Pep Guardiola: Neymar kemst næstur Messi í hæfileikum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2019 11:30 Lionel Messi og Neymar þegar þeir léku saman hjá Barcelona. Getty/Elsa Neymar er ekki vinsælasti knattspyrnumaður heims í dag en hann hefur fengið mikið hrós frá einum besta knattspyrnustjóra heims. Hvort að það sé gott fyrir Barcelona að fá hann til baka er aftur á móti allt önnur saga. Pep Guardiola hefur sett saman hvert meistaraliðið á fætur öðru og ætti að vita manna best þegar kemur að hæfileikum knattspyrnumanna. Neymar vill endilega komast aftur til Barcelona sem seldi hann á sínum tíma til Paris Saint Germain fyrir 200 milljónir punda. Það þarf ýmislegt að ganga upp svo að Neymar fá þessa ósk sína uppfyllta. Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir Neymar að undanförnu, bæði innan sem utan vallar. Hann hefur verið mikið meiddur og skapað sér óvinsældir með síendurteknum leikaraskap innan vallar og þá var hann einnig kærður fyrir nauðgun. Neymar vill nú komast aftur í framlínuna með þeim Lionel Messi og Luis Suarez en saman mynduðu þeir ógnvænlegt þríeyki hjá Barca á árunum 2014 til 2017. Neymar átti að vera að reyna að komast út undan skugga Lionel Messi þegar hann fór til Paris Saint Germain en þrátt fyrir fín tilþrif inn á milli þá hefur lítið gengið hjá hjá Neymar og félögum í PSG í Meistaradeildinni. „Það er langt síðan ég sagði að erfiðustu mótherjar mínir á þjálfaraferlinum hafi verið Liverpool liðið á nýloknu tímabili og Barca liðið undir stjórn Luis Enrique,“ sagði Pep Guardiola við ARA. „Það var ekki hægt að vinna Barcelona liðið með þessa þrjá framherja saman,“ sagði Guardiola. Hann var líka tilbúinn að hrósa Neymar. „Sá sem kemst næstur því að vera með hæfileika Messi er Neymar og þá sérstaklega á þessum árum. Ekki síst hvað varðar það að búa eitthvað til inn á vellinum. Hann var þarna á hárréttum aldri,“ sagði Guardiola. Neymar kom 21 árs gamall til Barcelona og vann spænsku deildina tvisvar og Meistaradeildina einu sinni með félaginu. Nú virðist Neymar hafa loksins áttað sig á því hversu gott var að spila við hlið Lionel Messi. Guardiola er aftur á móti ekki viss um það þeir geta kallað fram gömlu tímana á ný þar sem þeir þrír blómstruðu saman.Guardiola not convinced by the idea of Neymar going back to Barcelona: https://t.co/rRRgM9oJB1pic.twitter.com/jpVfWmhgs8 — AS English (@English_AS) June 30, 2019„Neymar er stórkostlegur leikmaður en ég veit ekki hvort að gengi jafnvel vel ef hann kæmi til baka. Ég er ekki sá sami og ég var þegar ég var með Barcelona og ég veit ekki hvort að Neymar sé sá sami. Það efast þó enginn um að þetta yrðu góð kaup,“ sagði Guardiola.Guardiola doubts whether Neymar returning to Barcelona is a good idea: "I'm not the same person now and I'm not sure if [he] is either."https://t.co/eX0t4gQvPS — beIN SPORTS USA (@beINSPORTSUSA) July 1, 2019 Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Neymar er ekki vinsælasti knattspyrnumaður heims í dag en hann hefur fengið mikið hrós frá einum besta knattspyrnustjóra heims. Hvort að það sé gott fyrir Barcelona að fá hann til baka er aftur á móti allt önnur saga. Pep Guardiola hefur sett saman hvert meistaraliðið á fætur öðru og ætti að vita manna best þegar kemur að hæfileikum knattspyrnumanna. Neymar vill endilega komast aftur til Barcelona sem seldi hann á sínum tíma til Paris Saint Germain fyrir 200 milljónir punda. Það þarf ýmislegt að ganga upp svo að Neymar fá þessa ósk sína uppfyllta. Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir Neymar að undanförnu, bæði innan sem utan vallar. Hann hefur verið mikið meiddur og skapað sér óvinsældir með síendurteknum leikaraskap innan vallar og þá var hann einnig kærður fyrir nauðgun. Neymar vill nú komast aftur í framlínuna með þeim Lionel Messi og Luis Suarez en saman mynduðu þeir ógnvænlegt þríeyki hjá Barca á árunum 2014 til 2017. Neymar átti að vera að reyna að komast út undan skugga Lionel Messi þegar hann fór til Paris Saint Germain en þrátt fyrir fín tilþrif inn á milli þá hefur lítið gengið hjá hjá Neymar og félögum í PSG í Meistaradeildinni. „Það er langt síðan ég sagði að erfiðustu mótherjar mínir á þjálfaraferlinum hafi verið Liverpool liðið á nýloknu tímabili og Barca liðið undir stjórn Luis Enrique,“ sagði Pep Guardiola við ARA. „Það var ekki hægt að vinna Barcelona liðið með þessa þrjá framherja saman,“ sagði Guardiola. Hann var líka tilbúinn að hrósa Neymar. „Sá sem kemst næstur því að vera með hæfileika Messi er Neymar og þá sérstaklega á þessum árum. Ekki síst hvað varðar það að búa eitthvað til inn á vellinum. Hann var þarna á hárréttum aldri,“ sagði Guardiola. Neymar kom 21 árs gamall til Barcelona og vann spænsku deildina tvisvar og Meistaradeildina einu sinni með félaginu. Nú virðist Neymar hafa loksins áttað sig á því hversu gott var að spila við hlið Lionel Messi. Guardiola er aftur á móti ekki viss um það þeir geta kallað fram gömlu tímana á ný þar sem þeir þrír blómstruðu saman.Guardiola not convinced by the idea of Neymar going back to Barcelona: https://t.co/rRRgM9oJB1pic.twitter.com/jpVfWmhgs8 — AS English (@English_AS) June 30, 2019„Neymar er stórkostlegur leikmaður en ég veit ekki hvort að gengi jafnvel vel ef hann kæmi til baka. Ég er ekki sá sami og ég var þegar ég var með Barcelona og ég veit ekki hvort að Neymar sé sá sami. Það efast þó enginn um að þetta yrðu góð kaup,“ sagði Guardiola.Guardiola doubts whether Neymar returning to Barcelona is a good idea: "I'm not the same person now and I'm not sure if [he] is either."https://t.co/eX0t4gQvPS — beIN SPORTS USA (@beINSPORTSUSA) July 1, 2019
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira