórn Luis Enrique,“ sagði Pep Guardiola við ARA. „Það var ekki hægt að vinna Barcelona liðið með þessa þrjá framherja saman,“ sagði Guardiola. Hann var líka tilbúinn að hrósa Neymar. „Sá sem kemst næstur því að vera með hæfileika Messi er Neymar og þá sérstaklega á þessum árum. Ekki síst hvað varðar það að búa eitthvað til inn á vellinum. Hann var þarna á hárréttum aldri,“ sagði Guardiola. Neymar kom 21 árs gamall til Barcelona og vann spænsku deildina tvisvar og Meistaradeildina einu sinni með félaginu. Nú virðist Neymar hafa loksins áttað sig á því hversu gott var að spila við hlið Lionel Messi. Guardiola er aftur á móti ekki viss um það þeir geta kallað fram gömlu tímana á ný þar sem þeir þrír blómstruðu saman.Guardiola not convinced by the idea of Neymar going back to Barcelona: https://t.co/rRRgM9oJB1pic.twitter.com/jpVfWmhgs8 — AS English (@English_AS) June 30, 2019„Neymar er stórkostlegur leikmaður en ég veit ekki hvort að gengi jafnvel vel ef hann kæmi til baka. Ég er ekki sá sami og ég var þegar ég var með Barcelona og ég veit ekki hvort að Neymar sé sá sami. Það efast þó enginn um að þetta yrðu góð kaup,“ sagði Guardiola.Guardiola doubts whether Neymar returning to Barcelona is a good idea: "I'm not the same person now and I'm not sure if [he] is either."https://t.co/eX0t4gQvPS — beIN SPORTS USA (@beINSPORTSUSA) July 1, 2019 Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sjá meira
Neymar er ekki vinsælasti knattspyrnumaður heims í dag en hann hefur fengið mikið hrós frá einum besta knattspyrnustjóra heims. Hvort að það sé gott fyrir Barcelona að fá hann til baka er aftur á móti allt önnur saga. Pep Guardiola hefur sett saman hvert meistaraliðið á fætur öðru og ætti að vita manna best þegar kemur að hæfileikum knattspyrnumanna. Neymar vill endilega komast aftur til Barcelona sem seldi hann á sínum tíma til Paris Saint Germain fyrir 200 milljónir punda. Það þarf ýmislegt að ganga upp svo að Neymar fá þessa ósk sína uppfyllta. Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir Neymar að undanförnu, bæði innan sem utan vallar. Hann hefur verið mikið meiddur og skapað sér óvinsældir með síendurteknum leikaraskap innan vallar og þá var hann einnig kærður fyrir nauðgun. Neymar vill nú komast aftur í framlínuna með þeim Lionel Messi og Luis Suarez en saman mynduðu þeir ógnvænlegt þríeyki hjá Barca á árunum 2014 til 2017. Neymar átti að vera að reyna að komast út undan skugga Lionel Messi þegar hann fór til Paris Saint Germain en þrátt fyrir fín tilþrif inn á milli þá hefur lítið gengið hjá hjá Neymar og félögum í PSG í Meistaradeildinni. „Það er langt síðan ég sagði að erfiðustu mótherjar mínir á þjálfaraferlinum hafi verið Liverpool liðið á nýloknu tímabili og Barca liðið undir stjórn Luis Enrique,“ sagði Pep Guardiola við ARA. „Það var ekki hægt að vinna Barcelona liðið með þessa þrjá framherja saman,“ sagði Guardiola. Hann var líka tilbúinn að hrósa Neymar. „Sá sem kemst næstur því að vera með hæfileika Messi er Neymar og þá sérstaklega á þessum árum. Ekki síst hvað varðar það að búa eitthvað til inn á vellinum. Hann var þarna á hárréttum aldri,“ sagði Guardiola. Neymar kom 21 árs gamall til Barcelona og vann spænsku deildina tvisvar og Meistaradeildina einu sinni með félaginu. Nú virðist Neymar hafa loksins áttað sig á því hversu gott var að spila við hlið Lionel Messi. Guardiola er aftur á móti ekki viss um það þeir geta kallað fram gömlu tímana á ný þar sem þeir þrír blómstruðu saman.Guardiola not convinced by the idea of Neymar going back to Barcelona: https://t.co/rRRgM9oJB1pic.twitter.com/jpVfWmhgs8 — AS English (@English_AS) June 30, 2019„Neymar er stórkostlegur leikmaður en ég veit ekki hvort að gengi jafnvel vel ef hann kæmi til baka. Ég er ekki sá sami og ég var þegar ég var með Barcelona og ég veit ekki hvort að Neymar sé sá sami. Það efast þó enginn um að þetta yrðu góð kaup,“ sagði Guardiola.Guardiola doubts whether Neymar returning to Barcelona is a good idea: "I'm not the same person now and I'm not sure if [he] is either."https://t.co/eX0t4gQvPS — beIN SPORTS USA (@beINSPORTSUSA) July 1, 2019
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sjá meira