Flugfélagið KLM hvetur fólk til þess að fljúga minna Eiður Þór Árnason skrifar 6. júlí 2019 14:45 Ef þú vilt samt fljúga þá tekur KLM þér eflaust með opnum örmum. Getty/Horacio Villalobos Í opnu bréfi frá forstjóra hollenska flugfélagsins KLM Royal Dutch Airlines eru viðskiptavinir hvattir til þess að taka „ábyrgar ákvarðanir þegar kemur að flugferðum“ og taka mið af loftslagsáhrifum þegar ferðir eru skipulagðar. Bréfið er hluti af nýrri herferð KLM sem beinir sjónum sínum að sjálfbærni og loftlagsáhrifum farþegaflugs. Í markaðsefni fyrirtækisins er fólki sagt að íhuga hvort það sé hægt að fjölga fjarfundum á vinnustaðnum og draga þannig úr löngum flugferðum, eða taka lestina næst þegar tækifæri gefst. Flugfélagið breiðir þessi skilaboð þó ekki út af góðmennskunni einni saman, þar sem það hikar ekki við að benda fólki sem vill fljúga að nýta sér kolefnisjöfnunarmöguleika flugfélagsins og hvetur um leið fólk til þess að taka með sér minni farangur. Flugfélagið er einnig duglegt að benda á að flugfloti þeirra sé einn sá sparneytnasti í heiminum.Í tilkynningu frá félaginu segir að þó það vilji sannarlega hraða vegferð sinni í átt að sjálfbærni, þá sé það eftir sem áður fyrirtæki sem þurfi að skila hagnaði til að lifa af. Gagnrýnendur, þar á meðal hollenskir stjórnmálamenn, hafa sakað félagið um grænþvott. Vilja þeir enn fremur sjá flugfélagið fara í róttækari aðgerðir á borð við að skylda farþega til að kolefnisjafna flugferðir sínar og að það dragi úr framboði á styttri flugferðum. Fréttir af flugi Holland Loftslagsmál Tengdar fréttir Fækka flugferðum milli Keflavíkur og London Ungverska félagið Wizz air dregur saman seglin í flugferðum milli London og Keflavíkur. 1. júlí 2019 20:16 Nýjasta þotan frá Airbus gæti orðið framtíðarvél Icelandair Airbus kynnti í dag ákvörðun um að hefja framleiðslu á langdrægustu farþegaþotu heims í flokki mjórra véla með einn farrýmisgang, Airbus A321XLR. 17. júní 2019 23:05 Hannaði kolefnisjöfnunarreiknivél til að losna við flugviskubit Íslenskur doktorsnemi í tölvunarfræði hefur gert forrit sem reiknar út hve mörgum trjám ferðalangar þurfa að planta til að kolefnisjafna flugferðir sínar. 30. júní 2019 16:17 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Í opnu bréfi frá forstjóra hollenska flugfélagsins KLM Royal Dutch Airlines eru viðskiptavinir hvattir til þess að taka „ábyrgar ákvarðanir þegar kemur að flugferðum“ og taka mið af loftslagsáhrifum þegar ferðir eru skipulagðar. Bréfið er hluti af nýrri herferð KLM sem beinir sjónum sínum að sjálfbærni og loftlagsáhrifum farþegaflugs. Í markaðsefni fyrirtækisins er fólki sagt að íhuga hvort það sé hægt að fjölga fjarfundum á vinnustaðnum og draga þannig úr löngum flugferðum, eða taka lestina næst þegar tækifæri gefst. Flugfélagið breiðir þessi skilaboð þó ekki út af góðmennskunni einni saman, þar sem það hikar ekki við að benda fólki sem vill fljúga að nýta sér kolefnisjöfnunarmöguleika flugfélagsins og hvetur um leið fólk til þess að taka með sér minni farangur. Flugfélagið er einnig duglegt að benda á að flugfloti þeirra sé einn sá sparneytnasti í heiminum.Í tilkynningu frá félaginu segir að þó það vilji sannarlega hraða vegferð sinni í átt að sjálfbærni, þá sé það eftir sem áður fyrirtæki sem þurfi að skila hagnaði til að lifa af. Gagnrýnendur, þar á meðal hollenskir stjórnmálamenn, hafa sakað félagið um grænþvott. Vilja þeir enn fremur sjá flugfélagið fara í róttækari aðgerðir á borð við að skylda farþega til að kolefnisjafna flugferðir sínar og að það dragi úr framboði á styttri flugferðum.
Fréttir af flugi Holland Loftslagsmál Tengdar fréttir Fækka flugferðum milli Keflavíkur og London Ungverska félagið Wizz air dregur saman seglin í flugferðum milli London og Keflavíkur. 1. júlí 2019 20:16 Nýjasta þotan frá Airbus gæti orðið framtíðarvél Icelandair Airbus kynnti í dag ákvörðun um að hefja framleiðslu á langdrægustu farþegaþotu heims í flokki mjórra véla með einn farrýmisgang, Airbus A321XLR. 17. júní 2019 23:05 Hannaði kolefnisjöfnunarreiknivél til að losna við flugviskubit Íslenskur doktorsnemi í tölvunarfræði hefur gert forrit sem reiknar út hve mörgum trjám ferðalangar þurfa að planta til að kolefnisjafna flugferðir sínar. 30. júní 2019 16:17 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fækka flugferðum milli Keflavíkur og London Ungverska félagið Wizz air dregur saman seglin í flugferðum milli London og Keflavíkur. 1. júlí 2019 20:16
Nýjasta þotan frá Airbus gæti orðið framtíðarvél Icelandair Airbus kynnti í dag ákvörðun um að hefja framleiðslu á langdrægustu farþegaþotu heims í flokki mjórra véla með einn farrýmisgang, Airbus A321XLR. 17. júní 2019 23:05
Hannaði kolefnisjöfnunarreiknivél til að losna við flugviskubit Íslenskur doktorsnemi í tölvunarfræði hefur gert forrit sem reiknar út hve mörgum trjám ferðalangar þurfa að planta til að kolefnisjafna flugferðir sínar. 30. júní 2019 16:17