Vill hleypa glæðum í viðræður um kjarnorkuafvopnun á ný Eiður Þór Árnason skrifar 20. júní 2019 16:19 Á leiðtogafundi Kim Jong-un og Xi Jinping ræddu þeir meðal annars um stöðuna í viðræðum um kjarnorkuafvopnun. Ljósmyndin er frá fyrri heimsókn Kim í Kína. Vísir/ap Xi Jinping forseti Kína heimsækir nú Norður-Kóreu og hafa leiðtogar ríkjanna meðal annars rætt efnahagsmál og stöðu Kóreuskagans. Um er að ræða fyrstu opinberu heimsókn kínverskra stjórnvalda til Norður-Kóreu frá árinu 2005 og um leið fyrstu heimsókn Xi Jinping, sem tók við völdum árið 2012. Fréttastofa AP greinir frá þessu. Xi Jinping vonast til að kjarnorkuviðræður Norður-Kóreu við Bandaríkjamenn verði teknar upp aftur og að þær leiði til farsæls samkomulags. Hann hrósaði um leið aðgerðum norðurkóreskra stjórnvalda sem miða í átt að kjarnorkuafvopnun. Donald Trump, Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un funduðu síðast í febrúar og áttu í viðræðum um afvopnun Kóreuskagans. Þær reyndust með öllu árangurslausar. Þetta er í fyrsta sinn sem leiðtogar Norður-Kóreu og Kína koma saman til fundar eftir að viðræður við Trump runnu út í sandinn. Xi Jinping lét hafa eftir sér í heimsókninni að núverandi staða á Kóreuskaga varði frið og stöðuleika í heimshlutanum. Tímasetning heimsóknarinnar hefur vakið athygli í ljósi þess að eftir viku mun forseti Kína halda á leiðtogafund G20-ríkjanna í Japan þar sem hann mun meðal annars funda með Bandaríkjaforseta. Kína er helsta viðskiptaþjóð Norður-Kóreu. Talið er að markmið kínverskra stjórnvalda með heimsókninni sé að styrkja samband þeirra við Kim Jong-un en hann á sér núorðið fáa bandamenn. Kínverskur ríkismiðill greinir frá því að stærðarinnar móttökunefnd hafi tekið á móti forsetanum á flugvellinum í Pyongyang fyrr í dag. Hin opinbera heimsókn mun standa yfir í tvo daga.Klippa: Heimsókn Xi Jinping til Norður Kóreu Bandaríkin Donald Trump Kína Norður-Kórea Tengdar fréttir Leiðtogi Kína heimsækir Norður-Kóreu í fyrsta skipti í 14 ár Xi Jinping, forseti Kína, mun ferðast til Norður-Kóreu á fimmtudag og vera í tveggja daga opinberri heimsókn, samkvæmt ríkisfréttamiðli Kína. 17. júní 2019 16:43 Trump gerir lítið úr vopnabrölti Norður-Kóreumanna Skömmu eftir að þjóðaröryggisráðgjafi Trump Bandaríkjaforseta fordæmdi eldflaugatilraunir kom forsetinn einræðisherra Norður-Kóreu til varnar á Twitter. 26. maí 2019 08:55 Moon varar Norður-Kóreu við frekari eldflaugaskotum Norður-Kóreumenn virðast hafa gert sínar fyrstu eldflaugatilraunir frá árinu 2017. Samskiptin orðin stirð eftir árangurslausan fund með forseta Bandaríkjanna í febrúar. 10. maí 2019 07:30 Kenna Bandaríkjunum um að viðræður séu í hnút Viðræðunum um stöðvun kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun Norður-Kóreu verður ekki haldið áfram án þess að Bandaríkin breyti um stefnu. 24. maí 2019 15:08 Kim lætur reyna á þolinmæði Trumps Norður-Kórea gerir tilraunir með flugskeyti í því skyni að auka "bardagagetu“ ríkisins. 5. maí 2019 09:45 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira
Xi Jinping forseti Kína heimsækir nú Norður-Kóreu og hafa leiðtogar ríkjanna meðal annars rætt efnahagsmál og stöðu Kóreuskagans. Um er að ræða fyrstu opinberu heimsókn kínverskra stjórnvalda til Norður-Kóreu frá árinu 2005 og um leið fyrstu heimsókn Xi Jinping, sem tók við völdum árið 2012. Fréttastofa AP greinir frá þessu. Xi Jinping vonast til að kjarnorkuviðræður Norður-Kóreu við Bandaríkjamenn verði teknar upp aftur og að þær leiði til farsæls samkomulags. Hann hrósaði um leið aðgerðum norðurkóreskra stjórnvalda sem miða í átt að kjarnorkuafvopnun. Donald Trump, Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un funduðu síðast í febrúar og áttu í viðræðum um afvopnun Kóreuskagans. Þær reyndust með öllu árangurslausar. Þetta er í fyrsta sinn sem leiðtogar Norður-Kóreu og Kína koma saman til fundar eftir að viðræður við Trump runnu út í sandinn. Xi Jinping lét hafa eftir sér í heimsókninni að núverandi staða á Kóreuskaga varði frið og stöðuleika í heimshlutanum. Tímasetning heimsóknarinnar hefur vakið athygli í ljósi þess að eftir viku mun forseti Kína halda á leiðtogafund G20-ríkjanna í Japan þar sem hann mun meðal annars funda með Bandaríkjaforseta. Kína er helsta viðskiptaþjóð Norður-Kóreu. Talið er að markmið kínverskra stjórnvalda með heimsókninni sé að styrkja samband þeirra við Kim Jong-un en hann á sér núorðið fáa bandamenn. Kínverskur ríkismiðill greinir frá því að stærðarinnar móttökunefnd hafi tekið á móti forsetanum á flugvellinum í Pyongyang fyrr í dag. Hin opinbera heimsókn mun standa yfir í tvo daga.Klippa: Heimsókn Xi Jinping til Norður Kóreu
Bandaríkin Donald Trump Kína Norður-Kórea Tengdar fréttir Leiðtogi Kína heimsækir Norður-Kóreu í fyrsta skipti í 14 ár Xi Jinping, forseti Kína, mun ferðast til Norður-Kóreu á fimmtudag og vera í tveggja daga opinberri heimsókn, samkvæmt ríkisfréttamiðli Kína. 17. júní 2019 16:43 Trump gerir lítið úr vopnabrölti Norður-Kóreumanna Skömmu eftir að þjóðaröryggisráðgjafi Trump Bandaríkjaforseta fordæmdi eldflaugatilraunir kom forsetinn einræðisherra Norður-Kóreu til varnar á Twitter. 26. maí 2019 08:55 Moon varar Norður-Kóreu við frekari eldflaugaskotum Norður-Kóreumenn virðast hafa gert sínar fyrstu eldflaugatilraunir frá árinu 2017. Samskiptin orðin stirð eftir árangurslausan fund með forseta Bandaríkjanna í febrúar. 10. maí 2019 07:30 Kenna Bandaríkjunum um að viðræður séu í hnút Viðræðunum um stöðvun kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun Norður-Kóreu verður ekki haldið áfram án þess að Bandaríkin breyti um stefnu. 24. maí 2019 15:08 Kim lætur reyna á þolinmæði Trumps Norður-Kórea gerir tilraunir með flugskeyti í því skyni að auka "bardagagetu“ ríkisins. 5. maí 2019 09:45 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira
Leiðtogi Kína heimsækir Norður-Kóreu í fyrsta skipti í 14 ár Xi Jinping, forseti Kína, mun ferðast til Norður-Kóreu á fimmtudag og vera í tveggja daga opinberri heimsókn, samkvæmt ríkisfréttamiðli Kína. 17. júní 2019 16:43
Trump gerir lítið úr vopnabrölti Norður-Kóreumanna Skömmu eftir að þjóðaröryggisráðgjafi Trump Bandaríkjaforseta fordæmdi eldflaugatilraunir kom forsetinn einræðisherra Norður-Kóreu til varnar á Twitter. 26. maí 2019 08:55
Moon varar Norður-Kóreu við frekari eldflaugaskotum Norður-Kóreumenn virðast hafa gert sínar fyrstu eldflaugatilraunir frá árinu 2017. Samskiptin orðin stirð eftir árangurslausan fund með forseta Bandaríkjanna í febrúar. 10. maí 2019 07:30
Kenna Bandaríkjunum um að viðræður séu í hnút Viðræðunum um stöðvun kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun Norður-Kóreu verður ekki haldið áfram án þess að Bandaríkin breyti um stefnu. 24. maí 2019 15:08
Kim lætur reyna á þolinmæði Trumps Norður-Kórea gerir tilraunir með flugskeyti í því skyni að auka "bardagagetu“ ríkisins. 5. maí 2019 09:45