Rannsaka mögulega spillingu í innsetningarnefnd Trump Kjartan Kjartansson skrifar 8. júlí 2019 10:30 Elliot Broidy er grunaður um að hafa nýtt sér aðstöðu sína til að tryggja einkafyrirtækjum sínum viðskipti við erlend ríki. AP/David Karp Bandarískur alríkisákærudómstóll rannsakar nú einn helsta fjáraflara Repúblikanaflokksins vegna grunsemda um að hann hafi notfært sér aðstöðu sína sem varaformaður innsetningarnefndar Donalds Trump forseta til að næla sér í viðskiptasamninga við erlenda þjóðarleiðtoga. AP-fréttastofan segir að alríkissaksóknarar í New York hafi krafið innsetningarnefnd Trump gagna um tuttugu einstaklinga og fyrirtækja sem tengjast öll Elliot Broidy sem hefur meðal annars gegnt embætti fjármálastjóra landsnefndar Repúblikanaflokksins. Eins hafa saksóknararnir krafist upplýsingar um erlenda embættismenn sem Broidy er grunaður um að hafa reynt að semja við, þar á meðal núverandi forseta Angóla og tvo rúmenska stjórnmálamenn. Rannsóknin virðist beinast að því hvort að Broidy hafi notfært sér aðstöðu sína til persónulegrar auðgunar. Grunur leikur á að hann hafi notað boð á innsetningarathöfn Trump árið 2017 eða aðgang að forsetanum til að liðka fyrir samningum við erlenda ráðamenn. Önnur alríkisrannsókn er í gangi á innsetningarnefndinni sem skipulagði hátíðarhöld í tengslum við embættitöku Trump. Nefndin safnaði metfé, alls um 107 milljónum dollara, jafnvirði um 13,5 milljarða króna. Sú rannsókn beinist að því hvort að nefndin hafi tekið við ólöglegum framlögum frá útlendingum.Lofaði heimsókn í Mar-a-Lago og fundum í Washington Broidy hefur áður komist í kast við lögin. Hann játaði sig sekan um að hafa gefið opinberum embættismönnum ólöglegar gjafir að andvirði á annað hundrað milljóna króna árið 2009 í tengslum við lífeyrissjóð New York-ríkis. Hann sagði af sér sem aðstoðarfjármálastjóri Repúblikanaflokksins í fyrra þegar í ljós kom að hann hafði greitt fyrrverandi Playboy-fyrirsætu 1,6 milljónir dollara til að þegja um kynferðislegt samand þeirra. Michael Cohen, þáverandi lögmaður Trump forseta, hafði milligöngu um þagnargreiðsluna árið 2017. Í gögnum sem AP-fréttastofan hefur undir höndum bauð Broidy tveimur angólskum stjórnmálaleiðtogum, þar á meðal João Manuel Gonçalves Lourenço, þáverandi varnarmálaráðherra og núverandi forseta Angóla, á innsetningarathöfn Trump í Washington-borg. Með boðinu fylgdi milljónadollara samningur öryggisfyrirtækis hans við angólsk stjórnvöld sem Broidy bað um að yrði undirritaður fyrir athöfnina. Þá ræddi Broidy við angólska forsetann um heimsókn í Mar-a-Lago-klúbb Trump á Flórída og lofaði frekari fundum í Washington-borg. Í sama tölvupósti innheimti hann greiðslu fyrir þjónustu fyrirtækis síns. Í stefnu ákærudómstólsins í New York má ráða að Broidy hafi unnið fyrir rúmenska stjórnmálamenn um leið og hann sóttist eftir ábatasömum samningi um öryggisþjónustu þar í landi. Þeirra á meðal var Sorin Grindeanu, þáverandi forsætisráðherra Rúmeníu, og Liviu Dragnea, fyrrverandi leiðtogi Sósíaldemókrata. Sá síðarnefndi afplánar nú fangelsisdóm fyrir misbeitingu valds. Báðir voru viðstaddir embættistöku Trump. Lögfræðingur öryggisfyrirtækis Broidy sagði af sér í október árið 2017 eftir að hann lýsti áhyggjum af spillingu í tengslum við viðræður þess við rúmensk stjórnvöld. Ekkert varð af samningunum.João Lourenço, forseti Angóla, var varnarmálaráðherra þegar honum var boðið á innsetningarathöfn Trump. Á sama tíma gerði ríkisstjórn hans samning við verktakafyrirtæki Broidy.Vísir/EPATalinn hafa reynt að hafa áhrif á stefnu Trump fyrir hönd erlendra ríkja Áður hefur verið fjallað um tengsl Broidy við Sameinuðu arabísku furstadæmin þar sem öryggisverktakafyrirtæki hafa fengið margra milljóna dollara verkefni. Gögn sem New York Times komst yfir í fyrra bentu til þess að Broidy hafi reynt að hafa áhrif á stefnu ríkisstjórnar Trump fyrir hönd furstadæmanna, meðal annars þegar þau ásamt nokkrum öðrum ríkjum einangruðu Katar árið 2017. Þrátt fyrir að Katarar hafi verið nánir bandamenn Bandaríkjastjórnar tók Trump forseti afstöðu með nágrannaríkjum þeirra í deilunni, þvert á vilja þáverandi utanríkisráðherrans Rex Tillerson. Broidy fullyrti þá að Katarar hefðu stolið tölvupóstum hans og lekið til að koma höggi á hann. Lögmenn hans hafna því nú að hann eða öryggisfyrirtæki hans hafi átt í neinum samningum við rúmensk stjórnvöld. Engin tengsl hafi verið á milli samnings þess við stjórnvöld í Angóla og starfa Broidy fyrir innsetningarnefnd Trump. Angóla Bandaríkin Donald Trump Rúmenía Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Lögmaður Trump gerði milljónasamning um þögn Playboy-fyrirsætu Samninginn gerði hann fyrir hönd aðstoðarfjármálastjóra Repúblikanaflokksins sem hafði barnað konuna. Hann hefur sagt af sér vegna málsins. 15. apríl 2018 09:26 Vitni í Rússarannsókninni handtekið fyrir vörslu barnakláms Líbansk-bandarískur kaupsýslumaður með sambönd í Rússlandi og Miðausturlöndum var með barna- og dýraklám í fórum sínum þegar hann var fyrst handtekinn fyrir tveimur árum. 4. júní 2019 11:49 Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00 Fjáraflari Trump og repúblikana grunaður um að selja áhrif Fyrrverandi varastjórnarformaður landsnefndar Repúblikanaflokksins er grunaður um að hafa óskað eftir milljónum dollara frá erlendum aðilum gegn því að fá Trump-stjórnina til að gera það sem þeir vildu. 20. ágúst 2018 11:16 Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent Leikaraverkfalli aflýst Innlent „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Helsti keppinautur Erdogan um forsetastólinn handtekinn í Istanbul Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Ungverska þingið bannar alla Pride viðburði Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Sjá meira
Bandarískur alríkisákærudómstóll rannsakar nú einn helsta fjáraflara Repúblikanaflokksins vegna grunsemda um að hann hafi notfært sér aðstöðu sína sem varaformaður innsetningarnefndar Donalds Trump forseta til að næla sér í viðskiptasamninga við erlenda þjóðarleiðtoga. AP-fréttastofan segir að alríkissaksóknarar í New York hafi krafið innsetningarnefnd Trump gagna um tuttugu einstaklinga og fyrirtækja sem tengjast öll Elliot Broidy sem hefur meðal annars gegnt embætti fjármálastjóra landsnefndar Repúblikanaflokksins. Eins hafa saksóknararnir krafist upplýsingar um erlenda embættismenn sem Broidy er grunaður um að hafa reynt að semja við, þar á meðal núverandi forseta Angóla og tvo rúmenska stjórnmálamenn. Rannsóknin virðist beinast að því hvort að Broidy hafi notfært sér aðstöðu sína til persónulegrar auðgunar. Grunur leikur á að hann hafi notað boð á innsetningarathöfn Trump árið 2017 eða aðgang að forsetanum til að liðka fyrir samningum við erlenda ráðamenn. Önnur alríkisrannsókn er í gangi á innsetningarnefndinni sem skipulagði hátíðarhöld í tengslum við embættitöku Trump. Nefndin safnaði metfé, alls um 107 milljónum dollara, jafnvirði um 13,5 milljarða króna. Sú rannsókn beinist að því hvort að nefndin hafi tekið við ólöglegum framlögum frá útlendingum.Lofaði heimsókn í Mar-a-Lago og fundum í Washington Broidy hefur áður komist í kast við lögin. Hann játaði sig sekan um að hafa gefið opinberum embættismönnum ólöglegar gjafir að andvirði á annað hundrað milljóna króna árið 2009 í tengslum við lífeyrissjóð New York-ríkis. Hann sagði af sér sem aðstoðarfjármálastjóri Repúblikanaflokksins í fyrra þegar í ljós kom að hann hafði greitt fyrrverandi Playboy-fyrirsætu 1,6 milljónir dollara til að þegja um kynferðislegt samand þeirra. Michael Cohen, þáverandi lögmaður Trump forseta, hafði milligöngu um þagnargreiðsluna árið 2017. Í gögnum sem AP-fréttastofan hefur undir höndum bauð Broidy tveimur angólskum stjórnmálaleiðtogum, þar á meðal João Manuel Gonçalves Lourenço, þáverandi varnarmálaráðherra og núverandi forseta Angóla, á innsetningarathöfn Trump í Washington-borg. Með boðinu fylgdi milljónadollara samningur öryggisfyrirtækis hans við angólsk stjórnvöld sem Broidy bað um að yrði undirritaður fyrir athöfnina. Þá ræddi Broidy við angólska forsetann um heimsókn í Mar-a-Lago-klúbb Trump á Flórída og lofaði frekari fundum í Washington-borg. Í sama tölvupósti innheimti hann greiðslu fyrir þjónustu fyrirtækis síns. Í stefnu ákærudómstólsins í New York má ráða að Broidy hafi unnið fyrir rúmenska stjórnmálamenn um leið og hann sóttist eftir ábatasömum samningi um öryggisþjónustu þar í landi. Þeirra á meðal var Sorin Grindeanu, þáverandi forsætisráðherra Rúmeníu, og Liviu Dragnea, fyrrverandi leiðtogi Sósíaldemókrata. Sá síðarnefndi afplánar nú fangelsisdóm fyrir misbeitingu valds. Báðir voru viðstaddir embættistöku Trump. Lögfræðingur öryggisfyrirtækis Broidy sagði af sér í október árið 2017 eftir að hann lýsti áhyggjum af spillingu í tengslum við viðræður þess við rúmensk stjórnvöld. Ekkert varð af samningunum.João Lourenço, forseti Angóla, var varnarmálaráðherra þegar honum var boðið á innsetningarathöfn Trump. Á sama tíma gerði ríkisstjórn hans samning við verktakafyrirtæki Broidy.Vísir/EPATalinn hafa reynt að hafa áhrif á stefnu Trump fyrir hönd erlendra ríkja Áður hefur verið fjallað um tengsl Broidy við Sameinuðu arabísku furstadæmin þar sem öryggisverktakafyrirtæki hafa fengið margra milljóna dollara verkefni. Gögn sem New York Times komst yfir í fyrra bentu til þess að Broidy hafi reynt að hafa áhrif á stefnu ríkisstjórnar Trump fyrir hönd furstadæmanna, meðal annars þegar þau ásamt nokkrum öðrum ríkjum einangruðu Katar árið 2017. Þrátt fyrir að Katarar hafi verið nánir bandamenn Bandaríkjastjórnar tók Trump forseti afstöðu með nágrannaríkjum þeirra í deilunni, þvert á vilja þáverandi utanríkisráðherrans Rex Tillerson. Broidy fullyrti þá að Katarar hefðu stolið tölvupóstum hans og lekið til að koma höggi á hann. Lögmenn hans hafna því nú að hann eða öryggisfyrirtæki hans hafi átt í neinum samningum við rúmensk stjórnvöld. Engin tengsl hafi verið á milli samnings þess við stjórnvöld í Angóla og starfa Broidy fyrir innsetningarnefnd Trump.
Angóla Bandaríkin Donald Trump Rúmenía Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Lögmaður Trump gerði milljónasamning um þögn Playboy-fyrirsætu Samninginn gerði hann fyrir hönd aðstoðarfjármálastjóra Repúblikanaflokksins sem hafði barnað konuna. Hann hefur sagt af sér vegna málsins. 15. apríl 2018 09:26 Vitni í Rússarannsókninni handtekið fyrir vörslu barnakláms Líbansk-bandarískur kaupsýslumaður með sambönd í Rússlandi og Miðausturlöndum var með barna- og dýraklám í fórum sínum þegar hann var fyrst handtekinn fyrir tveimur árum. 4. júní 2019 11:49 Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00 Fjáraflari Trump og repúblikana grunaður um að selja áhrif Fyrrverandi varastjórnarformaður landsnefndar Repúblikanaflokksins er grunaður um að hafa óskað eftir milljónum dollara frá erlendum aðilum gegn því að fá Trump-stjórnina til að gera það sem þeir vildu. 20. ágúst 2018 11:16 Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent Leikaraverkfalli aflýst Innlent „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Helsti keppinautur Erdogan um forsetastólinn handtekinn í Istanbul Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Ungverska þingið bannar alla Pride viðburði Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Sjá meira
Lögmaður Trump gerði milljónasamning um þögn Playboy-fyrirsætu Samninginn gerði hann fyrir hönd aðstoðarfjármálastjóra Repúblikanaflokksins sem hafði barnað konuna. Hann hefur sagt af sér vegna málsins. 15. apríl 2018 09:26
Vitni í Rússarannsókninni handtekið fyrir vörslu barnakláms Líbansk-bandarískur kaupsýslumaður með sambönd í Rússlandi og Miðausturlöndum var með barna- og dýraklám í fórum sínum þegar hann var fyrst handtekinn fyrir tveimur árum. 4. júní 2019 11:49
Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00
Fjáraflari Trump og repúblikana grunaður um að selja áhrif Fyrrverandi varastjórnarformaður landsnefndar Repúblikanaflokksins er grunaður um að hafa óskað eftir milljónum dollara frá erlendum aðilum gegn því að fá Trump-stjórnina til að gera það sem þeir vildu. 20. ágúst 2018 11:16