Þurfum ekki svona mikið Ásta Eir Árnadóttir skrifar 20. júní 2019 07:00 Eydís Blöndal, ljóðskáld, FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Eydís, sem er 25 ára gömul og nýútskrifuð með BA-gráðu í heimspeki og hagfræði segist ekki pæla of mikið í hverju hún klæðist á degi hverjum. „Ég hef byggt upp góðan grunn af fötum sem ég fíla og passa vel á mig, þannig að dagsdaglega get ég gripið nánast hvað sem er og látið það ganga vel upp.“ Einfaldleikinn er oftar en ekki í fyrirrúmi hjá henni – gallabuxur, peysa og látlausir skartgripir. „Stundum finnst mér samt gaman að klæðast einhverju sem krefst meira af mér, og reyna að finna upp á nýjum samsetningum eða frumlegri múnderingum. Þannig hef ég pælt mikið í mínum persónulega stíl og keypt flíkur í samræmi við það í gegnum tíðina, en hversu mikið ég pæli í því sem ég klæðist á hverjum degi veltur á hversu mikið ég nenni því og þeim tíma sem mér gefst á morgnana,“ segir Eydís.Tíska sem tjáningartæki Þegar hún er spurð út í hugtakið „tíska“ segist Eydís nálgast hugtakið á tvo vegu. „Annars vegar höfum við það sem „er í tísku“, þar sem tískuhugtakið nær til þeirrar stemmingar sem er í samfélaginu hverju sinni og er síbreytilegt. Hins vegar er það svo tjáningartæki einstaklingsins, þar sem hverjum og einum gefst tækifæri til að beita sínu tískuviti til þess að gefa frá sér skilaboð og endurspegla hvaða manneskja búi á bak við klæðin.“ Hún segir að fólk í dag taki tólinu sem tískan er misalvarlega. „En það er ótrúlegt hvað það getur verið gefandi að leyfa sér að nálgast fötin sín á skapandi hátt.“ Ekki bara markaðssetning Mikil vitundarvakning hefur átt sér stað í tískuheiminum varðandi umhverfismál að undanförnu og hefur Eydís tekið eftir miklum breytingum hjá stórum tískufyrirtækjum. „Jafnvel svörtustu sauðirnir eru farnir að leggja meira upp úr því að markaðssetja sig sem siðferðislega þenkjandi og umhverfisvæna.Helsta tískuráð Eydísar er að láta hvorki einn né neinn hafa áhrif á það hverju þú klæðist.Vísir/margrét helgaManni þykir þó vænna um hin fyrirtækin, sem eru að spretta upp með umhverfishugsjónina í fararbroddi, en viðbrögð markaðsdeilda stórfyrirtækjanna sem sjá einungis gróðatækifæri í þess konar markaðssetningu. Svo ekki sé minnst á hversu hræðilega mótsagnakennt það er – að stærstu aðilarnir í einum af mest mengandi iðnaði heims markaðssetji sig sem umhverfisvæna, til þess eins að selja meira og þar með menga meira,“ segir Eydís.Veganismi breytti viðhorfi Eydís hefur tileinkað sér þann lífsstíl að vera vegan. Viðhorf hennar til neyslu á fötum hefur breyst á síðustu misserum. „Ég var komin með nóg af þessu sjálfmiðaða viðhorfi; að allt í heiminum sé hér til þess eins að þjónusta okkur, ríka fólkið. Sama hvort það eru dýrin, fátækt fólk, eða náttúruauðlindir. Dýrin eru bara hérna fyrir okkur til að éta eða klappa, fátæka fólkið vinnur þau störf sem við viljum ekki sinna og við borgum því lítið fyrir, ef eitthvað, og náttúran á að skaffa okkur allt sem við þurfum frá henni.“ Einn daginn fékk Eydís nóg af þessu viðhorfi, og þá eiginlega af nauðsyn. „Ef við viljum halda áfram að lifa á þessari plánetu þá þurfum við að taka mörg skref til baka frá þessari brjálæðislegu, úrsérgengnu neysluhyggju. Það er það sem ég er að reyna.“ Eydís telur það vera mikilvægt að vera hreinskilin, bæði við aðra og þá aðallega sjálfa sig. Hún gerir sér grein fyrir því að hún er langt í frá fullkomin í þessum efnum en hún er að leggja sitt af mörkum. „Við erum flest breysk, en reynum eftir fremsta megni að fela breyskleika okkar. Þess vegna, mögulega, þora færri að taka skrefið í átt að því að vera vegan, eða að hætta að kaupa „fast-fashion“ föt, eða hvað sem það nú er, því þau vita að þeim muni ekki takast það fullkomlega í fyrstu tilraun og hverfa þess vegna alveg frá því. Ég tel það vera gagnlegra að vera 95% og leitast innilega við að verða 100%, í staðinn fyrir að vilja ekki einu sinni reyna því að það vanti 5% upp á.“ Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Umhverfismál Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Eydís, sem er 25 ára gömul og nýútskrifuð með BA-gráðu í heimspeki og hagfræði segist ekki pæla of mikið í hverju hún klæðist á degi hverjum. „Ég hef byggt upp góðan grunn af fötum sem ég fíla og passa vel á mig, þannig að dagsdaglega get ég gripið nánast hvað sem er og látið það ganga vel upp.“ Einfaldleikinn er oftar en ekki í fyrirrúmi hjá henni – gallabuxur, peysa og látlausir skartgripir. „Stundum finnst mér samt gaman að klæðast einhverju sem krefst meira af mér, og reyna að finna upp á nýjum samsetningum eða frumlegri múnderingum. Þannig hef ég pælt mikið í mínum persónulega stíl og keypt flíkur í samræmi við það í gegnum tíðina, en hversu mikið ég pæli í því sem ég klæðist á hverjum degi veltur á hversu mikið ég nenni því og þeim tíma sem mér gefst á morgnana,“ segir Eydís.Tíska sem tjáningartæki Þegar hún er spurð út í hugtakið „tíska“ segist Eydís nálgast hugtakið á tvo vegu. „Annars vegar höfum við það sem „er í tísku“, þar sem tískuhugtakið nær til þeirrar stemmingar sem er í samfélaginu hverju sinni og er síbreytilegt. Hins vegar er það svo tjáningartæki einstaklingsins, þar sem hverjum og einum gefst tækifæri til að beita sínu tískuviti til þess að gefa frá sér skilaboð og endurspegla hvaða manneskja búi á bak við klæðin.“ Hún segir að fólk í dag taki tólinu sem tískan er misalvarlega. „En það er ótrúlegt hvað það getur verið gefandi að leyfa sér að nálgast fötin sín á skapandi hátt.“ Ekki bara markaðssetning Mikil vitundarvakning hefur átt sér stað í tískuheiminum varðandi umhverfismál að undanförnu og hefur Eydís tekið eftir miklum breytingum hjá stórum tískufyrirtækjum. „Jafnvel svörtustu sauðirnir eru farnir að leggja meira upp úr því að markaðssetja sig sem siðferðislega þenkjandi og umhverfisvæna.Helsta tískuráð Eydísar er að láta hvorki einn né neinn hafa áhrif á það hverju þú klæðist.Vísir/margrét helgaManni þykir þó vænna um hin fyrirtækin, sem eru að spretta upp með umhverfishugsjónina í fararbroddi, en viðbrögð markaðsdeilda stórfyrirtækjanna sem sjá einungis gróðatækifæri í þess konar markaðssetningu. Svo ekki sé minnst á hversu hræðilega mótsagnakennt það er – að stærstu aðilarnir í einum af mest mengandi iðnaði heims markaðssetji sig sem umhverfisvæna, til þess eins að selja meira og þar með menga meira,“ segir Eydís.Veganismi breytti viðhorfi Eydís hefur tileinkað sér þann lífsstíl að vera vegan. Viðhorf hennar til neyslu á fötum hefur breyst á síðustu misserum. „Ég var komin með nóg af þessu sjálfmiðaða viðhorfi; að allt í heiminum sé hér til þess eins að þjónusta okkur, ríka fólkið. Sama hvort það eru dýrin, fátækt fólk, eða náttúruauðlindir. Dýrin eru bara hérna fyrir okkur til að éta eða klappa, fátæka fólkið vinnur þau störf sem við viljum ekki sinna og við borgum því lítið fyrir, ef eitthvað, og náttúran á að skaffa okkur allt sem við þurfum frá henni.“ Einn daginn fékk Eydís nóg af þessu viðhorfi, og þá eiginlega af nauðsyn. „Ef við viljum halda áfram að lifa á þessari plánetu þá þurfum við að taka mörg skref til baka frá þessari brjálæðislegu, úrsérgengnu neysluhyggju. Það er það sem ég er að reyna.“ Eydís telur það vera mikilvægt að vera hreinskilin, bæði við aðra og þá aðallega sjálfa sig. Hún gerir sér grein fyrir því að hún er langt í frá fullkomin í þessum efnum en hún er að leggja sitt af mörkum. „Við erum flest breysk, en reynum eftir fremsta megni að fela breyskleika okkar. Þess vegna, mögulega, þora færri að taka skrefið í átt að því að vera vegan, eða að hætta að kaupa „fast-fashion“ föt, eða hvað sem það nú er, því þau vita að þeim muni ekki takast það fullkomlega í fyrstu tilraun og hverfa þess vegna alveg frá því. Ég tel það vera gagnlegra að vera 95% og leitast innilega við að verða 100%, í staðinn fyrir að vilja ekki einu sinni reyna því að það vanti 5% upp á.“
Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Umhverfismál Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira