Erlent

Íransforseti boðar frekari auðgun úrans

Kjartan Kjartansson skrifar
Rouhani, forseti Írans, þrýstir nú á Evrópuríki að verja Íran fyrir viðskiptaþvingunum Bandaríkjastjórnar.
Rouhani, forseti Írans, þrýstir nú á Evrópuríki að verja Íran fyrir viðskiptaþvingunum Bandaríkjastjórnar. Vísir/EPA
Hassan Rouhani, forseti Írans, segir að Íranir ætli að auka auðgun á úrani eins og þeim þykir þörf á og umfram þau mörk sem kveðið er á um í kjarnorkusamningunum sem þeir gerðu vil heimsveldin árið 2015 nema að refsiaðgerðir Bandaríkjastjórnar verðir felldar niður.

Mikil spenna hefur ríkt á milli íranskra og bandarískra stjórnvalda undanfarið. Hún hefur stigmagnast eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði Bandaríkin frá kjarnorkusamningnum í fyrra og lagði viðskiptaþvinganir sem hafði verið aflétt með honum aftur á.

Fyrr í vikunni tilkynntu Íranir að þeir hefðu sankað að sér meira af lítt auðguðu úrani en þeim er heimilt samkvæmt samningnum. Nú segir Rouhani að þeir ætli að auðga úranið meira en samningurinn leyfir.

Ætlunin með takmörkununum á auðgun úrans í kjarnorkusamningnum er ætlað að gera Írönum kleift að vinna úran til að nota við raforkuframleiðslu en koma í veg fyrir að þeir geti komið sér upp kjarnavopnum. Fyrir kjarnorkusprengjur þarf að auðga úran meira en fyrir raforkuframleiðslu.

Rouhani sagði að ef löndin sem standa að samningum tryggi ekki áframhaldandi viðskipti við Íran eins og kveðið er á um í honum muni hann taka kjarnaofn sem hafði verið slökkt á aftur í notkun, að því er segir í frétt Reuters.

Evrópuríki lýsti miklum áhyggjum af mögulegum brotum Írana á samningnum í gær. Ísraelsk stjórnvöld sögðust búa sig undir mögulega þátttöku í hernaðarátökum á milli Bandaríkjanna og Írans.


Tengdar fréttir

Útlit fyrir að Íran brjóti gegn samningnum

Ef fram heldur sem horfir mun Íran gerast brotlegt við ákvæði JCPOA-kjarnorkusamningsins innan fáeinna daga og eiga meira auðgað úran en samningurinn heimilar. Þetta hafði Reuters eftir erindrekum sem vitnuðu til gagna rannsakenda á vegum Sameinuðu þjóðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×