Spila Williams og Murray saman á Wimbledon? Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 30. júní 2019 12:00 Andy Murray og Serena Williams unnu bæði Wimbledon risatitla í einliðaleik árið 2016. Taka þau saman höndum í tvenndarleik þremur árum síðar? vísir/getty Serena Williams og Andy Murray gætu spilað saman í tvenndarleik á Wimbledon risamótinu í tennis í næstu viku. Murray er að koma til baka eftir aðgerð á mjöðm og ætlar hann bara að taka þátt í tvenndar- og tvíliðaleik á Wimbledonmótinu, ekki spila einliðaleik. Murray er búinn að skrá sig til leiks í tvíliðaleik en hann vill líka taka þátt í tvenndarleik og vantar þar félaga. Wimbledonmótið hefst á morgun en skráningarfrestur í tvenndarleik er á miðvikudaginn. Williams, sem hefur unnið 23 risamót á ferlinum, er einnig að jafna sig á meiðslum. Hún er þó á meðal keppenda í einliðaleik. Hún var spurð út í möguleikann á að spila með Murray um helgina og svaraði: „Ég er á lausu.“ Hún er þó ekki búin að ákveða á að taka þátt í tvenndarleiknum, þar sem hún vill ekki fá bakslag í hnéð. Murray setti einnig fyrirvara á möguleikann á þessu ofurpari þar sem Serena er meðal keppenda í einliðaleik. „Ef maður tekur þátt í tvenndarleik, sem er planið hjá mér, þá viltu vera að spila með einhverjum sem verður til staðar allt mótið og er að keppa til þess að vinna,“ sagði Murray. „Ég veit, og skil það vel, að hjá þeim sem eru líka í einliðaleik er þetta ekki alltaf þannig.“ „Augljóslega er hægt að færa rök fyrir því að Serena sé besti leikmaður sögunnar. Hún væri nokkuð öruggur félagi,“ sagði Murray og glotti. Andy Murray spilar með Frakkanum Pierre-Hugues Herbert í tvíliðaleiknum og mæta þeir Marius Copil og Ugo Humbert í fyrstu umferð. Andy gæti mætt bróður sínum Jamie, og félaga hans Neal Skupski, í þriðju umferðinni komist bæði lið þangað. Serena Williams mætir hinni ítölsku Giulia Gatto-Monticone í fyrstu umferð einliðaleiksins. Tennis Tengdar fréttir Murray snýr aftur eftir aðgerð sem breytti lífi hans Tenniskappinn Andy Murray segir að mjaðmaaðgerðin sem hann gekkst undir hafa breytt lífi sínu. 17. júní 2019 06:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Sjá meira
Serena Williams og Andy Murray gætu spilað saman í tvenndarleik á Wimbledon risamótinu í tennis í næstu viku. Murray er að koma til baka eftir aðgerð á mjöðm og ætlar hann bara að taka þátt í tvenndar- og tvíliðaleik á Wimbledonmótinu, ekki spila einliðaleik. Murray er búinn að skrá sig til leiks í tvíliðaleik en hann vill líka taka þátt í tvenndarleik og vantar þar félaga. Wimbledonmótið hefst á morgun en skráningarfrestur í tvenndarleik er á miðvikudaginn. Williams, sem hefur unnið 23 risamót á ferlinum, er einnig að jafna sig á meiðslum. Hún er þó á meðal keppenda í einliðaleik. Hún var spurð út í möguleikann á að spila með Murray um helgina og svaraði: „Ég er á lausu.“ Hún er þó ekki búin að ákveða á að taka þátt í tvenndarleiknum, þar sem hún vill ekki fá bakslag í hnéð. Murray setti einnig fyrirvara á möguleikann á þessu ofurpari þar sem Serena er meðal keppenda í einliðaleik. „Ef maður tekur þátt í tvenndarleik, sem er planið hjá mér, þá viltu vera að spila með einhverjum sem verður til staðar allt mótið og er að keppa til þess að vinna,“ sagði Murray. „Ég veit, og skil það vel, að hjá þeim sem eru líka í einliðaleik er þetta ekki alltaf þannig.“ „Augljóslega er hægt að færa rök fyrir því að Serena sé besti leikmaður sögunnar. Hún væri nokkuð öruggur félagi,“ sagði Murray og glotti. Andy Murray spilar með Frakkanum Pierre-Hugues Herbert í tvíliðaleiknum og mæta þeir Marius Copil og Ugo Humbert í fyrstu umferð. Andy gæti mætt bróður sínum Jamie, og félaga hans Neal Skupski, í þriðju umferðinni komist bæði lið þangað. Serena Williams mætir hinni ítölsku Giulia Gatto-Monticone í fyrstu umferð einliðaleiksins.
Tennis Tengdar fréttir Murray snýr aftur eftir aðgerð sem breytti lífi hans Tenniskappinn Andy Murray segir að mjaðmaaðgerðin sem hann gekkst undir hafa breytt lífi sínu. 17. júní 2019 06:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Sjá meira
Murray snýr aftur eftir aðgerð sem breytti lífi hans Tenniskappinn Andy Murray segir að mjaðmaaðgerðin sem hann gekkst undir hafa breytt lífi sínu. 17. júní 2019 06:00