Raforkunotkun fyrir Bitcoin á við Sviss Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2019 16:43 Viðskipti með bitcoin eru aðeins brot af öllum fjármálahreyfingum í heiminum. Engu að síður þarf margfalt meiri raforku fyrir rafmyntina. Vísir/EPA Meira rafmagn fer í að knýja viðskipti með rafmyntina bitcoin en færslur allra fjármálastofnana heims samanlagt. Árleg raforkunotkun við bitcoin er á við Sviss og magnið af gróðurhúsalofttegundum sem losnar við hana er á við bandaríska borg. Gífurlegt rafmagn þarf til að knýja heilu gagnaverin þar sem öflugar tölvur leggja nótt við nýtan dag við að grafa eftir rafmyntinni bitcoin. Þeir sem eiga tölvurnar fá bitcoin fyrir að knýja viðskipti með rafmyntina. Nýtt veftól Cambridge-háskóla á Bretlandi leiðir í ljós að bitcoin-tölvurnar noti tæpar um sjö gígavött af rafmagni, um 0,21% af heildarraforkuframleiðslu heimsins. Það er sambærilegt við ársnotkun Svisslendinga á rafmagni, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Alex de Vries, sérfræðingur í orkuþörf bitcoin frá endurskoðunarfyrirtækinu PwC, segir að bitcoin-gröfturinn valdi losun á um 22 milljón tonnum af koltvísýringi á ári. Það sé sambærilegt við losun íbúa Kansas-borgar í Bandaríkjunum þar sem um hálf milljóna manna býr. Að sögn de Vries er bitcoin orkufrekasti gjaldmiðill heims. Fjármálahreyfingar með bitcoin séu innan við hundrað milljónir á einu ári, borið saman við um 500 milljarða færslna í hefðbundna fjármálakerfi heimsins. Engu að síður noti bitcoin meira rafmagn en allir bankar heimsins samanlagt. Rafmyntir Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Meira rafmagn fer í að knýja viðskipti með rafmyntina bitcoin en færslur allra fjármálastofnana heims samanlagt. Árleg raforkunotkun við bitcoin er á við Sviss og magnið af gróðurhúsalofttegundum sem losnar við hana er á við bandaríska borg. Gífurlegt rafmagn þarf til að knýja heilu gagnaverin þar sem öflugar tölvur leggja nótt við nýtan dag við að grafa eftir rafmyntinni bitcoin. Þeir sem eiga tölvurnar fá bitcoin fyrir að knýja viðskipti með rafmyntina. Nýtt veftól Cambridge-háskóla á Bretlandi leiðir í ljós að bitcoin-tölvurnar noti tæpar um sjö gígavött af rafmagni, um 0,21% af heildarraforkuframleiðslu heimsins. Það er sambærilegt við ársnotkun Svisslendinga á rafmagni, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Alex de Vries, sérfræðingur í orkuþörf bitcoin frá endurskoðunarfyrirtækinu PwC, segir að bitcoin-gröfturinn valdi losun á um 22 milljón tonnum af koltvísýringi á ári. Það sé sambærilegt við losun íbúa Kansas-borgar í Bandaríkjunum þar sem um hálf milljóna manna býr. Að sögn de Vries er bitcoin orkufrekasti gjaldmiðill heims. Fjármálahreyfingar með bitcoin séu innan við hundrað milljónir á einu ári, borið saman við um 500 milljarða færslna í hefðbundna fjármálakerfi heimsins. Engu að síður noti bitcoin meira rafmagn en allir bankar heimsins samanlagt.
Rafmyntir Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira