Spila Williams og Murray saman á Wimbledon? Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 30. júní 2019 12:00 Andy Murray og Serena Williams unnu bæði Wimbledon risatitla í einliðaleik árið 2016. Taka þau saman höndum í tvenndarleik þremur árum síðar? vísir/getty Serena Williams og Andy Murray gætu spilað saman í tvenndarleik á Wimbledon risamótinu í tennis í næstu viku. Murray er að koma til baka eftir aðgerð á mjöðm og ætlar hann bara að taka þátt í tvenndar- og tvíliðaleik á Wimbledonmótinu, ekki spila einliðaleik. Murray er búinn að skrá sig til leiks í tvíliðaleik en hann vill líka taka þátt í tvenndarleik og vantar þar félaga. Wimbledonmótið hefst á morgun en skráningarfrestur í tvenndarleik er á miðvikudaginn. Williams, sem hefur unnið 23 risamót á ferlinum, er einnig að jafna sig á meiðslum. Hún er þó á meðal keppenda í einliðaleik. Hún var spurð út í möguleikann á að spila með Murray um helgina og svaraði: „Ég er á lausu.“ Hún er þó ekki búin að ákveða á að taka þátt í tvenndarleiknum, þar sem hún vill ekki fá bakslag í hnéð. Murray setti einnig fyrirvara á möguleikann á þessu ofurpari þar sem Serena er meðal keppenda í einliðaleik. „Ef maður tekur þátt í tvenndarleik, sem er planið hjá mér, þá viltu vera að spila með einhverjum sem verður til staðar allt mótið og er að keppa til þess að vinna,“ sagði Murray. „Ég veit, og skil það vel, að hjá þeim sem eru líka í einliðaleik er þetta ekki alltaf þannig.“ „Augljóslega er hægt að færa rök fyrir því að Serena sé besti leikmaður sögunnar. Hún væri nokkuð öruggur félagi,“ sagði Murray og glotti. Andy Murray spilar með Frakkanum Pierre-Hugues Herbert í tvíliðaleiknum og mæta þeir Marius Copil og Ugo Humbert í fyrstu umferð. Andy gæti mætt bróður sínum Jamie, og félaga hans Neal Skupski, í þriðju umferðinni komist bæði lið þangað. Serena Williams mætir hinni ítölsku Giulia Gatto-Monticone í fyrstu umferð einliðaleiksins. Tennis Tengdar fréttir Murray snýr aftur eftir aðgerð sem breytti lífi hans Tenniskappinn Andy Murray segir að mjaðmaaðgerðin sem hann gekkst undir hafa breytt lífi sínu. 17. júní 2019 06:00 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Serena Williams og Andy Murray gætu spilað saman í tvenndarleik á Wimbledon risamótinu í tennis í næstu viku. Murray er að koma til baka eftir aðgerð á mjöðm og ætlar hann bara að taka þátt í tvenndar- og tvíliðaleik á Wimbledonmótinu, ekki spila einliðaleik. Murray er búinn að skrá sig til leiks í tvíliðaleik en hann vill líka taka þátt í tvenndarleik og vantar þar félaga. Wimbledonmótið hefst á morgun en skráningarfrestur í tvenndarleik er á miðvikudaginn. Williams, sem hefur unnið 23 risamót á ferlinum, er einnig að jafna sig á meiðslum. Hún er þó á meðal keppenda í einliðaleik. Hún var spurð út í möguleikann á að spila með Murray um helgina og svaraði: „Ég er á lausu.“ Hún er þó ekki búin að ákveða á að taka þátt í tvenndarleiknum, þar sem hún vill ekki fá bakslag í hnéð. Murray setti einnig fyrirvara á möguleikann á þessu ofurpari þar sem Serena er meðal keppenda í einliðaleik. „Ef maður tekur þátt í tvenndarleik, sem er planið hjá mér, þá viltu vera að spila með einhverjum sem verður til staðar allt mótið og er að keppa til þess að vinna,“ sagði Murray. „Ég veit, og skil það vel, að hjá þeim sem eru líka í einliðaleik er þetta ekki alltaf þannig.“ „Augljóslega er hægt að færa rök fyrir því að Serena sé besti leikmaður sögunnar. Hún væri nokkuð öruggur félagi,“ sagði Murray og glotti. Andy Murray spilar með Frakkanum Pierre-Hugues Herbert í tvíliðaleiknum og mæta þeir Marius Copil og Ugo Humbert í fyrstu umferð. Andy gæti mætt bróður sínum Jamie, og félaga hans Neal Skupski, í þriðju umferðinni komist bæði lið þangað. Serena Williams mætir hinni ítölsku Giulia Gatto-Monticone í fyrstu umferð einliðaleiksins.
Tennis Tengdar fréttir Murray snýr aftur eftir aðgerð sem breytti lífi hans Tenniskappinn Andy Murray segir að mjaðmaaðgerðin sem hann gekkst undir hafa breytt lífi sínu. 17. júní 2019 06:00 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Murray snýr aftur eftir aðgerð sem breytti lífi hans Tenniskappinn Andy Murray segir að mjaðmaaðgerðin sem hann gekkst undir hafa breytt lífi sínu. 17. júní 2019 06:00