Þjóðhátíðardegi fagnað í skugga deilna um hervæðingu og spillingu Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2019 13:20 Hermenn koma fyrir skriðdreka við Lincoln-minnisvarðann að beiðni Trump forseta. Þjóðgarðastofnun Bandaríkjanna óttast að skriðdrekarnir eigi eftir að valda skemmdum við minnisvarðann. Vísir/AP Skriðdrekar hafa verið staðsettir í Washington-borg og herþotur eiga að fljúga þar yfir til að fagna þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna í dag, 4. júlí. Donald Trump forseti hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að hervæða hátíðarhöldin og setja sjálfan sig í öndvegi ólíkt fyrri forverum hans. Verulega breytingar voru gerðar á hátíðarhöldunum í höfuborginni í ár frá því sem hefð er fyrir að beiðni Trump forseta. Hann vildi meðal annars að herinn æki skriðdrekum og götur borgarinnar eins og hefur þekkst í einræðisríkjum eins og Sovétríkjunum og Norður-Kóreu. Þá hefur árleg flugeldasýning í borginni verið færð til, að sögn The Guardian. Fyrri forsetar hafa haldið sig til hlés á þjóðhátíðardeginum og hafa hátíðarhöldin yfirleitt einkennst af tónleikum og flugeldasýningu þar sem pólitík er ekki blandað í þau. Síðast gerðist það fyrir sjö áratugum þegar Harry Truman ávarpaði þjóðina sem stóð þá í stríði í Kóreu, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá voru liðin 175 frá undirritun sjálfsstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna. Nú ber aftur á móti svo við að hápunktur hátíðarhaldanna á að vera ræða Trump forseta við Lincoln-minnisvarðann þar sem Martin Luther yngri flutti meðal annars fræga ræðu. Margir óttast að Trump eigi ekki af standast mátið að gera ræðuna og hátíðarhöldin að kosningafundi eins og þeim sem hann heldur reglulega með stuðningsmönnum sínum en nú á kostnað skattgreiðenda. Talsmenn Hvíta hússins hafa sagt fásinnu að forsetinn eigi eftir að nýta ræðuna til að deila á pólitíska andstæðinga sína. Ræðan verði í anda ættjarðarástar.Flóðljósin prófuð fyrir ræðu Trump við Lincoln-minnisvarðann.Vísir/APWashington Post sagði frá því í vikunni að fjármunir sem aflað hefur verið með aðgangseyri í þjóðgarða og var ætlað að bæta garðana hafi verið færðir til að greiða fyrir hátíðarhöld Trump á þjóðhátíðardaginn. Trump gefur svo stuðningsmönnum sínum og fjárhagslegum bakhjörlum miða á fremsta bekk á hátíðarhöldin. Hvíta húsið hefur ekki viljað gefa upp kostnaðinn við herlegheitin sem ganga undir yfirskriftinni „Hylling Bandaríkjanna“. Bandaríska blaðið segir að þau verði þó leikandi létt dýrustu hátíðarhöldin í Washington-borg í sögunni. Trump hefur fullyrt að kostnaðurinn skipti ekki máli í ljósi mikilvægis hátíðarhaldanna. Ríkið eigi öll hernaðartólin, aðeins þurfi að splæsa í eldsneyti til að koma þeim til Washington. Trump forseti eru sagður hafa verið heillaður af því að halda hersýningu í höfuðborginni frá því að hann fór í opinbera heimsókn til Frakklands í Bastilludaginn 14. júlí árið 2017. Fallið var frá áformum um slíka sýningu í Washington-borg vegna andstöðu innan varnarmálaráðuneytisins. Þá var talið að kostnaðurinn hlypi á tugum milljóna dollara. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Innlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent Leikaraverkfalli aflýst Innlent Fleiri fréttir Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Helsti keppinautur Erdogan um forsetastólinn handtekinn í Istanbul Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Ungverska þingið bannar alla Pride viðburði Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Sjá meira
Skriðdrekar hafa verið staðsettir í Washington-borg og herþotur eiga að fljúga þar yfir til að fagna þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna í dag, 4. júlí. Donald Trump forseti hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að hervæða hátíðarhöldin og setja sjálfan sig í öndvegi ólíkt fyrri forverum hans. Verulega breytingar voru gerðar á hátíðarhöldunum í höfuborginni í ár frá því sem hefð er fyrir að beiðni Trump forseta. Hann vildi meðal annars að herinn æki skriðdrekum og götur borgarinnar eins og hefur þekkst í einræðisríkjum eins og Sovétríkjunum og Norður-Kóreu. Þá hefur árleg flugeldasýning í borginni verið færð til, að sögn The Guardian. Fyrri forsetar hafa haldið sig til hlés á þjóðhátíðardeginum og hafa hátíðarhöldin yfirleitt einkennst af tónleikum og flugeldasýningu þar sem pólitík er ekki blandað í þau. Síðast gerðist það fyrir sjö áratugum þegar Harry Truman ávarpaði þjóðina sem stóð þá í stríði í Kóreu, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá voru liðin 175 frá undirritun sjálfsstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna. Nú ber aftur á móti svo við að hápunktur hátíðarhaldanna á að vera ræða Trump forseta við Lincoln-minnisvarðann þar sem Martin Luther yngri flutti meðal annars fræga ræðu. Margir óttast að Trump eigi ekki af standast mátið að gera ræðuna og hátíðarhöldin að kosningafundi eins og þeim sem hann heldur reglulega með stuðningsmönnum sínum en nú á kostnað skattgreiðenda. Talsmenn Hvíta hússins hafa sagt fásinnu að forsetinn eigi eftir að nýta ræðuna til að deila á pólitíska andstæðinga sína. Ræðan verði í anda ættjarðarástar.Flóðljósin prófuð fyrir ræðu Trump við Lincoln-minnisvarðann.Vísir/APWashington Post sagði frá því í vikunni að fjármunir sem aflað hefur verið með aðgangseyri í þjóðgarða og var ætlað að bæta garðana hafi verið færðir til að greiða fyrir hátíðarhöld Trump á þjóðhátíðardaginn. Trump gefur svo stuðningsmönnum sínum og fjárhagslegum bakhjörlum miða á fremsta bekk á hátíðarhöldin. Hvíta húsið hefur ekki viljað gefa upp kostnaðinn við herlegheitin sem ganga undir yfirskriftinni „Hylling Bandaríkjanna“. Bandaríska blaðið segir að þau verði þó leikandi létt dýrustu hátíðarhöldin í Washington-borg í sögunni. Trump hefur fullyrt að kostnaðurinn skipti ekki máli í ljósi mikilvægis hátíðarhaldanna. Ríkið eigi öll hernaðartólin, aðeins þurfi að splæsa í eldsneyti til að koma þeim til Washington. Trump forseti eru sagður hafa verið heillaður af því að halda hersýningu í höfuðborginni frá því að hann fór í opinbera heimsókn til Frakklands í Bastilludaginn 14. júlí árið 2017. Fallið var frá áformum um slíka sýningu í Washington-borg vegna andstöðu innan varnarmálaráðuneytisins. Þá var talið að kostnaðurinn hlypi á tugum milljóna dollara.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Innlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent Leikaraverkfalli aflýst Innlent Fleiri fréttir Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Helsti keppinautur Erdogan um forsetastólinn handtekinn í Istanbul Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Ungverska þingið bannar alla Pride viðburði Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Sjá meira