Óeining um hækkun launa forstjóra hjá OR 9. júlí 2019 06:15 Grunnlaun Bjarna Bjarnasonar, forstjóra OR, hafa verið hækkuð afturvirkt til 1. mars um 5,5, prósent. Heildarlaun hans hafa þó lækkað milli ára vegna breytinga á stjórnarsetu í dótturfélögum. Fréttablaðið/Stefán Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) samþykkti á fundi sínum í lok síðasta mánaðar að hækka grunnlaun Bjarna Bjarnasonar forstjóra um 5,5 prósent, eða sem nemur tæplega 130 þúsund krónum á mánuði. Er hækkunin afturvirk til 1. mars síðastliðins. Eftir hækkunina nema grunnlaun forstjórans 2,5 milljónum króna. Stjórnarmaður gagnrýndi hækkunina á fundinum. Heildarlaun forstjórans lækka þó umtalsvert milli ára. Ástæðan fyrir því er að forstjóri OR gegnir nú ekki lengur launaðri stjórnarformennsku í tveimur dótturfélaga fyrirtækisins. Greiðslur til forstjórans vegna stjórnarstarfa í Orku náttúrunnar og Gagnaveitu Reykjavíkur námu ríflega einni milljón á mánuði sem áður lagðist ofan á grunnlaun hans. Gerðu þessar aukagreiðslur það að verkum að heildarlaun forstjórans með hlunnindum voru komin vel yfir þjár milljónir á mánuði. Breytinguna má rekja til niðurstöðu Innri endurskoðunar OR um vinnustaðamenningu og mannauðsmál í vetur þar sem lagt var til að forstjóri samstæðunnar sæti ekki í stjórnum dótturfélaga. Fréttablaðið greindi frá því nýverið að endurskoðun launa forstjórans hefði tafist bæði vegna áðurnefndrar úttektar og viðkvæmrar stöðu í kjaraviðræðum. Á fundi stjórnar OR þann 24. júní síðastliðinn var svo loks samþykkt tillaga starfskjaranefndar OR um að hækka grunnlaun forstjórans úr 2.371 þúsund krónum í 2.502 þúsund, eða um 5,5 prósent. Tillagan var samþykkt með fimm atkvæðum gegn einu atkvæði stjórnarmannsins Valgarðs Lyngdal Jónssonar sem færði til bókar gagnrýni sína. Benti hann á að á síðasta aðalfundi OR hafi verið samþykkt að hækka laun stjórnarmanna um 3,7 prósent. „Var sú ákvörðun í samræmi við vel rökstudda tillögu starfskjaranefndar, þar sem tekið var mið af ástandi á vinnumarkaði og óvissu í íslensku efnahagslífi. Undirritaður telur að þar hafi verið sýnt ákveðið fordæmi og að rétt væri af stjórn OR að halda sig við það nú við ákvörðun launa forstjóra OR. Hæfileg hækkun á launum forstjóra væri því að mati undirritaðs 3,7 prósent,“ segir Valgarður í bókun sinni. Við grunnlaunin bætist svo föst mánaðarleg greiðsla upp á 132 þúsund krónur vegna bifreiðahlunninda. Grunnlaun forstjóra OR hafa frá 2017 í þremur ákvörðunum starfskjaranefndar hækkað um rúmar 300 þúsund krónur á mánuði eða 14 prósent, heldur umfram vísitölu launa sem á sama tímabili hefur hækkað rúm þrettán prósent. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) samþykkti á fundi sínum í lok síðasta mánaðar að hækka grunnlaun Bjarna Bjarnasonar forstjóra um 5,5 prósent, eða sem nemur tæplega 130 þúsund krónum á mánuði. Er hækkunin afturvirk til 1. mars síðastliðins. Eftir hækkunina nema grunnlaun forstjórans 2,5 milljónum króna. Stjórnarmaður gagnrýndi hækkunina á fundinum. Heildarlaun forstjórans lækka þó umtalsvert milli ára. Ástæðan fyrir því er að forstjóri OR gegnir nú ekki lengur launaðri stjórnarformennsku í tveimur dótturfélaga fyrirtækisins. Greiðslur til forstjórans vegna stjórnarstarfa í Orku náttúrunnar og Gagnaveitu Reykjavíkur námu ríflega einni milljón á mánuði sem áður lagðist ofan á grunnlaun hans. Gerðu þessar aukagreiðslur það að verkum að heildarlaun forstjórans með hlunnindum voru komin vel yfir þjár milljónir á mánuði. Breytinguna má rekja til niðurstöðu Innri endurskoðunar OR um vinnustaðamenningu og mannauðsmál í vetur þar sem lagt var til að forstjóri samstæðunnar sæti ekki í stjórnum dótturfélaga. Fréttablaðið greindi frá því nýverið að endurskoðun launa forstjórans hefði tafist bæði vegna áðurnefndrar úttektar og viðkvæmrar stöðu í kjaraviðræðum. Á fundi stjórnar OR þann 24. júní síðastliðinn var svo loks samþykkt tillaga starfskjaranefndar OR um að hækka grunnlaun forstjórans úr 2.371 þúsund krónum í 2.502 þúsund, eða um 5,5 prósent. Tillagan var samþykkt með fimm atkvæðum gegn einu atkvæði stjórnarmannsins Valgarðs Lyngdal Jónssonar sem færði til bókar gagnrýni sína. Benti hann á að á síðasta aðalfundi OR hafi verið samþykkt að hækka laun stjórnarmanna um 3,7 prósent. „Var sú ákvörðun í samræmi við vel rökstudda tillögu starfskjaranefndar, þar sem tekið var mið af ástandi á vinnumarkaði og óvissu í íslensku efnahagslífi. Undirritaður telur að þar hafi verið sýnt ákveðið fordæmi og að rétt væri af stjórn OR að halda sig við það nú við ákvörðun launa forstjóra OR. Hæfileg hækkun á launum forstjóra væri því að mati undirritaðs 3,7 prósent,“ segir Valgarður í bókun sinni. Við grunnlaunin bætist svo föst mánaðarleg greiðsla upp á 132 þúsund krónur vegna bifreiðahlunninda. Grunnlaun forstjóra OR hafa frá 2017 í þremur ákvörðunum starfskjaranefndar hækkað um rúmar 300 þúsund krónur á mánuði eða 14 prósent, heldur umfram vísitölu launa sem á sama tímabili hefur hækkað rúm þrettán prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira