Fótbolti

Þjóðverjar og Frakkar missa af Ólympíuleikunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marion Torrent var að vonum svekkt í leikslok eftir að ljóst var að HM ævintýri Frakka endaði í átta liða úrslitunum.
Marion Torrent var að vonum svekkt í leikslok eftir að ljóst var að HM ævintýri Frakka endaði í átta liða úrslitunum. Vísir/Getty
Þýskaland og Frakkland töpuðu bæði í átta liða úrslitum HM kvenna í fótbolta en þessir tapleikir þeirra höfðu ekki aðeins áhrif á þetta heimsmeistaramót.

Bæði lið eru nú úr leik en það er líka ljóst að þau verða ekki með á Ólympíuleikunum í Tókýó á næsta ári.

Fulltrúar Evrópu verða evrópsku liðin í undanúrslitum HM 2019 eða Svíþjóð, Holland og England. Enska landsliðið mun keppa undir merkjum Bretlands og einhverjar skoskar hetjur ættu því að vera í því liði.





Margir hafa gagnrýnt þetta fyrirkomulag enda slæmt fyrir keppnina á þessum leikum að missa út stórlið eins og Þýskaland og Frakkland.

Meðal þeirra er Julie Foudy, tvöfaldur heimsmeistari (1991 og 1999) og 274 landsleikjakona með bandaríska landsliðinu.

Julie Foudy kallar eftir nýrri undankeppni sem og það verði jafnmargar þjóðir í karla- og kvennakeppni Ólympíuleikanna.





Eins og íslenskur stelpurnar hafa kynnst á eigin skinni þá er mjög erfitt að komast á HM kvenna en það er þúsund sinnum erfiðara að komast á Ólympíuleikanna.

Það er í raun magnað að jafnsterkar þjóðir eins og Frakkland og Þýskaland séu úr leik í þeirri keppni. Sérstaklega franska liðið sem var svo óheppið að mæta bandarísku stelpunum í átta liða úrslitunum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×