Ekki merki um mikla kólnun á húsnæðismarkaðnum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. júlí 2019 11:30 Fasteignamarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu er í jafnvægi og hefur verið í töluverðan tíma, eða frá því í haust, segir hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði. vísir/vilhelm Ólafur Sindri Helgason, yfirhagfræðingur hjá hagdeild Íbúðalánasjóðs, segir að svo virðist sem jafnvægi sé á húsnæðismarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu og að ekki séu ekki beint merki um mikla kólnun. Hins vegar sé samdráttur í sölu íbúða í fjölbýli á meðan að sala á íbúðum í sérbýli eykst sé litið til mánaðarlegrar veltu talið fyrstu fimm mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Aukningin er sex prósent í fjölda seldra íbúða í sérbýli en samdrátturinn er 1,2 prósent í sölu íbúða í fjölbýli, samkvæmt tölum úr mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs fyrir júlímánuð. Í skýrslunni kemur einnig fram að meðalsölutími er að lengjast; fer úr 96 dögum í 109 daga fyrir sérbýli og úr 89 dögum í 94 daga fyrir fjölbýli.En hvað þýðir það? Er þetta ekki merki um einhverja kólnun? „Það fer eftir því hvaða skilning þú leggur í kólnun. Það er ekki sama brjálæði á markaðnum og var fyrir einu ári síðan. Hann hefur verið í ákveðnu jafnvægi í töluverðan tíma, eiginlega bara frá því um haustið 2018,“ segir Ólafur Sindri sem bendir til dæmis á að íbúðir í fjölbýli hafa hækkað gríðarlega í verði. Fyrir nokkrum misserum hafi það einnig verið svo að eftirspurnin var gríðarleg en framboðið lítið en nú sé framboðið að aukast. Aðspurður hvort eitthvað sé hægt að rýna í þessar tölur til að spá fyrir um hvernig komandi vetur verður á fasteignamarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu segir Ólafur Sindri Íbúðalánasjóð ekki í því að spá fram í tímann. „Við erum bara að sýna hvernig staðan er akkúrat núna. Þannig að ég get ekkert sagt neitt til um það. Það er auðvitað margt að gerast í hagkerfinu þannig að í raun og veru getur þetta þróast á marga vegu.“ Ólafur Sindri bendir þó á að samdráttur í sölu á fjölbýli sé eitthvað merki og þá það líka að 80 prósent allra fasteignaviðskipta eru undir ásettu verði. „Það þýðir að í auglýsingum er væntanlega verið að biðja um alltof hátt verði,“ segir hann. Annað sem komið er inn á í skýrslu Íbúðalánasjóðs eru Airbnb-íbúðir. Ólafur Sindri segir að miðað við þær tölur og þá mælikvarða sem sjóðurinn skoðar eru ekki sterkar vísbendingar um að Airbnb-íbúðir séu að skila sér inn á fasteigna- eða langtímaleigumarkaðinn. „Hins vegar samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar þá hefur gistingum erlendra ferðamanna í gegnum Airbnb og þannig vefsíður fækkað um 29 prósent á milli ára þannig að ef það heldur áfram þá er kannski alveg líklegt að þessar íbúðir fari nú að koma inn á markaðinn, kannski með haustinu eða eitthvað slíkt en núna er náttúrulega „high season“ þannig að menn eru væntanlega að leigja þetta út núna.“ Húsnæðismál Mest lesið Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Fleiri fréttir Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Sjá meira
Ólafur Sindri Helgason, yfirhagfræðingur hjá hagdeild Íbúðalánasjóðs, segir að svo virðist sem jafnvægi sé á húsnæðismarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu og að ekki séu ekki beint merki um mikla kólnun. Hins vegar sé samdráttur í sölu íbúða í fjölbýli á meðan að sala á íbúðum í sérbýli eykst sé litið til mánaðarlegrar veltu talið fyrstu fimm mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Aukningin er sex prósent í fjölda seldra íbúða í sérbýli en samdrátturinn er 1,2 prósent í sölu íbúða í fjölbýli, samkvæmt tölum úr mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs fyrir júlímánuð. Í skýrslunni kemur einnig fram að meðalsölutími er að lengjast; fer úr 96 dögum í 109 daga fyrir sérbýli og úr 89 dögum í 94 daga fyrir fjölbýli.En hvað þýðir það? Er þetta ekki merki um einhverja kólnun? „Það fer eftir því hvaða skilning þú leggur í kólnun. Það er ekki sama brjálæði á markaðnum og var fyrir einu ári síðan. Hann hefur verið í ákveðnu jafnvægi í töluverðan tíma, eiginlega bara frá því um haustið 2018,“ segir Ólafur Sindri sem bendir til dæmis á að íbúðir í fjölbýli hafa hækkað gríðarlega í verði. Fyrir nokkrum misserum hafi það einnig verið svo að eftirspurnin var gríðarleg en framboðið lítið en nú sé framboðið að aukast. Aðspurður hvort eitthvað sé hægt að rýna í þessar tölur til að spá fyrir um hvernig komandi vetur verður á fasteignamarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu segir Ólafur Sindri Íbúðalánasjóð ekki í því að spá fram í tímann. „Við erum bara að sýna hvernig staðan er akkúrat núna. Þannig að ég get ekkert sagt neitt til um það. Það er auðvitað margt að gerast í hagkerfinu þannig að í raun og veru getur þetta þróast á marga vegu.“ Ólafur Sindri bendir þó á að samdráttur í sölu á fjölbýli sé eitthvað merki og þá það líka að 80 prósent allra fasteignaviðskipta eru undir ásettu verði. „Það þýðir að í auglýsingum er væntanlega verið að biðja um alltof hátt verði,“ segir hann. Annað sem komið er inn á í skýrslu Íbúðalánasjóðs eru Airbnb-íbúðir. Ólafur Sindri segir að miðað við þær tölur og þá mælikvarða sem sjóðurinn skoðar eru ekki sterkar vísbendingar um að Airbnb-íbúðir séu að skila sér inn á fasteigna- eða langtímaleigumarkaðinn. „Hins vegar samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar þá hefur gistingum erlendra ferðamanna í gegnum Airbnb og þannig vefsíður fækkað um 29 prósent á milli ára þannig að ef það heldur áfram þá er kannski alveg líklegt að þessar íbúðir fari nú að koma inn á markaðinn, kannski með haustinu eða eitthvað slíkt en núna er náttúrulega „high season“ þannig að menn eru væntanlega að leigja þetta út núna.“
Húsnæðismál Mest lesið Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Fleiri fréttir Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Sjá meira